Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar 27. janúar 2026 14:30 Þegar nýir ráðherrar setjast í embætti blása þeir jafnan til átaka sem minna svolítið á veðursveiflur; byrja gjarnan með glannalegum fréttatilkynningum, loforðum, hvítbókaútgáfu eða metnaðarfullum starfsáætlunum. Allt birtist þetta okkur eins og snöggar rokhviður í byrjun, en líkist svo æ meir léttum blæ af útsuðri sem fjarar loks út og gleymist. Dæmi: Í hátíðarræðu þáverandi menntamálaráðherra 17. Júní 2014 var kynnt til sögunnar ný hvítbók, þar sem boðað var til fimm ára læsisátaks undir merkjum þjóðarsáttar. Sáttin sú heyrir nú sögunni til og er flestum gleymd þótt aðeins sé liðinn rúmur áratugur síðan. Gassagangur á borð við Básendaveðrið Nú er hafinn nýr óveðurskafli í skólapólitík svo mörgum þykir tíra töluvert á tíkarskarinu. Nýskipaður ráðherra menntamála hefur nefnilega stigið inn af þvílíkum gassagangi að minnir helst á Básendaveðrið forðum með tilheyrandi flóðum, þrumum og eldingum. Veðurfræðingar þekkja vel til slíkra fárviðra þótt langt sé um liðið; með sama hætti munu framtíðarsérfræðingar í skólamálum lengi minnast læsishvellsins, sem fylgdi innkomu nýs ráðherra í ársbyrjun 2026. Síst af öllu vakir fyrir undirrituðum að draga dár að kappsemi ráðherra menntamála gegnum tíðina, enda ekki annars að vænta en öllum hafi gengið gott eitt til. Í viðtali á Sprengisandi 25. janúar síðastliðinn sögðust formaður Kennarasambands Íslands og ráðherra menntamála ætla að feta nýjar brautir í stað þess að „finna upp hjólið“ með átaki sínu. En er það ekki einmitt pytturinn sem fæstum tekst að sneiða hjá, að ætla að finna upp hjólið, að byrja upp á nýtt í stað þess að gæta hæglætis, sýna þolinmæði og rýna það sem áður var gert með hlutleysi að leiðarljósi? Þróun menntamála er jú eitt skýrasta dæmið um mikilvægi þess að taka svonefnda tímatöf (time lag) inn í myndina. Verkhjól menntamálaráðherra Bálviðrið kringum fyrirhugaðar breytingar nýs ráðherra á skólakerfinu umlykur nú allt samfélagið. Fjölmiðlar gefa skólamálaumræðu gaum sem aldrei fyrr og Sprengisandur Bylgjunnar hefur til dæmis fjallað um fyrirgang hins nýja ráðherra þrjár helgar í röð. Óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi 22. janúar síðastliðinn báru þess jafnframt skýr merki að gassagangur ráðherra brennur á þingmönnum sem öðrum. Þar var hún spurð um hrókeringar í ráðuneytum og yfirlýsingar um lestrarkennslu, einkunnagjöf og fleira. Í stað þess að svara málefnalega sakaði hún stjórnarandstöðuna, öllum til undrunar, um að mæta ítrekað til þings „með fötur fullar af grjóti til að reyna að hægja á þeim hjólum sem við erum með, verkhjólum, til að gera betur fyrir fólkið í landinu“, svo vísað sé beint í orð hennar. Verkhjól ráðherrans „til að gera betur fyrir fólkið í landinu“ eru mörg og deilast víða. Það hjól, sem augu flestra beinast að sem stendur, er baráttan við meint ólæsi unglinga. Á því hefur verið tifað árum saman með vísan í niðurstöður PISA-rannsókna. Um það leyti sem Inga Sæland settist í stól mennta- og barnamálaráðherra á dögunum sagðist hún ætla að kenna íslenskum börnum að lesa eftir öðrum leiðum en tíðkast hefðu fram til þessa og gera árið 2026 að ári læsis, væntanlega bara hér á landi, ekki á heimsvísu. Læsi: Brú frá eymd til vonar Á degi læsis haustið 1987 flutti Kofi Annan, þá aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, eftirminnilega ræðu um ólæsi í veröldinni. Hann lýsti læsi sem „ brú frá eymd til vonar“ og bætti við að læsi væri forsenda almennrar menntunar sem væru grundvallarmannréttindi allra, alls staðar. Í framhaldi af ræðu hans valdi UNESCO allt árið 1990 sem ár læsis í þeim tilgangi að marka upphaf tíu ára átaks við að útrýma ólæsi í veröldinni. Síðan eru liðin 35 ár og ljóst að átakið hefur skilað misgóðum árangri. Getur verið að staðan hér á landi sé litlu betri en í illa settum þróunarlöndum eins og Malí eða Nígeríu; stór hluti ungmenna hér sé ófær um að lesa sér til gagns 25 árum eftir að markmið UNESCO áttu að hafa náðst? Læsi má sannarlega skoða sem „brú frá eymd til vonar“. En hvað veldur því að „brúin“ virðist svo illfær íslenskum ungmennum, eins og PISA-niðurstöður þykja benda til? Á því kunna að vera margar samverkandi skýringar. Flókið orsakasamhengi Hinn 19. janúar síðastliðinn benti undirritaður á það í grein á Vísi, hversu erfitt gæti reynst að átta sig á orsakasamhengi innan menntakerfa. Breyturnar eru margar, jafnt innri sem ytri breytur. Það að ætla að stökkva á tiltekna breytu eða breytur sem skýringar vandans minnir svolítið á skammsýni keisarans í ævintýri H. C. Andersen um nýju fötin keisarans. Án þess að kynna sér málin veðjaði keisarinn á tvo „snillinga“ til að vefa á sig fegurstu klæði sem hugsast gætu. Hann fékk þeim fé og aðstöðu eins og best var á kosið, en þegar upp var staðið reyndust þau gagnslaus, reyndar ósýnileg. Það að ætla að stofna á landsvísu vísindasetur utan um lítt gagnreynt þróunarverkefni undir þeim merkjum að bæta árangur íslenskra ungmenna í PISA-prófum virkar álíka fjarstæðukennt að mati undirritaðs. Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þegar nýir ráðherrar setjast í embætti blása þeir jafnan til átaka sem minna svolítið á veðursveiflur; byrja gjarnan með glannalegum fréttatilkynningum, loforðum, hvítbókaútgáfu eða metnaðarfullum starfsáætlunum. Allt birtist þetta okkur eins og snöggar rokhviður í byrjun, en líkist svo æ meir léttum blæ af útsuðri sem fjarar loks út og gleymist. Dæmi: Í hátíðarræðu þáverandi menntamálaráðherra 17. Júní 2014 var kynnt til sögunnar ný hvítbók, þar sem boðað var til fimm ára læsisátaks undir merkjum þjóðarsáttar. Sáttin sú heyrir nú sögunni til og er flestum gleymd þótt aðeins sé liðinn rúmur áratugur síðan. Gassagangur á borð við Básendaveðrið Nú er hafinn nýr óveðurskafli í skólapólitík svo mörgum þykir tíra töluvert á tíkarskarinu. Nýskipaður ráðherra menntamála hefur nefnilega stigið inn af þvílíkum gassagangi að minnir helst á Básendaveðrið forðum með tilheyrandi flóðum, þrumum og eldingum. Veðurfræðingar þekkja vel til slíkra fárviðra þótt langt sé um liðið; með sama hætti munu framtíðarsérfræðingar í skólamálum lengi minnast læsishvellsins, sem fylgdi innkomu nýs ráðherra í ársbyrjun 2026. Síst af öllu vakir fyrir undirrituðum að draga dár að kappsemi ráðherra menntamála gegnum tíðina, enda ekki annars að vænta en öllum hafi gengið gott eitt til. Í viðtali á Sprengisandi 25. janúar síðastliðinn sögðust formaður Kennarasambands Íslands og ráðherra menntamála ætla að feta nýjar brautir í stað þess að „finna upp hjólið“ með átaki sínu. En er það ekki einmitt pytturinn sem fæstum tekst að sneiða hjá, að ætla að finna upp hjólið, að byrja upp á nýtt í stað þess að gæta hæglætis, sýna þolinmæði og rýna það sem áður var gert með hlutleysi að leiðarljósi? Þróun menntamála er jú eitt skýrasta dæmið um mikilvægi þess að taka svonefnda tímatöf (time lag) inn í myndina. Verkhjól menntamálaráðherra Bálviðrið kringum fyrirhugaðar breytingar nýs ráðherra á skólakerfinu umlykur nú allt samfélagið. Fjölmiðlar gefa skólamálaumræðu gaum sem aldrei fyrr og Sprengisandur Bylgjunnar hefur til dæmis fjallað um fyrirgang hins nýja ráðherra þrjár helgar í röð. Óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi 22. janúar síðastliðinn báru þess jafnframt skýr merki að gassagangur ráðherra brennur á þingmönnum sem öðrum. Þar var hún spurð um hrókeringar í ráðuneytum og yfirlýsingar um lestrarkennslu, einkunnagjöf og fleira. Í stað þess að svara málefnalega sakaði hún stjórnarandstöðuna, öllum til undrunar, um að mæta ítrekað til þings „með fötur fullar af grjóti til að reyna að hægja á þeim hjólum sem við erum með, verkhjólum, til að gera betur fyrir fólkið í landinu“, svo vísað sé beint í orð hennar. Verkhjól ráðherrans „til að gera betur fyrir fólkið í landinu“ eru mörg og deilast víða. Það hjól, sem augu flestra beinast að sem stendur, er baráttan við meint ólæsi unglinga. Á því hefur verið tifað árum saman með vísan í niðurstöður PISA-rannsókna. Um það leyti sem Inga Sæland settist í stól mennta- og barnamálaráðherra á dögunum sagðist hún ætla að kenna íslenskum börnum að lesa eftir öðrum leiðum en tíðkast hefðu fram til þessa og gera árið 2026 að ári læsis, væntanlega bara hér á landi, ekki á heimsvísu. Læsi: Brú frá eymd til vonar Á degi læsis haustið 1987 flutti Kofi Annan, þá aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, eftirminnilega ræðu um ólæsi í veröldinni. Hann lýsti læsi sem „ brú frá eymd til vonar“ og bætti við að læsi væri forsenda almennrar menntunar sem væru grundvallarmannréttindi allra, alls staðar. Í framhaldi af ræðu hans valdi UNESCO allt árið 1990 sem ár læsis í þeim tilgangi að marka upphaf tíu ára átaks við að útrýma ólæsi í veröldinni. Síðan eru liðin 35 ár og ljóst að átakið hefur skilað misgóðum árangri. Getur verið að staðan hér á landi sé litlu betri en í illa settum þróunarlöndum eins og Malí eða Nígeríu; stór hluti ungmenna hér sé ófær um að lesa sér til gagns 25 árum eftir að markmið UNESCO áttu að hafa náðst? Læsi má sannarlega skoða sem „brú frá eymd til vonar“. En hvað veldur því að „brúin“ virðist svo illfær íslenskum ungmennum, eins og PISA-niðurstöður þykja benda til? Á því kunna að vera margar samverkandi skýringar. Flókið orsakasamhengi Hinn 19. janúar síðastliðinn benti undirritaður á það í grein á Vísi, hversu erfitt gæti reynst að átta sig á orsakasamhengi innan menntakerfa. Breyturnar eru margar, jafnt innri sem ytri breytur. Það að ætla að stökkva á tiltekna breytu eða breytur sem skýringar vandans minnir svolítið á skammsýni keisarans í ævintýri H. C. Andersen um nýju fötin keisarans. Án þess að kynna sér málin veðjaði keisarinn á tvo „snillinga“ til að vefa á sig fegurstu klæði sem hugsast gætu. Hann fékk þeim fé og aðstöðu eins og best var á kosið, en þegar upp var staðið reyndust þau gagnslaus, reyndar ósýnileg. Það að ætla að stofna á landsvísu vísindasetur utan um lítt gagnreynt þróunarverkefni undir þeim merkjum að bæta árangur íslenskra ungmenna í PISA-prófum virkar álíka fjarstæðukennt að mati undirritaðs. Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun