Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar 21. janúar 2026 12:45 Mikil gerjun er í leikskólamálum hér á landi og almenn hreyfing er í þá átt að mikilvægt sé að brúa umönnunarbilið frá lokum fæðingarorlofs. Þetta gerum við með því að fjölga leikskólakennurum og öðru fagmenntuðu og ófaglærðu en atorkusömu starfsfólki leikskóla, en einnig með því að bæta húsnæðiskost eldri leikskóla og halda áfram vinnu við að bæta starfskjör og starfsaðstæður. Samhliða þessu fjölgum við leikskólaplássum í borginni til að geta boðið yngri börnum að hefja sína skólagöngu. Það markar jákvæð tímamót að nú hyllir undir að lagður verði nýr grunnur að þéttara samstarfi ríkis, borgarinnar og annarra sveitarfélaga. Þar verður unnið að verkaskiptingu og sameiginlegri fjármögnun þessara aðila á málaflokknum, í tengslum við tillögur aðgerðahóps forsætisráðuneytisins um lögfestingu leikskólastigsins og sömuleiðis um lögfestan rétt barna til leikskólavistar. Betri fjármögnun leikskóla Með upptöku nýs fjárhagslíkans leikskóla á síðasta ári fóru 1,7 milljarðar króna til viðbótar í leikskóla borgarinnar og eru þeir þá fullfjármagnaðir eftir hallarekstur árin á undan. Nýja fjármagnið rann m.a. til þess að efla snemmtækan stuðning við börn sem á þurfa að halda í leikskólum, auka framlag til barna með annað móðurmál en íslensku, hækka fjárveitingar í stjórnun leikskóla o.s.frv. Systkinaforgangur Ég hef lengi talað fyrir því að við eigum að taka upp systkinaforgang í leikskólum borgarinnar svo systkini geti verið á sama leikskóla. Það eru augljós rök fyrir því að við léttum undir með barnmörgum fjölskyldum með því að yngri systkini geti innritast í sama leikskóla og eldra systkini á haustin. Ég geri mér vonir um að samstaða verði um þetta meðal borgarfulltrúa þvert á flokka og að tillaga þar um verði samþykkt á næstu vikum. Hreystileikskólar Varðandi nýjungar þá hefur borgarráð samþykkt tillögu mína um að hefja undirbúning að nýjum valkosti í leikskólakerfinu, hreystileikskólum, sem ætlað er að efla heilbrigði, útiveru og seiglu leikskólabarna í samvinnu leikskóla og íþróttafélaga. Þar gefst tækifæri til að nýta betur íþróttamannvirki í hverfum borgarinnar í þágu yngstu kynslóðarinnar og styrkja einn af grunnþáttum menntastefnu borgarinnar, sem lýtur að líkamlegu og andlegu heilbrigði barna. Markviss leikskólauppbygging Uppbygging nýrra leikskóla hefur gengið skv. áætlun og gott betur undanfarin ár, með opnun 7 nýrra leikskóla og um 1200 nýjum leikskólaplássum frá 2018. Í undirbúningi eru 1800 ný pláss á næstu 6 árum með nýjum leikskólum, stækkun starfandi leikskóla, fjölgun ungbarnadeilda og fjölgun plássa hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Slík uppbygging felur jafnframt í sér umbætur í starfsumhverfi leikskóla því með nýju húsnæði gefst oft tækifæri til að taka úr notkun annað lakara húsnæði sem komið er til ára sinna. Það er jákvætt að mönnun hefur gengið betur undanfarin misseri, byrjað er að taka á móti 16 mánaða börnum í leikskóla og á þessu ári munu bætast við um 370 ný leikskólapláss og 150 til viðbótar opna á ný í eldri leikskólum eftir framkvæmdir. Bættar starfsaðstæður Verið er að leggja lokahönd á tillögur spretthóps borgarinnar um að bæta starfsaðstæður í leikskólum með það að markmiði að minnka álag, draga úr fáliðunaraðgerðum og bæta mönnun. Tillögunum er ekki síst ætlað að létta undir með foreldrum, leikskólastjórnendum og starfsfólki. Mikilvæg tillaga í því efni felst í að ráða sérstaka umsjónarmenn húsnæðis í leikskólum, sem hafi umsjón og eftirlit með húsnæðisþættinum, minniháttar viðhaldi og annist einnig samskipti við framkvæmdasvið borgarinnar þegar kemur að meiriháttar viðhaldi og endurbótum. Með því sparast mikill tími hjá leikskólastjórnendum sem geta þá betur haldið utan um starfsmannahópinn og skólastarfið sjálft. Þessum tillögum er þannig ætlað að hafa jákvæð áhrif á leikskólastarfið í borginni rétt eins og aðgerðir um bættar starfsaðstæður gerðu árið 2018. Þar var fjárfest í fagstarfi leikskóla með mikilvægum aðgerðum á borð við fjölgun undirbúningstíma, fjölgun starfsfólks, fækkun barna á deildum um 7%, auknu fjármagni í námsstyrki, faglegt starf og liðsheildarvinnu o.m.fl. Alls runnu um 4 milljarðar af nýju fjármagni í leikskólana með þessum aðgerðum. Með þeim mikilvægu aðgerðum sem framundan eru í mönnunarmálum og samstarfi ríkis og sveitarfélaga um brúun umönnunarbilsins hyllir sannarlega undir bjartari tíð í leikskólamálum borgarinnar og um land allt. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í 2. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Mikil gerjun er í leikskólamálum hér á landi og almenn hreyfing er í þá átt að mikilvægt sé að brúa umönnunarbilið frá lokum fæðingarorlofs. Þetta gerum við með því að fjölga leikskólakennurum og öðru fagmenntuðu og ófaglærðu en atorkusömu starfsfólki leikskóla, en einnig með því að bæta húsnæðiskost eldri leikskóla og halda áfram vinnu við að bæta starfskjör og starfsaðstæður. Samhliða þessu fjölgum við leikskólaplássum í borginni til að geta boðið yngri börnum að hefja sína skólagöngu. Það markar jákvæð tímamót að nú hyllir undir að lagður verði nýr grunnur að þéttara samstarfi ríkis, borgarinnar og annarra sveitarfélaga. Þar verður unnið að verkaskiptingu og sameiginlegri fjármögnun þessara aðila á málaflokknum, í tengslum við tillögur aðgerðahóps forsætisráðuneytisins um lögfestingu leikskólastigsins og sömuleiðis um lögfestan rétt barna til leikskólavistar. Betri fjármögnun leikskóla Með upptöku nýs fjárhagslíkans leikskóla á síðasta ári fóru 1,7 milljarðar króna til viðbótar í leikskóla borgarinnar og eru þeir þá fullfjármagnaðir eftir hallarekstur árin á undan. Nýja fjármagnið rann m.a. til þess að efla snemmtækan stuðning við börn sem á þurfa að halda í leikskólum, auka framlag til barna með annað móðurmál en íslensku, hækka fjárveitingar í stjórnun leikskóla o.s.frv. Systkinaforgangur Ég hef lengi talað fyrir því að við eigum að taka upp systkinaforgang í leikskólum borgarinnar svo systkini geti verið á sama leikskóla. Það eru augljós rök fyrir því að við léttum undir með barnmörgum fjölskyldum með því að yngri systkini geti innritast í sama leikskóla og eldra systkini á haustin. Ég geri mér vonir um að samstaða verði um þetta meðal borgarfulltrúa þvert á flokka og að tillaga þar um verði samþykkt á næstu vikum. Hreystileikskólar Varðandi nýjungar þá hefur borgarráð samþykkt tillögu mína um að hefja undirbúning að nýjum valkosti í leikskólakerfinu, hreystileikskólum, sem ætlað er að efla heilbrigði, útiveru og seiglu leikskólabarna í samvinnu leikskóla og íþróttafélaga. Þar gefst tækifæri til að nýta betur íþróttamannvirki í hverfum borgarinnar í þágu yngstu kynslóðarinnar og styrkja einn af grunnþáttum menntastefnu borgarinnar, sem lýtur að líkamlegu og andlegu heilbrigði barna. Markviss leikskólauppbygging Uppbygging nýrra leikskóla hefur gengið skv. áætlun og gott betur undanfarin ár, með opnun 7 nýrra leikskóla og um 1200 nýjum leikskólaplássum frá 2018. Í undirbúningi eru 1800 ný pláss á næstu 6 árum með nýjum leikskólum, stækkun starfandi leikskóla, fjölgun ungbarnadeilda og fjölgun plássa hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Slík uppbygging felur jafnframt í sér umbætur í starfsumhverfi leikskóla því með nýju húsnæði gefst oft tækifæri til að taka úr notkun annað lakara húsnæði sem komið er til ára sinna. Það er jákvætt að mönnun hefur gengið betur undanfarin misseri, byrjað er að taka á móti 16 mánaða börnum í leikskóla og á þessu ári munu bætast við um 370 ný leikskólapláss og 150 til viðbótar opna á ný í eldri leikskólum eftir framkvæmdir. Bættar starfsaðstæður Verið er að leggja lokahönd á tillögur spretthóps borgarinnar um að bæta starfsaðstæður í leikskólum með það að markmiði að minnka álag, draga úr fáliðunaraðgerðum og bæta mönnun. Tillögunum er ekki síst ætlað að létta undir með foreldrum, leikskólastjórnendum og starfsfólki. Mikilvæg tillaga í því efni felst í að ráða sérstaka umsjónarmenn húsnæðis í leikskólum, sem hafi umsjón og eftirlit með húsnæðisþættinum, minniháttar viðhaldi og annist einnig samskipti við framkvæmdasvið borgarinnar þegar kemur að meiriháttar viðhaldi og endurbótum. Með því sparast mikill tími hjá leikskólastjórnendum sem geta þá betur haldið utan um starfsmannahópinn og skólastarfið sjálft. Þessum tillögum er þannig ætlað að hafa jákvæð áhrif á leikskólastarfið í borginni rétt eins og aðgerðir um bættar starfsaðstæður gerðu árið 2018. Þar var fjárfest í fagstarfi leikskóla með mikilvægum aðgerðum á borð við fjölgun undirbúningstíma, fjölgun starfsfólks, fækkun barna á deildum um 7%, auknu fjármagni í námsstyrki, faglegt starf og liðsheildarvinnu o.m.fl. Alls runnu um 4 milljarðar af nýju fjármagni í leikskólana með þessum aðgerðum. Með þeim mikilvægu aðgerðum sem framundan eru í mönnunarmálum og samstarfi ríkis og sveitarfélaga um brúun umönnunarbilsins hyllir sannarlega undir bjartari tíð í leikskólamálum borgarinnar og um land allt. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í 2. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun