Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2026 22:56 Dagur Sigurðsson var mjög reiður eftir olnbogaskotið og sýnir hér dómurum merki um olnbogann. Getty/Sanjin Strukic Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu áttu erfitt kvöld á Evrópumótinu í handbolta þegar þeir voru rassskelltir af sterkum Svíum með átta mörkum í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Skapofsi íslenska þjálfarans var til umræðu í frétt króatíska blaðsins Vecernji. Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, var mjög reiður vegna slakrar frammistöðu króatíska landsliðsins gegn Svíþjóð en hann var einnig brjálaður út í Svíann Eric Johansson. „Hann reiddist einnig Svíunum fyrir að gefa Josip Simic olnbogaskot. Dómararnir skoðuðu atvikið og gáfu sænska leikmanninum brottvísun og Sigurðsson öskraði reiðilega á Svíann: „F*ck off, elbow“,“ skrifaði blaðamaður Vecernji en myndband af atvikinu vakti athygli í króatískum miðlum. „Svona getum við ekki spilað á móti neinum“ „Við spiluðum slakan leik. Við vorum enn inn í leiknum eftir fyrri hálfleikinn og við samþykktum í hálfleik að taka eitt skref í einu. Við töpuðum mörgum boltum og margt gerðist í seinni hálfleik, þannig að með slíkri spilamennsku er engin leið að vinna Svíþjóð í Svíþjóð,“ sagði Zvonimir Srna, besti leikmaður króatíska liðsins. Svo virðist sem vörnin hafi ekki verið í lagi hjá liðinu í kvöld. „Vörnin var ekki á réttu getustigi því við gerðum mörg tæknileg mistök og náðum því ekki að stilla upp vörninni. „Svona getum við ekki spilað á móti neinum,“ sagði Srna. „Verður hið sanna Króatía á móti Íslandi“ Hann var einnig spurður um dráttinn í aðra umferð sem er að mati blaðamanns mjög hagstæður fyrir Króatíu: „Við tjáum okkur ekki um dráttinn fyrir fram. Við lentum í svipaðri stöðu í Króatíu þegar við töpuðum fyrir Egyptalandi, svo við ætlum að rífa okkur upp aftur. Við munum örugglega ekki gefast upp andlega, við munum setjast niður og ræða málin. Þið getið verið viss um að það verður hið sanna Króatía á móti Íslandi,“ sagði Srna. „Það er erfitt að lýsa þessu svona strax eftir leikinn. Þetta vorum ekki við. Við spiluðum ekki eins og við höfðum samið um. Frá byrjun vantaði ákveðni í vörnina. Við fundum ekki taktinn okkar. Í seinni hálfleik leið mér eins og við hefðum ekki skorað mark í tíu mínútur. Palicka varði frábærlega. En við skulum reisa höfuðið. Engin uppgjöf,“ sagði Ivan Martinovic, fyrirliði liðsins. Næsti andstæðingur Króatíu er Ísland. „Hver leikur er núna eins og lítill úrslitaleikur. Engin mistök eru leyfð lengur, við þurfum að vera þéttir og hjálpa hver öðrum,“ sagði Martinovic. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Skapofsi íslenska þjálfarans var til umræðu í frétt króatíska blaðsins Vecernji. Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, var mjög reiður vegna slakrar frammistöðu króatíska landsliðsins gegn Svíþjóð en hann var einnig brjálaður út í Svíann Eric Johansson. „Hann reiddist einnig Svíunum fyrir að gefa Josip Simic olnbogaskot. Dómararnir skoðuðu atvikið og gáfu sænska leikmanninum brottvísun og Sigurðsson öskraði reiðilega á Svíann: „F*ck off, elbow“,“ skrifaði blaðamaður Vecernji en myndband af atvikinu vakti athygli í króatískum miðlum. „Svona getum við ekki spilað á móti neinum“ „Við spiluðum slakan leik. Við vorum enn inn í leiknum eftir fyrri hálfleikinn og við samþykktum í hálfleik að taka eitt skref í einu. Við töpuðum mörgum boltum og margt gerðist í seinni hálfleik, þannig að með slíkri spilamennsku er engin leið að vinna Svíþjóð í Svíþjóð,“ sagði Zvonimir Srna, besti leikmaður króatíska liðsins. Svo virðist sem vörnin hafi ekki verið í lagi hjá liðinu í kvöld. „Vörnin var ekki á réttu getustigi því við gerðum mörg tæknileg mistök og náðum því ekki að stilla upp vörninni. „Svona getum við ekki spilað á móti neinum,“ sagði Srna. „Verður hið sanna Króatía á móti Íslandi“ Hann var einnig spurður um dráttinn í aðra umferð sem er að mati blaðamanns mjög hagstæður fyrir Króatíu: „Við tjáum okkur ekki um dráttinn fyrir fram. Við lentum í svipaðri stöðu í Króatíu þegar við töpuðum fyrir Egyptalandi, svo við ætlum að rífa okkur upp aftur. Við munum örugglega ekki gefast upp andlega, við munum setjast niður og ræða málin. Þið getið verið viss um að það verður hið sanna Króatía á móti Íslandi,“ sagði Srna. „Það er erfitt að lýsa þessu svona strax eftir leikinn. Þetta vorum ekki við. Við spiluðum ekki eins og við höfðum samið um. Frá byrjun vantaði ákveðni í vörnina. Við fundum ekki taktinn okkar. Í seinni hálfleik leið mér eins og við hefðum ekki skorað mark í tíu mínútur. Palicka varði frábærlega. En við skulum reisa höfuðið. Engin uppgjöf,“ sagði Ivan Martinovic, fyrirliði liðsins. Næsti andstæðingur Króatíu er Ísland. „Hver leikur er núna eins og lítill úrslitaleikur. Engin mistök eru leyfð lengur, við þurfum að vera þéttir og hjálpa hver öðrum,“ sagði Martinovic.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira