Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar 21. janúar 2026 15:02 Landbúnaður á Grænlandi hefur um langt skeið verið lítt áberandi í umræðu um efnahag og framtíð landsins. Hann er lítill að umfangi, bundinn við afmarkað svæði og starfar við afar krefjandi náttúruskilyrðum. Samt hefur hann staðið af sér áföll og erfiðleika – ekki vegna hagkvæmni í hefðbundnum skilningi, heldur vegna meðvitaðrar samfélagslegrar ákvörðunar. Í nýlegri grein fjallar Christian Anton Smedshaug, forstjóri Agri Analyse í Noregi, um þróun og stöðu landbúnaðar á Grænlandi. Þar er dregin upp mynd af atvinnugrein sem er smá í sniðum, ósamkeppnishæf í reynd en gegnir engu að síður mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið. Landbúnaður á Grænlandi á sér tvö söguleg skeið. Hið fyrra hófst með norrænu landnámi á Suður-Grænlandi á 10. öld, þegar Íslendingar fluttu með sér búpening og landbúnaðarhefðir. Það kerfi lagðist að lokum af þegar aðstæður, loftslag og samfélagslegar forsendur breyttust. Hið síðara hófst á 20. öld með markvissri uppbyggingu sauðfjárræktar, sem í dag er burðarás grænlensks landbúnaðar. Nútíma landbúnaður á Grænlandi er nánast alfarið bundinn við Suður-Grænland, einkum svæðið í kringum Qaqortoq. Þar eru ívið bestu skilyrðin til landbúnaðar og skárri en víðast annars staðar, þó þau séu engu að síður erfið: stuttur vaxtartími, takmarkað ræktunarland, sveiflukennt veðurfar. Ofan á þetta bætist hár flutningskostnaður á aðföngum til búrekstrar. Sauðfjárstofninn hefur sveiflast töluvert í gegnum árin m.a. vegna erfiðs tíðarfars og framleiðslugetan er takmörkuð. Þrátt fyrir þetta hefur tekist að byggja upp virka virðiskeðju í kringum sauðfjárræktina, þar á meðal sláturhús og vinnslu í Narsaq. Þessi uppbygging skiptir sköpum. Án hennar væri framleiðslan ekki aðeins lítil, heldur einnig óraunhæf. Með henni er tryggt að þekking, innviðir og rekstrargeta haldist innanlands. Smedshaug leggur áherslu á að réttlæting landbúnaðar á Grænlandi sé ekki fyrst og fremst efnahagsleg. Hún byggist á víðari samfélagslegum forsendum: byggð, menningu, fæðuöryggi og sjálfstæði. Grænland verður aldrei sjálfu sér nægt í matvælum, en markmiðið er heldur ekki slíkt. Markmiðið er að viðhalda raunverulegri getu til framleiðslu innan þeirra náttúrlegu marka sem landið setur. Í þessu ljósi verður gagnlegt að skilja fæðuöryggi sem kerfisgetu fremur en áætlun. Raunverulegt fæðuöryggi felst í því að samfélög hafi starfandi innviði, mannauð og rekstrarumhverfi sem þola óvissu og áföll. Slík geta verður ekki til með yfirlýsingum einum saman, heldur með stöðugum rekstri og fyrirsjáanlegum forsendum. Staða Grænlands sýnir að þegar þessi geta tapast er hún ekki auðveldlega endurheimt. Slátrunargeta, dreifikerfi og fagleg þekking verða ekki endurbyggð á skömmum tíma í harðbýlu landi. Þess vegna er viðhald jafnvel lítillar framleiðslu samfélagslega mikilvægara en tölulegur samanburður við hagkvæmari kerfi annars staðar. Grænlenska dæmið minnir okkur þannig á að spurningin er ekki hvort landbúnaður á jaðarsvæðum standist þröng viðmið hagkvæmni í hagfræðilegum skilningi. Spurningin er hvort samfélög sem búa við viðkvæmar aðstæður hafi efni á að láta getu sína til matvælaframleiðslu hverfa. Fæðuöryggi verður til í rekstri, í innviðum og í þeirri meðvituðu ákvörðun að halda kerfum gangandi – jafnvel þegar þau líta ekki út fyrir að vera hagkvæm samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum. Þegar þessi geta hverfur verður hún ekki endurheimt með áætlunum. Skaðinn er raunverulegur. Höfundur er hagfræðingur og formaður Íslandsdeildar Circumpolar Agricultural Association. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Einn situr Geir Bakþankar Gera þarf betur Auðunn Arnórsson Fastir pennar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Glósur úr ferð til Brussel Magnús Halldórsson Fastir pennar Skattskrár og ofurlaun Fastir pennar Aldraðir á Landspítala Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Landbúnaður á Grænlandi hefur um langt skeið verið lítt áberandi í umræðu um efnahag og framtíð landsins. Hann er lítill að umfangi, bundinn við afmarkað svæði og starfar við afar krefjandi náttúruskilyrðum. Samt hefur hann staðið af sér áföll og erfiðleika – ekki vegna hagkvæmni í hefðbundnum skilningi, heldur vegna meðvitaðrar samfélagslegrar ákvörðunar. Í nýlegri grein fjallar Christian Anton Smedshaug, forstjóri Agri Analyse í Noregi, um þróun og stöðu landbúnaðar á Grænlandi. Þar er dregin upp mynd af atvinnugrein sem er smá í sniðum, ósamkeppnishæf í reynd en gegnir engu að síður mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið. Landbúnaður á Grænlandi á sér tvö söguleg skeið. Hið fyrra hófst með norrænu landnámi á Suður-Grænlandi á 10. öld, þegar Íslendingar fluttu með sér búpening og landbúnaðarhefðir. Það kerfi lagðist að lokum af þegar aðstæður, loftslag og samfélagslegar forsendur breyttust. Hið síðara hófst á 20. öld með markvissri uppbyggingu sauðfjárræktar, sem í dag er burðarás grænlensks landbúnaðar. Nútíma landbúnaður á Grænlandi er nánast alfarið bundinn við Suður-Grænland, einkum svæðið í kringum Qaqortoq. Þar eru ívið bestu skilyrðin til landbúnaðar og skárri en víðast annars staðar, þó þau séu engu að síður erfið: stuttur vaxtartími, takmarkað ræktunarland, sveiflukennt veðurfar. Ofan á þetta bætist hár flutningskostnaður á aðföngum til búrekstrar. Sauðfjárstofninn hefur sveiflast töluvert í gegnum árin m.a. vegna erfiðs tíðarfars og framleiðslugetan er takmörkuð. Þrátt fyrir þetta hefur tekist að byggja upp virka virðiskeðju í kringum sauðfjárræktina, þar á meðal sláturhús og vinnslu í Narsaq. Þessi uppbygging skiptir sköpum. Án hennar væri framleiðslan ekki aðeins lítil, heldur einnig óraunhæf. Með henni er tryggt að þekking, innviðir og rekstrargeta haldist innanlands. Smedshaug leggur áherslu á að réttlæting landbúnaðar á Grænlandi sé ekki fyrst og fremst efnahagsleg. Hún byggist á víðari samfélagslegum forsendum: byggð, menningu, fæðuöryggi og sjálfstæði. Grænland verður aldrei sjálfu sér nægt í matvælum, en markmiðið er heldur ekki slíkt. Markmiðið er að viðhalda raunverulegri getu til framleiðslu innan þeirra náttúrlegu marka sem landið setur. Í þessu ljósi verður gagnlegt að skilja fæðuöryggi sem kerfisgetu fremur en áætlun. Raunverulegt fæðuöryggi felst í því að samfélög hafi starfandi innviði, mannauð og rekstrarumhverfi sem þola óvissu og áföll. Slík geta verður ekki til með yfirlýsingum einum saman, heldur með stöðugum rekstri og fyrirsjáanlegum forsendum. Staða Grænlands sýnir að þegar þessi geta tapast er hún ekki auðveldlega endurheimt. Slátrunargeta, dreifikerfi og fagleg þekking verða ekki endurbyggð á skömmum tíma í harðbýlu landi. Þess vegna er viðhald jafnvel lítillar framleiðslu samfélagslega mikilvægara en tölulegur samanburður við hagkvæmari kerfi annars staðar. Grænlenska dæmið minnir okkur þannig á að spurningin er ekki hvort landbúnaður á jaðarsvæðum standist þröng viðmið hagkvæmni í hagfræðilegum skilningi. Spurningin er hvort samfélög sem búa við viðkvæmar aðstæður hafi efni á að láta getu sína til matvælaframleiðslu hverfa. Fæðuöryggi verður til í rekstri, í innviðum og í þeirri meðvituðu ákvörðun að halda kerfum gangandi – jafnvel þegar þau líta ekki út fyrir að vera hagkvæm samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum. Þegar þessi geta hverfur verður hún ekki endurheimt með áætlunum. Skaðinn er raunverulegur. Höfundur er hagfræðingur og formaður Íslandsdeildar Circumpolar Agricultural Association.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar