Innlent

Ölvaður og á­rásar­gjarn hand­tekinn í verslunar­mið­stöð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Alls var 41 mál bókað í kerfi lögreglu á vaktinni.
Alls var 41 mál bókað í kerfi lögreglu á vaktinni. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í verslunarmiðstöð í Kópavogi í gær, eftir að tilkynnt var um að hann væri til vandræða. Reyndist viðkomandi verulega ölvaður og árásargjarn og var því vistaður í fangageymslu.

Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Önnur tilkynning barst á vaktinni um einstakling sem var að vera til vandræða, að þessu sinni í miðborginni. Samkvæmt lögreglu hélt hann áfram uppteknum hætti þegar á vettvang var komið og var því handtekinn.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni og er það mál í rannsókn.

Lögreglu barst einnig tilkynning um þjófnað í verslun í póstnúmerinu 108 og þá var tilkynnt um umferðarslys í Mosfellsbæ, þar sem ökumaður hafði misst stjórn á bifreið sinni. Ökumaðurinn var ómeiddur en bifreiðin óökufær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×