Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa 21. janúar 2026 10:03 Áfengi hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Maðurinn fann upp á bruggi áður en hann fann upp stafrófið. Náttúran gefur af sér etanól þegar sykur gerjast og því hefur þetta virka hugbreytandi efni líklega fylgt okkur frá upphafi. Síðustu ár hefur áfengi orðið viðteknari partur af tilverunni. Alls staðar rekst maður á áfengi. Á kaffihúsum er minnt á „Happy Hour“, haldin eru kampavínshlaup, það er hægt að baða sig í bjór og í flestum samkomum er boðið upp á einhverskonar áfenga drykki. Þegar þú ferð á milli landa er meirihluti fríhafnarinnar lagður undir áfenga drykki. Skilaboðin virðast alltaf vera þau sömu. “Fáðu þér einn!” Líklega hefur aldrei verið jafn auðvelt að nálgast áfengi og nú - engu líkara en það sé fæðingarréttur sumra að selja áfengi í einkasölu gegnum vefmiðla án tilskilinna leyfa. Mjöður þessi getur vissulega yljað brjóstið til skamms tíma. Afar skamms tíma. Það sem minna er rætt um er hve skaðlegur hann er fyrir líkama og huga, en tengsl þessi hafa aldrei verið jafn vel rannsökuð og nú. Við teljum því löngu tímabært að ræða málið af hreinskilni, þekkingu og ábyrgð. Áfengisneysla er nefnilega ekki lengur einkamál einstaklingsins. Hún hefur áhrif á heila, hjarta, geðheilsu, fjölskyldu og allt samfélagið. Ungur heili hefur ómótaðar taugatengingar og er því sérstaklega viðkvæmur fyrir áhrifum áfengis, á meðan eldri borgarar bregðast öðruvísi við vegna breytinga á líkamsstarfsemi og lyfjanotkun. Nú vitum við að áfengi er orsakaþáttur í 200 sjúkdómum og áverkum. Það veldur álíka mörgum dauðsföllum ár hvert og kórónuveirufaraldurinn á sínum tíma. Þrátt fyrir þessar staðreyndir finna margir enn fyrir samfélagslegum þrýstingi á að „fá sér einn“. Það otar enginn lengur að þér sígarettu, en annað gildir um áfengi þrátt fyrir að það sé skaðlegra fyrir sjálfan neytandann og allt samfélagið í samanburði við reykingar. Vestanhafs greina menn minnkandi áhuga á áfengi, ekki síst meðal ungs fólks. Þá hefur komist í tísku að “djamma” fyrri part dags á kaffibörum án áfengis áður en haldið er til vinnu og einn vinsælasti bjórinn er áfengislaus. Talið er að unga fólkið sé að vakna til vitundar um að vernda heilann og heilsuna. Í tilefni af Læknadögum þar sem áfengi er í brennidepli býður Læknafélag Íslands upp á málþingið “Skál fyrir betri heilsu” 21. janúar 2026 kl. 20–22 í Silfurbergi í Hörpu og er aðgangur ókeypis. Þar koma saman læknar, fræðimenn og hugsuðir til að varpa ljósi á hvernig áfengi mótar líf okkar, heilsu og samfélag — allt frá æsku til efri ára. Á málþinginu spyrjum við spurninga sem snerta okkur öll: Er einn drykkur góður fyrir hjartað? Hvernig verður áfengi sjálfsagður hluti af tilverunni? Hvenær breytist notkun í fíkn? Og hvað með ömmu og afa — er „tár í tána“ skaðlaust á efri árum? Og er lífið glatað án áfengis? Málþingið er opið öllum. Hvort sem þú drekkur, hefur drukkið eða velur að sleppa, þá snertir þetta okkur öll. Nú er tími til að skála — ekki fyrir fleiri glösum, heldur fyrir betri heilsu. Verið velkomin í Hörpu. Höfundar eru læknar hjá SÁÁ með augastað á lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Stórþingskosningar í Noregi Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Áfengi hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Maðurinn fann upp á bruggi áður en hann fann upp stafrófið. Náttúran gefur af sér etanól þegar sykur gerjast og því hefur þetta virka hugbreytandi efni líklega fylgt okkur frá upphafi. Síðustu ár hefur áfengi orðið viðteknari partur af tilverunni. Alls staðar rekst maður á áfengi. Á kaffihúsum er minnt á „Happy Hour“, haldin eru kampavínshlaup, það er hægt að baða sig í bjór og í flestum samkomum er boðið upp á einhverskonar áfenga drykki. Þegar þú ferð á milli landa er meirihluti fríhafnarinnar lagður undir áfenga drykki. Skilaboðin virðast alltaf vera þau sömu. “Fáðu þér einn!” Líklega hefur aldrei verið jafn auðvelt að nálgast áfengi og nú - engu líkara en það sé fæðingarréttur sumra að selja áfengi í einkasölu gegnum vefmiðla án tilskilinna leyfa. Mjöður þessi getur vissulega yljað brjóstið til skamms tíma. Afar skamms tíma. Það sem minna er rætt um er hve skaðlegur hann er fyrir líkama og huga, en tengsl þessi hafa aldrei verið jafn vel rannsökuð og nú. Við teljum því löngu tímabært að ræða málið af hreinskilni, þekkingu og ábyrgð. Áfengisneysla er nefnilega ekki lengur einkamál einstaklingsins. Hún hefur áhrif á heila, hjarta, geðheilsu, fjölskyldu og allt samfélagið. Ungur heili hefur ómótaðar taugatengingar og er því sérstaklega viðkvæmur fyrir áhrifum áfengis, á meðan eldri borgarar bregðast öðruvísi við vegna breytinga á líkamsstarfsemi og lyfjanotkun. Nú vitum við að áfengi er orsakaþáttur í 200 sjúkdómum og áverkum. Það veldur álíka mörgum dauðsföllum ár hvert og kórónuveirufaraldurinn á sínum tíma. Þrátt fyrir þessar staðreyndir finna margir enn fyrir samfélagslegum þrýstingi á að „fá sér einn“. Það otar enginn lengur að þér sígarettu, en annað gildir um áfengi þrátt fyrir að það sé skaðlegra fyrir sjálfan neytandann og allt samfélagið í samanburði við reykingar. Vestanhafs greina menn minnkandi áhuga á áfengi, ekki síst meðal ungs fólks. Þá hefur komist í tísku að “djamma” fyrri part dags á kaffibörum án áfengis áður en haldið er til vinnu og einn vinsælasti bjórinn er áfengislaus. Talið er að unga fólkið sé að vakna til vitundar um að vernda heilann og heilsuna. Í tilefni af Læknadögum þar sem áfengi er í brennidepli býður Læknafélag Íslands upp á málþingið “Skál fyrir betri heilsu” 21. janúar 2026 kl. 20–22 í Silfurbergi í Hörpu og er aðgangur ókeypis. Þar koma saman læknar, fræðimenn og hugsuðir til að varpa ljósi á hvernig áfengi mótar líf okkar, heilsu og samfélag — allt frá æsku til efri ára. Á málþinginu spyrjum við spurninga sem snerta okkur öll: Er einn drykkur góður fyrir hjartað? Hvernig verður áfengi sjálfsagður hluti af tilverunni? Hvenær breytist notkun í fíkn? Og hvað með ömmu og afa — er „tár í tána“ skaðlaust á efri árum? Og er lífið glatað án áfengis? Málþingið er opið öllum. Hvort sem þú drekkur, hefur drukkið eða velur að sleppa, þá snertir þetta okkur öll. Nú er tími til að skála — ekki fyrir fleiri glösum, heldur fyrir betri heilsu. Verið velkomin í Hörpu. Höfundar eru læknar hjá SÁÁ með augastað á lýðheilsu.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar