Innlent

Heimilisofbeldismálin al­var­legri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við verkefnastjóra hjá Ríkislögreglustjóra sem segir að heimilisofbeldismál sem rata inn á borð lögreglu séu alvarlegri en áður. 

Metfjöldi slíkra mála var tilkynntur á síðasta ári. 

Þá fjöllum við um væntanlegar friðarviðræður í Abu Dhabi á milli Rússa, Úkraínumanna og Bandaríkjanna sem fram fara síðar í dag. Trump forseti segist bjartsýnn á að hægt verði að ná samningum. 

Einnig fjöllum við um Pallborð sem hefst á Vísi eftir fréttir þar sem oddvitaframbjóðendur Samfylkingarinnar, þau Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson mætast. 

Að auki verður rætt við Lilju Alfreðsdóttur sem í gærkvöldi lýsti yfir framboði til formanns Framsóknarflokksins. 

Í sportinu verður að sjálfsögðu hitað upp fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu sem fram fer í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×