Lífið

Út­skýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kim Kardashian eyddi myndunum af Meghan og Harry.
Kim Kardashian eyddi myndunum af Meghan og Harry. Aeon/GC Images

Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian segist hafa eytt myndum af Meghan Markle og Harry Bretaprinsi á samfélagsmiðlum eftir afmælisveislu móður hennar Kris Jenner í nóvember. Ástæðan er sú að afmælisveisluna bar upp á sama dag og minningardag í Bretlandi um fallna hermenn.

Bandaríski miðillinn People greinir frá þessu en Kim tjáði sig um málið í hlaðvarpi systur sinnar Khloe Kardashian. Kris Jenner hélt upp á stórafmæli sitt í nóvember og var James Bond þema í teitinu sem haldið var heima hjá Jeff Bezos forstjóra Amazon. 

Til hennar mættu allar helstu stjörnur Los Angeles meðal annars Meghan og Harry sem búa í borginni. Þá deildi Kim myndum af allskonar stjörnum og hertogahjónunum áður en hún eyddi þeim aftur.

„Þetta var svo saklaust, sem er svo galið,“ segir Kim. „Mamma og Meghan hafa verið vinkonur í nokkur ár og eiga í mjög góðu sambandi,“ segir athafnakonan sem bætir því við að hún hafi farið yfir það eftir á hvaða myndum þau ættu að deila. „Okkur var sagt að það væri í góðu lagi að birta myndina,“ sagði Kim.

 „En eftir að hún var birt held ég að þau hafi áttað sig á að þetta var minningardagurinn og þau vildu ekki láta sjá sig í partíi, þótt myndin væri þegar komin inn, þú veist, og svo tekin út. Og svo held ég að þau hafi áttað sig á því, svona: „Æ, þetta var svo kjánalegt.“

Minningardagurinn hefur mikla þýðingu ár hvert fyrir Breta. Þá minnist þjóðin fallinna hermanna og víðsvegar um landið eru haldnar minningarathafnir. Kim segir hertogahjónin ekki viljað að myndir af þeim að djamma, dansa og hafa gaman yrðu birtar á samfélagsmiðlum þennan dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.