Innherji

Fjár­festarnir sem veðja á að Drangar geti hrist upp í dag­vöru­markaðinum

Hörður Ægisson skrifar
Þeir fjárfestar sem koma snemma inn í „vegferð“ Dranga, sem er eigandi félaga sem reka verslanir og eldsneytisstöðvar undir meðal annars merkjum Nettó, Prís og Orkunnar, eru sagðir vera að kaupa sig inn í fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika.
Þeir fjárfestar sem koma snemma inn í „vegferð“ Dranga, sem er eigandi félaga sem reka verslanir og eldsneytisstöðvar undir meðal annars merkjum Nettó, Prís og Orkunnar, eru sagðir vera að kaupa sig inn í fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika.

Þegar félagið Drangar, sem ætlar að hasla sér völl á dagvörumarkaði í samkeppni við risana tvo sem eru þar fyrir, kláraði yfir þriggja milljarða útboð undir lok síðasta árs voru fjárfestarnir sem bættust við hluthafahópinn að stórum hluta fáeinir lífeyrissjóðir, tryggingafélög og einkafjárfestir. Með þeirri fjármögnun var hægt að halda áfram vinnu við að bæta reksturinn í matvöruhluta Dranga en vænta má þess að verslunum undir merkjum Prís muni fjölga á næstunni.


Tengdar fréttir

Takist vel til að samþætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða

Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð.

Hluta­fjár­virði Sam­kaupa lækkaði um nærri helming á fáeinum mánuðum

Í fyrirhuguðum kaupum Orkunnar, dótturfélags SKEL, á meirihluta hlutafjár í Samkaupum er virði matvörukeðjunnar metið á tæplega fimmtíu prósent lægra gengi heldur en þegar ráðist var í hlutafjárhækkun fyrir nokkrum mánuðum síðan. Á meðal skilyrða fyrir viðskiptunum er að það takist að fá skuldbindandi áskriftarloforð frá fjárfestum til að leggja Samkaupum til að lágmarki tvo milljarða í nýtt hlutafé til að treysta fjárhagsstöðuna en rekstur félagsins hefur verið afar erfiður að undanförnu.

Kaupin í Sýn gætu verið „öfug leið“ að skráningu verslunarfélaga í eigu SKEL

Markmiðið með kaupum SKEL á ríflega tíu prósenta hlut í Sýn gæti verið undanfari þess að vilja láta reyna á samrunaviðræður við Samkaup/Heimkaup og þannig fara öfuga leið að boðaðri skráningu verslunarsamsteypunnar á hlutabréfamarkað, að mati hlutabréfagreinanda. Kaupin hjá SKEL voru gerð aðeins örfáum dögum fyrir aðalfund Sýnar en sennilegt er talið að stjórnendur fjárfestingafélagsins muni fara fram á að boðað verði til nýs hluthafafundar í því skyni að tilnefna fulltrúa sinn í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×