Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar 22. janúar 2026 09:17 Í markmiðsgrein nýs frumvarps um lagareldi er talað um sjálfbærni, vernd villtra nytjastofna, vistkerfa, líffræðilega fjölbreytni, varnir gegn mengun og að beita skuli vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Ef litið væri eingöngu á markmiðin mætti ætla að hér væri verið að leggja grunn að varfærnum og ábyrgum lagaramma. Raunveruleiki frumvarpsins er hins vegar annar. Þegar efnisákvæði frumvarpsins eru skoðuð í heild kemur í ljós að það þjónar í reynd aðeins hluta markmiðanna: að byggja upp lagareldi sem atvinnugrein, og skapa rekstraröryggi fyrir fyrirtæki í greininni. Hinn hlutinn – vernd villtra stofna, vistkerfa, sjávarbotns og vatnshlota – er að mestu látinn liggja á milli hluta, án skýrra, bindandi og framfylgjanlegra reglna. Sama má segja um alþjóðlegar skuldbindingar okkar sem einnig hefur ekki verið tekið tillit til. Markmiðsgreinin segir að „leitast skuli við“ að tryggja vernd vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta orðalag er ekki tilviljun. Það skapar enga skyldu, engin réttaráhrif og engin skýr viðmið sem stjórnvöld eða dómstólar geta byggt á. Í stað þess opnar það fyrir matskennda stjórnsýslu þar sem verndarsjónarmið víkja þegar þau rekast á hagsmuni uppbyggingar lagareldis. Slíkt er ekki raunverulegt markmið, enda er það ekki mælanlegt. Sama mynstur endurtekur sig í öllum lykilþáttum frumvarpsins. Áhættumat erfðablöndunar er nefnt, en ekki bundið við sjálfvirkar afleiðingar. Ef áhættan reynist óásættanleg er ekkert í lögunum sem krefst þess að starfsemi verði skert eða stöðvuð. Vernd villtra stofna verður þannig háð pólitísku mati hverju sinni, fremur en skýrri varúðarreglu. Banna strok, en leyfa það þó Um strok eldislaxa úr sjókvíum er talað sem óæskilegt og óheimilt fyrirbæri, en frumvarpið er engu að síður byggt á þeirri forsendu að strok muni eiga sér stað. Engin skýr, sjálfvirk viðurlög eru lögfest og fjárhagsleg ábyrgð rekstraraðila er veik. Áhættan er því ekki upprætt, heldur samþykkt og flutt yfir á náttúruna. Þá er ekki síður athyglisvert hvað frumvarpið gerir ekki. Fyrirhuguð friðun Eyjafjarðar og Öxarfjarðar er horfin, og engin friðunarsvæði eru lögfest. Vernd sjávarbotns og vatnshlota er ekki tryggð með skýrum ákvæðum, heldur vísað til reglugerða, ráðherravalds og eftirlits sem á að koma síðar. Slík nálgun er ekki vistkerfisnálgun – hún er frestun á ábyrgð. Þvert á yfirlýst markmið um varúð er frumvarpið í raun byggt upp þannig að það festir núverandi framleiðsluhætti í sessi þrátt fyrir endalausa áfallasögu þeirra með umhverfisslysum, eldisdýradauða, mengun og beinum skaða fyrir aðra starfsemi. Með svokölluðum laxahlut er búið til nýtt kvótakerfi, sem skapar sterkar eignarréttarkröfur. Um þetta var fjallað vel í grein eftir Völu Árnadóttur sem birtist á Vísi þann 18. janúar. Þetta gerir framtíðarbreytingar erfiðar og þjóðina skaðabótaskylda, jafnvel þótt vísindaleg þekking sýni fram á að núverandi aðferðir valdi óásættanlegum áhrifum á vistkerfi og að þjóðin vilji ekki opið sjókvíaeldi. Varúðar- og vistkerfisnálgun? Það er ekki varúðarnálgun að binda hendur komandi kynslóða. Það er ekki vistkerfisnálgun að horfa fram hjá því að vistkerfi eru flókin, samtengd og viðkvæm fyrir álagi. Og það er ekki vernd villtra laxastofna að setja reglur sem gera ráð fyrir áframhaldandi áhættu og erfðablöndun, svo lengi sem atvinnustarfsemin fær að vaxa. Frumvarpið setur því markmið fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn og náttúruna, en stendur bara við markmiðin fyrir iðnaðinn. Ef markmið frumvarpsins eiga að vera tekin alvarlega þurfa þau að endurspeglast í efnisákvæðum og halda fyrir dómstólum. Það þýðir skýra forgangsröðun þar sem vernd villtra stofna gengur framar hagsmunum norskra sjókvíaeldisfyrirtækja, sjálfvirk viðbrögð þegar áhættumörk eru brotin, lögfest friðunarsvæði, krafa um umhverfisvænni tækni eins og lokuð kerfi á landi og í sjó og raunverulega ábyrgð rekstraraðila. Aðeins þannig verða störf í þessum geira tryggð til framtíðar og aðeins þannig mun nást sátt um iðnaðinn. Annars verða markmiðin ekki annað en falleg orð á blaði, en skaðinn fyrir Ísland mjög svo raunverulegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Í markmiðsgrein nýs frumvarps um lagareldi er talað um sjálfbærni, vernd villtra nytjastofna, vistkerfa, líffræðilega fjölbreytni, varnir gegn mengun og að beita skuli vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Ef litið væri eingöngu á markmiðin mætti ætla að hér væri verið að leggja grunn að varfærnum og ábyrgum lagaramma. Raunveruleiki frumvarpsins er hins vegar annar. Þegar efnisákvæði frumvarpsins eru skoðuð í heild kemur í ljós að það þjónar í reynd aðeins hluta markmiðanna: að byggja upp lagareldi sem atvinnugrein, og skapa rekstraröryggi fyrir fyrirtæki í greininni. Hinn hlutinn – vernd villtra stofna, vistkerfa, sjávarbotns og vatnshlota – er að mestu látinn liggja á milli hluta, án skýrra, bindandi og framfylgjanlegra reglna. Sama má segja um alþjóðlegar skuldbindingar okkar sem einnig hefur ekki verið tekið tillit til. Markmiðsgreinin segir að „leitast skuli við“ að tryggja vernd vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta orðalag er ekki tilviljun. Það skapar enga skyldu, engin réttaráhrif og engin skýr viðmið sem stjórnvöld eða dómstólar geta byggt á. Í stað þess opnar það fyrir matskennda stjórnsýslu þar sem verndarsjónarmið víkja þegar þau rekast á hagsmuni uppbyggingar lagareldis. Slíkt er ekki raunverulegt markmið, enda er það ekki mælanlegt. Sama mynstur endurtekur sig í öllum lykilþáttum frumvarpsins. Áhættumat erfðablöndunar er nefnt, en ekki bundið við sjálfvirkar afleiðingar. Ef áhættan reynist óásættanleg er ekkert í lögunum sem krefst þess að starfsemi verði skert eða stöðvuð. Vernd villtra stofna verður þannig háð pólitísku mati hverju sinni, fremur en skýrri varúðarreglu. Banna strok, en leyfa það þó Um strok eldislaxa úr sjókvíum er talað sem óæskilegt og óheimilt fyrirbæri, en frumvarpið er engu að síður byggt á þeirri forsendu að strok muni eiga sér stað. Engin skýr, sjálfvirk viðurlög eru lögfest og fjárhagsleg ábyrgð rekstraraðila er veik. Áhættan er því ekki upprætt, heldur samþykkt og flutt yfir á náttúruna. Þá er ekki síður athyglisvert hvað frumvarpið gerir ekki. Fyrirhuguð friðun Eyjafjarðar og Öxarfjarðar er horfin, og engin friðunarsvæði eru lögfest. Vernd sjávarbotns og vatnshlota er ekki tryggð með skýrum ákvæðum, heldur vísað til reglugerða, ráðherravalds og eftirlits sem á að koma síðar. Slík nálgun er ekki vistkerfisnálgun – hún er frestun á ábyrgð. Þvert á yfirlýst markmið um varúð er frumvarpið í raun byggt upp þannig að það festir núverandi framleiðsluhætti í sessi þrátt fyrir endalausa áfallasögu þeirra með umhverfisslysum, eldisdýradauða, mengun og beinum skaða fyrir aðra starfsemi. Með svokölluðum laxahlut er búið til nýtt kvótakerfi, sem skapar sterkar eignarréttarkröfur. Um þetta var fjallað vel í grein eftir Völu Árnadóttur sem birtist á Vísi þann 18. janúar. Þetta gerir framtíðarbreytingar erfiðar og þjóðina skaðabótaskylda, jafnvel þótt vísindaleg þekking sýni fram á að núverandi aðferðir valdi óásættanlegum áhrifum á vistkerfi og að þjóðin vilji ekki opið sjókvíaeldi. Varúðar- og vistkerfisnálgun? Það er ekki varúðarnálgun að binda hendur komandi kynslóða. Það er ekki vistkerfisnálgun að horfa fram hjá því að vistkerfi eru flókin, samtengd og viðkvæm fyrir álagi. Og það er ekki vernd villtra laxastofna að setja reglur sem gera ráð fyrir áframhaldandi áhættu og erfðablöndun, svo lengi sem atvinnustarfsemin fær að vaxa. Frumvarpið setur því markmið fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn og náttúruna, en stendur bara við markmiðin fyrir iðnaðinn. Ef markmið frumvarpsins eiga að vera tekin alvarlega þurfa þau að endurspeglast í efnisákvæðum og halda fyrir dómstólum. Það þýðir skýra forgangsröðun þar sem vernd villtra stofna gengur framar hagsmunum norskra sjókvíaeldisfyrirtækja, sjálfvirk viðbrögð þegar áhættumörk eru brotin, lögfest friðunarsvæði, krafa um umhverfisvænni tækni eins og lokuð kerfi á landi og í sjó og raunverulega ábyrgð rekstraraðila. Aðeins þannig verða störf í þessum geira tryggð til framtíðar og aðeins þannig mun nást sátt um iðnaðinn. Annars verða markmiðin ekki annað en falleg orð á blaði, en skaðinn fyrir Ísland mjög svo raunverulegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi).
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun