Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2026 16:04 Margir íbúar á Laugarvatni eru mjög ósáttur við fyrirhugaða hótelbyggingu ef hún verður að veruleika. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Laugarvatni eru ekki allir sáttir við hugmyndir um byggingu fjögurra hæða hótels á Laugarvatni rétt við vatnið með 160 herbergjum. Um 8.600 fermetra byggingu verður að ræða. En um hvað snýst málið í raun og veru? Ásta Stefánsdóttir, er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Nú er til kynningar skipulagslýsing fyrir svæði á Laugarvatni við Hverabraut, þar sem fyrrum heimavist Íþróttakennaraskólans stendur, hús sem síðast hýsti Ungmennabúðir UMFÍ, en hefur staðið ónotað í nokkur ár. Nýir eigendur hússins, „Lognfossar ehf”, hafa áhuga á að breyta því í gististarfsemi og byggja meira upp á svæðinu í kringum húsið. Áformin snúa að uppbyggingu fjölskylduhótels með allt að 160 herbergjum, þar sem áhersla verður á hreyfingu og útiveru. Nánar tiltekið er um að ræða viðbyggingu við gömlu heimavistina og byggingu á viðbótarlóð. Fyrir eru í deiliskipulagi tvær óbyggðar byggingarlóðir á svæðinu á milli heimavistarinnar og hversins á Laugarvatni, ekki samliggjandi þó, og er fyrirhugað að breyta staðsetningu óbyggðu lóðanna á svæðinu og færa þær ásamt byggingarheimildum nær heimavistinni“, segir Ásta og bætir við. „Áform eigenda snúa að því að byrja á því að taka gamla heimavistarhúsið í gegn og breyta því í 38 herbergja hótel og á næstu árum rísi síðan nýbygging fyrir fleiri herbergi. Hvað varðar kostnað við svona uppbyggingarverkefni, þá er hann alltaf talinn í milljörðum“. Ásta Stefánsdóttir, sem er sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Kynningarfundur á næstu dögum Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að svokölluð skipulagslýsing fari til auglýsingar og umsagnar á grundvelli skipulagslaga og hefur sú auglýsing verið birt og er unnt að skila inn athugasemdum á Skipulagsgátt. Þegar því ferli lýkur er farið yfir athugasemdir og umsagnir sem berast. „Ferill skipulagsmála af þessu tagi er síðan þannig að næsta skref er að leggja fram tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi, sem fer þá aftur í auglýsingarferli, þar sem þeir sem það vilja geta gert athugasemdir og viðeigandi stofnanir fá gögn málsins til skoðunar og yfirferðar. Ráðgert er að halda kynningarfund á næstu dögum, þar sem nánar verður farið yfir áformin, og verður tímasetning fundar auglýst sérstaklega. Ég hvet alla til að kynna sér málið og ferli skipulagsmála, mæta á kynningarfund og skila inn rökstuddum athugasemdum og ábendingum. Þetta ferli er einmitt ætlað til þess að umsagnaraðilar, hagsmunaaðilar og almenningur, geti komið fram sínum sjónarmiðum og ábendingum sem að gagni gætu komið við mótun breytingarinnar,“ segir Ásta. Á þessari teikningu sést hvar hótelið verður byggt innan hringsins verði það að veruleika.Aðsend Minna öryggi fyrir börnin En hvað segja íbúarnir, Sigríður Jónsdóttir býr á Laugarvatni. „Ég sem íbúi að Laugarvatni geri alvarlega athugasemd við tillögu til breytingar á aðalskipulagi við Hverabraut á Laugarvatni þar sem lagt er til breyting á landnotkun við vatnið. Ég bý ekki á Laugarvatni og fluttist ekki hingað til þess að vera í meiri nálægð við umferð túrista inn í þorpið og minna öryggi fyrir börnin mín. Vegagerðin hefur gefið umsögn þess efnis að umferð muni fara um Laugarbraut og tengingu hennar við Laugarvatnsveg, sem þýðir að aukin umferð fram hjá íþróttahúsi/sundlaug þar sem börnin í þorpinu labba daglega, og þeirra öryggi þar af leiðandi ógnað verulega“, segir Sigríður og bætir strax við. Sigríður Jónsdóttir, íbúi á Laugarvatni, sem er mjög óánægð með áform um byggingu nýja hótelsins ef þau verða að veruleika.Aðsend „Það hefur engin kynning farið fram eða leitast eftir áliti íbúa á þessum framkvæmdum. Það var ekki fyrr en Tómas Grétar Gunnarsson deildi á facebook síðunni sinni áformum um fyrirhugaða hótelbyggingu, sem íbúar áttuðu sig á hversu langt þetta væri gengið. Eftir það fór ég að kynna mér þetta enn frekar og las yfir fundargerðir sveitastjórnar síðustu mánuði, og miðað við það virðist sem þetta sé komið lengra en okkur grunar. Með öðrum orðum lítur út fyrir að búið sé að semja og selja skipulagið, og afhenda eignina. Miðað við kaupsamning sem birtur er í fundargerð kemur fram að afhending eignar hafi átt að fara fram 5. janúar 2026 Ég vona að það sé ekki rétt“, segir Sigríður. Margt í málinu er furðulegt Sigríður segir að henni finnist margt í málinu furðulegt. „Já, ég átta mig á að sveitastjórn þarf að fylgja verkferlum í kaupum og sölu á eignum, móttöku tilboða og vinnslu mála sem inn á borð þeirra koma, en það breytir því ekki að íbúar skilja ekki hvers vegna vinnsla á þessu, undirritun kaupsamnings og gerð skipulagsbreytinga fór í gegn án viðræðna við íbúa. Íbúar hér á svæðinu hafa ítrekað óskað eftir meiri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á svæðinu, að auka vinnuframboð og auka þjónustu við eldri borgara sem og tryggja þeim húsnæði fyrir efri árin í heimabyggð. Hér standa stórar byggingar auðar sem myndu henta fullkomlega fyrir slíka þjónustu en það er talað fyrir tómum eyrum ár eftir ár. Það kostar tíma og gríðarlega fjármuni að fara í svona skipulagsbreytingu, og ég átta mig ekki á af hverju það var ekki byrjað á réttum enda. Áður en þetta fór svona langt í umræðum og loforðum að ræða strax við íbúa um þessar tillögur. Sveitastjórn veit fullvel að við þurfum ekki fleiri gisti- og þjónustuhúsnæði fyrir erlenda ferðamenn á Laugarvatni. Við erum með hótel og hostel. Ágangur ferðamanna í þorpinu og hér í kring er gríðarlegur þar sem Laugarvatn er innan „ Gullna hringsins“, segir Sigríður ósátt. Á þessari teikningu sést hvar hótelið verður byggt innan hringsins verði það að veruleika.Aðsend Ekki ákjósanlegt að búa á Laugarvatni Sigríður segir að með þessari skipulagsbreytingu verði ekki ákjósanlegt að búa á Laugarvatni, friðsæld þess og öryggi í uppeldi barna verður ekki það sama og mun þorpið missa íbúa í burtu. Uppbygging verði fyrir erlenda ferðamenn á kostnað íbúa staðarins. „Ég skora á sveitastjórn að einbeita sér að uppbyggingu staðarins fyrir íbúa þorpsins, auka framboð íbúðarhúsnæðis svo hingað geti flutt fólk með fjölskyldur og tryggja húsnæði fyrir eldri borgara. Hvetja til þess að hingað komi lágvöruverslun, útibú fyrir apótek og svo framvegis.Við þurfum að líta okkur nær og setja fókusinn á okkar fólk og hvernig má bæta þeirra lífsgæði í náttúruperlunni á Laugarvatni og hætta að eltast við að auka framboð húsnæðis og þjónustu við erlenda ferðamenn. Nóg er af slíkri þjónustu nú þegar, bæði í Bláskógabyggð og um landið allt," segir Sigríður. Líst ekkert á áformin Dóra Þorleifsdóttir, býr líka á Laugarvatni. Hvað finnst henni um áform um byggingu hótelsins í þorpinu? „Mér líst ekki vel á þessi áform rétt hjá vatninu og fyrir því eru margar ástæður. Til dæmis er þetta svæði afskaplega friðsælt og þarna er mikið fuglalíf. Svæðið við vatnið er mikið aðdráttarafl heimamanna sem og ferðamanna og er í raun hjarta þorpsins. Nú þegar er búið að taka stóran hluta af vatnsbakkanum fyrir ferðaþjónustu og enn er verið að stækka svæðið. Svo ef þessi áform verða að veruleika þá er búið að þrengja ansi mikið að okkur íbúum og náttúrunni. Það er verið að tala um mjög stórar framkvæmdir og þetta er algjörlega á skjön við yfirlýsingu sveitarfélagsins fyrir aðeins fjórum árum síðan þegar Bláskógabyggð innleiddi Heimsmarkmiðin og í frétt um það kemur fram að: „Sveitarfélaginu er því falið að gæta allra þessara náttúruperla fyrir þjóðina. Sveitarfélagið ætlar að nýta heimsmarkmiðin og sjálfbæra þróun til þess að varðveita þessar náttúruperlur og fólkið sem þar býr.“ Ein af þessum náttúruperlum er einmitt Laugarvatn. Hvað breyttist? Eru þau skyndilega búin að gleyma eigin stefnum og áætlunum?” segir Dóra. Dóra Þorleifsdóttir, sem býr líka á Laugarvatni er mjög ósátt við byggingaráform nýja hótelsins ef þau verða að veruleika og ganga í gegnum skipulagsferlið.Aðsend Hefur framkvæmdin ekkert verið kynnt fyrir ykkur íbúum eða hvað? „Nei, því miður. Þegar húsið sjálft var dæmt ónothæft vegna myglu þá var haldinn íbúafundur þar sem mjög skýrt kom fram að íbúar vildu ekki fleiri hótel. Við erum að láta okkur dreyma um að hér byggist upp fjölbreytt atvinnulíf og ekki bara störf í ferðaþjónustu og sama hvað hver segir, þá trúi ég því ekki að það sé ekki hægt. Og svo því sé haldið til haga þá erum við nú þegar með fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu, hótel og gistiheimili og mér finnst mikilvægt að standa vörð um þau fyrirtæki og ég get ekki séð neina ástæðu til að bæta fleirum hótelum við. Ég sá umfjöllun um þessi áform fyrir tilviljun fyrir örfáum dögum síðan og man ekki til þess að þetta hafi verið sérstaklega kynnt fyrir okkur íbúum,” segir Dóra. Þetta verður risa hótel eða hvað? „Já, allt að 160 herbergja hótel, veitingastaður, leiksvæði, bílastæði með tilheyrandi umferð. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hvað þetta muni þýða fyrir okkar litla, friðsæla samfélag. Og ef maður skoðar meginmarkmið Landsskipulagsstefnu stjórnvalda 2024-2038 þá kemur fram að:1. Innviðir mæti þörfum samfélagsins.2. Byggðir og sveitarfélög um allt land verði sjálfbær.„Skipulag stuðli að sjálfbærri þróun og lífsgæðum fólks, styðji samkeppnishæfni og sé sveigjanlegt og stuðli að viðnámsþrótti gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum,"" segir Dóra og bætir við. „Öll áform um hótel af þessari stærðargráðu við bakka Laugarvatns þýðir sannarlega ekki að þörfum samfélagsins sé mætt. Sveitarfélagið verður ekki sjálfbært með þessum hætti. Náttúran þarf að eiga rödd og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur að eyðileggja ekki meira heldur passa upp á að afkomendur okkar, komandi kynslóðir fái áfram að njóta náttúrufegurðar Laugarvatns, eitthvað sem einmitt er ástæða margra fyrir því að setjast hér að”, segir Dóra. Undirskriftarlisti er nú í gangi vegna málsins Bláskógabyggð Hótel á Íslandi Skipulag Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
„Nú er til kynningar skipulagslýsing fyrir svæði á Laugarvatni við Hverabraut, þar sem fyrrum heimavist Íþróttakennaraskólans stendur, hús sem síðast hýsti Ungmennabúðir UMFÍ, en hefur staðið ónotað í nokkur ár. Nýir eigendur hússins, „Lognfossar ehf”, hafa áhuga á að breyta því í gististarfsemi og byggja meira upp á svæðinu í kringum húsið. Áformin snúa að uppbyggingu fjölskylduhótels með allt að 160 herbergjum, þar sem áhersla verður á hreyfingu og útiveru. Nánar tiltekið er um að ræða viðbyggingu við gömlu heimavistina og byggingu á viðbótarlóð. Fyrir eru í deiliskipulagi tvær óbyggðar byggingarlóðir á svæðinu á milli heimavistarinnar og hversins á Laugarvatni, ekki samliggjandi þó, og er fyrirhugað að breyta staðsetningu óbyggðu lóðanna á svæðinu og færa þær ásamt byggingarheimildum nær heimavistinni“, segir Ásta og bætir við. „Áform eigenda snúa að því að byrja á því að taka gamla heimavistarhúsið í gegn og breyta því í 38 herbergja hótel og á næstu árum rísi síðan nýbygging fyrir fleiri herbergi. Hvað varðar kostnað við svona uppbyggingarverkefni, þá er hann alltaf talinn í milljörðum“. Ásta Stefánsdóttir, sem er sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Kynningarfundur á næstu dögum Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að svokölluð skipulagslýsing fari til auglýsingar og umsagnar á grundvelli skipulagslaga og hefur sú auglýsing verið birt og er unnt að skila inn athugasemdum á Skipulagsgátt. Þegar því ferli lýkur er farið yfir athugasemdir og umsagnir sem berast. „Ferill skipulagsmála af þessu tagi er síðan þannig að næsta skref er að leggja fram tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi, sem fer þá aftur í auglýsingarferli, þar sem þeir sem það vilja geta gert athugasemdir og viðeigandi stofnanir fá gögn málsins til skoðunar og yfirferðar. Ráðgert er að halda kynningarfund á næstu dögum, þar sem nánar verður farið yfir áformin, og verður tímasetning fundar auglýst sérstaklega. Ég hvet alla til að kynna sér málið og ferli skipulagsmála, mæta á kynningarfund og skila inn rökstuddum athugasemdum og ábendingum. Þetta ferli er einmitt ætlað til þess að umsagnaraðilar, hagsmunaaðilar og almenningur, geti komið fram sínum sjónarmiðum og ábendingum sem að gagni gætu komið við mótun breytingarinnar,“ segir Ásta. Á þessari teikningu sést hvar hótelið verður byggt innan hringsins verði það að veruleika.Aðsend Minna öryggi fyrir börnin En hvað segja íbúarnir, Sigríður Jónsdóttir býr á Laugarvatni. „Ég sem íbúi að Laugarvatni geri alvarlega athugasemd við tillögu til breytingar á aðalskipulagi við Hverabraut á Laugarvatni þar sem lagt er til breyting á landnotkun við vatnið. Ég bý ekki á Laugarvatni og fluttist ekki hingað til þess að vera í meiri nálægð við umferð túrista inn í þorpið og minna öryggi fyrir börnin mín. Vegagerðin hefur gefið umsögn þess efnis að umferð muni fara um Laugarbraut og tengingu hennar við Laugarvatnsveg, sem þýðir að aukin umferð fram hjá íþróttahúsi/sundlaug þar sem börnin í þorpinu labba daglega, og þeirra öryggi þar af leiðandi ógnað verulega“, segir Sigríður og bætir strax við. Sigríður Jónsdóttir, íbúi á Laugarvatni, sem er mjög óánægð með áform um byggingu nýja hótelsins ef þau verða að veruleika.Aðsend „Það hefur engin kynning farið fram eða leitast eftir áliti íbúa á þessum framkvæmdum. Það var ekki fyrr en Tómas Grétar Gunnarsson deildi á facebook síðunni sinni áformum um fyrirhugaða hótelbyggingu, sem íbúar áttuðu sig á hversu langt þetta væri gengið. Eftir það fór ég að kynna mér þetta enn frekar og las yfir fundargerðir sveitastjórnar síðustu mánuði, og miðað við það virðist sem þetta sé komið lengra en okkur grunar. Með öðrum orðum lítur út fyrir að búið sé að semja og selja skipulagið, og afhenda eignina. Miðað við kaupsamning sem birtur er í fundargerð kemur fram að afhending eignar hafi átt að fara fram 5. janúar 2026 Ég vona að það sé ekki rétt“, segir Sigríður. Margt í málinu er furðulegt Sigríður segir að henni finnist margt í málinu furðulegt. „Já, ég átta mig á að sveitastjórn þarf að fylgja verkferlum í kaupum og sölu á eignum, móttöku tilboða og vinnslu mála sem inn á borð þeirra koma, en það breytir því ekki að íbúar skilja ekki hvers vegna vinnsla á þessu, undirritun kaupsamnings og gerð skipulagsbreytinga fór í gegn án viðræðna við íbúa. Íbúar hér á svæðinu hafa ítrekað óskað eftir meiri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á svæðinu, að auka vinnuframboð og auka þjónustu við eldri borgara sem og tryggja þeim húsnæði fyrir efri árin í heimabyggð. Hér standa stórar byggingar auðar sem myndu henta fullkomlega fyrir slíka þjónustu en það er talað fyrir tómum eyrum ár eftir ár. Það kostar tíma og gríðarlega fjármuni að fara í svona skipulagsbreytingu, og ég átta mig ekki á af hverju það var ekki byrjað á réttum enda. Áður en þetta fór svona langt í umræðum og loforðum að ræða strax við íbúa um þessar tillögur. Sveitastjórn veit fullvel að við þurfum ekki fleiri gisti- og þjónustuhúsnæði fyrir erlenda ferðamenn á Laugarvatni. Við erum með hótel og hostel. Ágangur ferðamanna í þorpinu og hér í kring er gríðarlegur þar sem Laugarvatn er innan „ Gullna hringsins“, segir Sigríður ósátt. Á þessari teikningu sést hvar hótelið verður byggt innan hringsins verði það að veruleika.Aðsend Ekki ákjósanlegt að búa á Laugarvatni Sigríður segir að með þessari skipulagsbreytingu verði ekki ákjósanlegt að búa á Laugarvatni, friðsæld þess og öryggi í uppeldi barna verður ekki það sama og mun þorpið missa íbúa í burtu. Uppbygging verði fyrir erlenda ferðamenn á kostnað íbúa staðarins. „Ég skora á sveitastjórn að einbeita sér að uppbyggingu staðarins fyrir íbúa þorpsins, auka framboð íbúðarhúsnæðis svo hingað geti flutt fólk með fjölskyldur og tryggja húsnæði fyrir eldri borgara. Hvetja til þess að hingað komi lágvöruverslun, útibú fyrir apótek og svo framvegis.Við þurfum að líta okkur nær og setja fókusinn á okkar fólk og hvernig má bæta þeirra lífsgæði í náttúruperlunni á Laugarvatni og hætta að eltast við að auka framboð húsnæðis og þjónustu við erlenda ferðamenn. Nóg er af slíkri þjónustu nú þegar, bæði í Bláskógabyggð og um landið allt," segir Sigríður. Líst ekkert á áformin Dóra Þorleifsdóttir, býr líka á Laugarvatni. Hvað finnst henni um áform um byggingu hótelsins í þorpinu? „Mér líst ekki vel á þessi áform rétt hjá vatninu og fyrir því eru margar ástæður. Til dæmis er þetta svæði afskaplega friðsælt og þarna er mikið fuglalíf. Svæðið við vatnið er mikið aðdráttarafl heimamanna sem og ferðamanna og er í raun hjarta þorpsins. Nú þegar er búið að taka stóran hluta af vatnsbakkanum fyrir ferðaþjónustu og enn er verið að stækka svæðið. Svo ef þessi áform verða að veruleika þá er búið að þrengja ansi mikið að okkur íbúum og náttúrunni. Það er verið að tala um mjög stórar framkvæmdir og þetta er algjörlega á skjön við yfirlýsingu sveitarfélagsins fyrir aðeins fjórum árum síðan þegar Bláskógabyggð innleiddi Heimsmarkmiðin og í frétt um það kemur fram að: „Sveitarfélaginu er því falið að gæta allra þessara náttúruperla fyrir þjóðina. Sveitarfélagið ætlar að nýta heimsmarkmiðin og sjálfbæra þróun til þess að varðveita þessar náttúruperlur og fólkið sem þar býr.“ Ein af þessum náttúruperlum er einmitt Laugarvatn. Hvað breyttist? Eru þau skyndilega búin að gleyma eigin stefnum og áætlunum?” segir Dóra. Dóra Þorleifsdóttir, sem býr líka á Laugarvatni er mjög ósátt við byggingaráform nýja hótelsins ef þau verða að veruleika og ganga í gegnum skipulagsferlið.Aðsend Hefur framkvæmdin ekkert verið kynnt fyrir ykkur íbúum eða hvað? „Nei, því miður. Þegar húsið sjálft var dæmt ónothæft vegna myglu þá var haldinn íbúafundur þar sem mjög skýrt kom fram að íbúar vildu ekki fleiri hótel. Við erum að láta okkur dreyma um að hér byggist upp fjölbreytt atvinnulíf og ekki bara störf í ferðaþjónustu og sama hvað hver segir, þá trúi ég því ekki að það sé ekki hægt. Og svo því sé haldið til haga þá erum við nú þegar með fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu, hótel og gistiheimili og mér finnst mikilvægt að standa vörð um þau fyrirtæki og ég get ekki séð neina ástæðu til að bæta fleirum hótelum við. Ég sá umfjöllun um þessi áform fyrir tilviljun fyrir örfáum dögum síðan og man ekki til þess að þetta hafi verið sérstaklega kynnt fyrir okkur íbúum,” segir Dóra. Þetta verður risa hótel eða hvað? „Já, allt að 160 herbergja hótel, veitingastaður, leiksvæði, bílastæði með tilheyrandi umferð. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hvað þetta muni þýða fyrir okkar litla, friðsæla samfélag. Og ef maður skoðar meginmarkmið Landsskipulagsstefnu stjórnvalda 2024-2038 þá kemur fram að:1. Innviðir mæti þörfum samfélagsins.2. Byggðir og sveitarfélög um allt land verði sjálfbær.„Skipulag stuðli að sjálfbærri þróun og lífsgæðum fólks, styðji samkeppnishæfni og sé sveigjanlegt og stuðli að viðnámsþrótti gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum,"" segir Dóra og bætir við. „Öll áform um hótel af þessari stærðargráðu við bakka Laugarvatns þýðir sannarlega ekki að þörfum samfélagsins sé mætt. Sveitarfélagið verður ekki sjálfbært með þessum hætti. Náttúran þarf að eiga rödd og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur að eyðileggja ekki meira heldur passa upp á að afkomendur okkar, komandi kynslóðir fái áfram að njóta náttúrufegurðar Laugarvatns, eitthvað sem einmitt er ástæða margra fyrir því að setjast hér að”, segir Dóra. Undirskriftarlisti er nú í gangi vegna málsins
Bláskógabyggð Hótel á Íslandi Skipulag Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira