Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar 21. janúar 2026 10:57 Ég man eftir einni stund þegar ég var ungur nemandi í framhaldsskóla þegar ég las á forsíðu dagblaðs fyrirsögn sem var á þá leið að mannkynið myndi deyja út. Þá var umræðan um alnæmi að komast í hámæli. Mér stóð ekki á sama og framtíðin varð skyndilega frekar dökk. Það eru fjórir áratugir síðan en ég man enn hvar ég var þegar ég las þessa fyrirsögn. Orð móta ekki aðeins umræðu heldur einnig upplifun fólks af framtíðinni. Það á sérstaklega við þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Þar fylgir orðum raunveruleg ábyrgð, ekki síst gagnvart börnum og ungmennum sem móta viðhorf sín út frá því hvernig samfélagið talar um áskoranir samtímans. Loftslagskvíði meðal ungs fólks er vaxandi vandamál og það er ekki tilviljun. Skautun hjálpar ekki Loftslagsumræðan í dag einkennist of mikið af skautun. Annars vegar eru skilaboð sem draga upp mynd af framtíð sem nánast er vonlaus og óhjákvæmileg. Hins vegar birtist umræðan oft í þeirri mynd að dregið sé úr alvarleika loftslagsvandans, efast um vísindalegan grundvöll hans eða gefið í skyn að vandinn sé ekki til eða stórlega ýktur. Hvorug þessara nálgana er ábyrg. Loftslagsvandinn verður hvorki leystur með ótta né afneitun. Þegar góð ábending fer út af sporinu Í umræðunni er gjarnan varað við því að börn og ungmenni alist upp við ótta við framtíðina. Sú ábending á rétt á sér. Óábyrg og einhliða umfjöllun getur aukið kvíða. Vandi skapast hins vegar þegar lausnin hefur það að markmiði að draga úr alvarleika loftslagsvandans sjálfs. Sú nálgun stenst hvorki sálfræðilega né vísindalega. Loftslagskvíði er skiljanlegt viðbragð Loftslagskvíði er ekki merki um veikleika heldur skiljanlegt viðbragð við upplifun af langvinnri og flókinni ógn. Fræðimenn greina á milli ólíkra birtingarmynda loftslagskvíða, meðal annars upplýsingakvíða þegar fólk verður fyrir stöðugum straumi ógnarfrétta án nægilegs samhengis, vanmáttarkvíða þegar vandinn virðist raunverulegur en lausnir óljósar, og ábyrgðarkvíða þegar einstaklingar, oft ungmenni, upplifa að byrðin sé lögð á þeirra herðar. Vanmáttur eykst þegar samhengið vantar Rannsóknir sýna að kvíði eykst einkum þegar fólk upplifir skort á stjórn og sér framtíðina sem óljósa og ófyrirsjáanlega. Kvíði minnkar aftur á móti þegar sýndar eru raunhæfar leiðir til að bregðast við. Endurteknar fréttir af hamförum og hitametum, án samhengis eða umræðu um lausnir, geta aukið vanmáttartilfinningu. En hið sama á við þegar dregið er úr alvarleika vandans: það veitir ekki öryggi, heldur skapar óvissu og vantraust. Þegar vísindalegt samhengi er skilið eftir Hér liggur veikleiki þeirrar umræðu sem reglulega birtist í loftslagsdeilunni. Í stað þess að setja umræðuna í skýrt samhengi með vísan í viðurkennda vísindalega þekkingu er oft dregið úr vægi heildarsamantekta vísindasamfélagsins, til dæmis með því að gera lítið úr niðurstöðum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Jafnframt eru einstakar rannsóknir eða tölur dregnar fram án þess að þær séu settar í heildarsamhengi, til dæmis varðandi hafstrauma, losunarbókhald eða stöðu Íslands, þrátt fyrir að losun á mann hér á landi sé meðal þeirrar hæstu í heiminum. Þá er einnig algengt að gefið sé í skyn að vísindasamfélagið „vilji ekki birta niðurstöður“, „haldi aftur af góðum lausnum“ og „útiloki vísindamenn“, án haldbærra raka. Ábyrg miðlun dregur úr kvíða Einföld og áhrifarík leið til að draga úr loftslagskvíða er að breyta því hvernig við miðlum upplýsingum. Í stað þess að tala um loftslagsbreytingar með orðalagi sem gefur til kynna að tíminn sé nánast runninn út, ættum við að sýna hvar aðgerðir eru þegar að skila árangri – til dæmis hvernig tekist hefur að fá fólk til að kaupa frekar rafmagnsbíl en bíla sem aka á jarðefnaeldsneyti. Einnig hvernig við erum farin að nota lífrænan úrgang til að framleiða metangas sem t.d. er notað á strætisvagna og sorpbíla. Þegar fólk sér að breytingar eru mögulegar, eykst tilfinning um stjórn og kvíði minnkar. Ábyrg umfjöllun skapar traust Fagleg umfjöllun um loftslagsmál snýst hvorki um að magna upp ótta né um að gera lítið úr vandanum. Hún snýst um að útskýra raunverulegt umfang áskorunarinnar á skýran hátt, byggja á traustri þekkingu og sýna að til staðar eru raunhæfar leiðir til að bregðast við. Ótti minnkar ekki með afneitun heldur með þekkingu, samhengi og trausti. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar fylgir orðum ábyrgð. Sú ábyrgð hvílir á okkur öllum. Við verðum því að vanda okkur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Eðvarðsson Loftslagsmál Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég man eftir einni stund þegar ég var ungur nemandi í framhaldsskóla þegar ég las á forsíðu dagblaðs fyrirsögn sem var á þá leið að mannkynið myndi deyja út. Þá var umræðan um alnæmi að komast í hámæli. Mér stóð ekki á sama og framtíðin varð skyndilega frekar dökk. Það eru fjórir áratugir síðan en ég man enn hvar ég var þegar ég las þessa fyrirsögn. Orð móta ekki aðeins umræðu heldur einnig upplifun fólks af framtíðinni. Það á sérstaklega við þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Þar fylgir orðum raunveruleg ábyrgð, ekki síst gagnvart börnum og ungmennum sem móta viðhorf sín út frá því hvernig samfélagið talar um áskoranir samtímans. Loftslagskvíði meðal ungs fólks er vaxandi vandamál og það er ekki tilviljun. Skautun hjálpar ekki Loftslagsumræðan í dag einkennist of mikið af skautun. Annars vegar eru skilaboð sem draga upp mynd af framtíð sem nánast er vonlaus og óhjákvæmileg. Hins vegar birtist umræðan oft í þeirri mynd að dregið sé úr alvarleika loftslagsvandans, efast um vísindalegan grundvöll hans eða gefið í skyn að vandinn sé ekki til eða stórlega ýktur. Hvorug þessara nálgana er ábyrg. Loftslagsvandinn verður hvorki leystur með ótta né afneitun. Þegar góð ábending fer út af sporinu Í umræðunni er gjarnan varað við því að börn og ungmenni alist upp við ótta við framtíðina. Sú ábending á rétt á sér. Óábyrg og einhliða umfjöllun getur aukið kvíða. Vandi skapast hins vegar þegar lausnin hefur það að markmiði að draga úr alvarleika loftslagsvandans sjálfs. Sú nálgun stenst hvorki sálfræðilega né vísindalega. Loftslagskvíði er skiljanlegt viðbragð Loftslagskvíði er ekki merki um veikleika heldur skiljanlegt viðbragð við upplifun af langvinnri og flókinni ógn. Fræðimenn greina á milli ólíkra birtingarmynda loftslagskvíða, meðal annars upplýsingakvíða þegar fólk verður fyrir stöðugum straumi ógnarfrétta án nægilegs samhengis, vanmáttarkvíða þegar vandinn virðist raunverulegur en lausnir óljósar, og ábyrgðarkvíða þegar einstaklingar, oft ungmenni, upplifa að byrðin sé lögð á þeirra herðar. Vanmáttur eykst þegar samhengið vantar Rannsóknir sýna að kvíði eykst einkum þegar fólk upplifir skort á stjórn og sér framtíðina sem óljósa og ófyrirsjáanlega. Kvíði minnkar aftur á móti þegar sýndar eru raunhæfar leiðir til að bregðast við. Endurteknar fréttir af hamförum og hitametum, án samhengis eða umræðu um lausnir, geta aukið vanmáttartilfinningu. En hið sama á við þegar dregið er úr alvarleika vandans: það veitir ekki öryggi, heldur skapar óvissu og vantraust. Þegar vísindalegt samhengi er skilið eftir Hér liggur veikleiki þeirrar umræðu sem reglulega birtist í loftslagsdeilunni. Í stað þess að setja umræðuna í skýrt samhengi með vísan í viðurkennda vísindalega þekkingu er oft dregið úr vægi heildarsamantekta vísindasamfélagsins, til dæmis með því að gera lítið úr niðurstöðum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Jafnframt eru einstakar rannsóknir eða tölur dregnar fram án þess að þær séu settar í heildarsamhengi, til dæmis varðandi hafstrauma, losunarbókhald eða stöðu Íslands, þrátt fyrir að losun á mann hér á landi sé meðal þeirrar hæstu í heiminum. Þá er einnig algengt að gefið sé í skyn að vísindasamfélagið „vilji ekki birta niðurstöður“, „haldi aftur af góðum lausnum“ og „útiloki vísindamenn“, án haldbærra raka. Ábyrg miðlun dregur úr kvíða Einföld og áhrifarík leið til að draga úr loftslagskvíða er að breyta því hvernig við miðlum upplýsingum. Í stað þess að tala um loftslagsbreytingar með orðalagi sem gefur til kynna að tíminn sé nánast runninn út, ættum við að sýna hvar aðgerðir eru þegar að skila árangri – til dæmis hvernig tekist hefur að fá fólk til að kaupa frekar rafmagnsbíl en bíla sem aka á jarðefnaeldsneyti. Einnig hvernig við erum farin að nota lífrænan úrgang til að framleiða metangas sem t.d. er notað á strætisvagna og sorpbíla. Þegar fólk sér að breytingar eru mögulegar, eykst tilfinning um stjórn og kvíði minnkar. Ábyrg umfjöllun skapar traust Fagleg umfjöllun um loftslagsmál snýst hvorki um að magna upp ótta né um að gera lítið úr vandanum. Hún snýst um að útskýra raunverulegt umfang áskorunarinnar á skýran hátt, byggja á traustri þekkingu og sýna að til staðar eru raunhæfar leiðir til að bregðast við. Ótti minnkar ekki með afneitun heldur með þekkingu, samhengi og trausti. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar fylgir orðum ábyrgð. Sú ábyrgð hvílir á okkur öllum. Við verðum því að vanda okkur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun