Handbolti

Töl­fræðin á móti Ung­verjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik á móti Ungverjum ekki síst í seinni hálfleiknum þar sem hann hélt íslenska liðinu inn í leiknum.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik á móti Ungverjum ekki síst í seinni hálfleiknum þar sem hann hélt íslenska liðinu inn í leiknum. EPA/Johan Nilsson

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Ungverjalandi, 24-23, í afar spennandi og löngum lokaleik sínum í riðlakeppninni á Evrópumótinu í handbolta 2026.

Íslenska liðið þurfti á stórleik að halda frá markverðinum Viktori Gísla Hallgrímssyni og hann brást ekki í fyrsta leiknum þar sem sóknarleikurinn virkaði einhæfur og bitlítill.

Sóknarleikurinn var lengi í gang og mikið um tapaða bolta í byrjun leiks, eða fjórir á fyrstu sex mínútum leiksins. Þetta var eitthvað allt annað en við höfum séð hingað til í mótinu.

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór algjörlega á kostum á kafla í fyrri hálfleik og kom að sjö af fyrstu tólf mörkum liðsins með marki (4) eða stoðsendingu (3). Gísli réðst á vörnina við hvert tækifæri og hélt sókninni uppi í þessum leik.

Ómar Ingi Magnússon nýtti vissulega vítaskotin sín en tók bara eitt skot utan af velli í fyrri hálfleiknum og virkaði hikandi í sínum aðgerðum. Þetta lenti því mikið á Gísla sem auk sjö marka og þriggja stoðsendinga fiskaði fjögur víti með árásum sínum.

Viktor Gísli var síðan stórkostlegur í seinni hálfleiknum og hélt okkur inni í leiknum með því að halda markinu hreinu í átta mínútur á meðan ekkert gekk í sóknarleiknum og Ungverjar hefðu auðveldlega getað náð góðu forskoti. Viktor endaði alls með 24 skot varin og eina bestu frammistöðu íslensks markvarðar í svona stórum leik á stórmóti.

Einar Þorsteinn Ólafsson átti líka magnaða innkomu í vörnina þegar Ýmir Gíslason fékk rauða spjaldið og náði sex stoppum og tveimur vörðum skotum. Ekki slæmt að fá þessa innkomu frá þessum frábæra varnarmanni.

  • - Íslensku landsliðsmennirnir á móti Ungverjalandi á EM 2026-
  • Hver skoraði mest:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 7
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 4/3
  • 3. Óðinn Þór Ríkharðsson 3
  • 3. Orri Freyr Þorkelsson 3/2
  • 5. Janus Daði Smárason 2
  • 5. Viggó Kristjánsson 2/2
  • -
  • Markahæstir í fyrri hálfleik:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 3/3
  • 3. Óðinn Þór Ríkharðsson 2
  • 3. Janus Daði Smárason 2
  • -
  • Markahæstir í seinni hálfeik:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
  • 1. Orri Freyr Þorkelsson 3/2
  • 2. Viggó Kristjánsson 2/2
  • -
  • Hver varði flest skot:
  • 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 24/1 (52%)
  • 2. Björgvin Páll Gústavsson 0 (0%)
  • -
  • Hver spilaði mest í leiknum:
  • 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 56:33
  • 2. Óðinn Þór Ríkharðsson 54:37
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 54:21
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 47:54
  • 5. Janus Daði Smárason 47:26
  • -
  • Hver skaut oftast á markið:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 10
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 7/4
  • 3. Orri Freyr Þorkelsson 5/2
  • 4. Janus Daði Smárason 4
  • 4. Bjarki Már Elísson 4
  • 6. Óðinn Þór Ríkharðsson 3
  • 6. Haukur Þrastarson 3
  • -
  • Hver gaf flestar stoðsendingar:
  • 1. Janus Daði Smárason 4
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 4
  • 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
  • -
  • Hver átti þátt í flestum mörkum:
  • (Mörk + Stoðsendingar)
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 10
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 8
  • 3. Janus Daði Smárason 6
  • 4. Óðinn Þór Ríkharðsson 3
  • 4. Orri Freyr Þorkelsson 3
  • -
  • Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz):
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 7
  • 2. Einar Þorsteinn Ólafsson 6
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 3
  • 4. Elvar Örn Jónsson 3
  • 5. Ýmir Örn Gíslason 2
  • 5. Óðinn Þór Ríkharðsson 2
  • -
  • Mörk skoruð í tómt mark
  • 1. Óðinn Þór Ríkharðsson 1
  • -
  • Hver tapaði boltanum oftast:
  • 1. Janus Daði Smárason 4
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
  • -
  • Flest varin skot í vörn:
  • 1. Einar Þorsteinn Ólafsson 2
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 2
  • -
  • Hver fiskaði flest víti:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 2
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 2
  • -
  • Hver fiskaði flesta brottrekstra:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
  • 2. Janus Daði Smárason 1
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 1
  • -
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz):
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 9,55
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 8,02
  • 3. Viggó Kristjánsson 6,66
  • 4. Óðinn Þór Ríkharðsson 6,60
  • 5. Janus Daði Smárason 6,52
  • -
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz):
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 9,09
  • 2. Einar Þorsteinn Ólafsson 7,79
  • 3. Elvar Örn Jónsson 7,33
  • 4. Ómar Ingi Magnússon 6,84
  • 5. Óðinn Þór Ríkharðsson 6,53
  • -
  • - Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum -
  • 0 með langskotum
  • 11 með gegnumbrotum
  • 2 af línu
  • 1 úr hægra horni
  • 5 úr hraðaupphlaupum (3 með seinni bylgju)
  • 7 úr vítum
  • 1 úr vinstra horni
  • -
  • - Plús & mínus kladdinn í leiknum -
  • Mörk með langskotum: Ungverjarland +8
  • Mörk af línu: Ungverjaland +1
  • Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +4
  • Tapaðir boltar: Jafnt
  • Fiskuð víti: Ísland +4
  • Varin skot markvarða: Ísland +2
  • Varin víti markvarða: Jafnt
  • -
  • Misheppnuð skot: Ungverjaland +7
  • Löglegar stöðvanir: Ísland +6
  • Refsimínútur: Ungverjaland + 2 min.
  • -
  • Mörk manni fleiri: Ísland +3
  • Mörk manni færri: Ungverjaland +2
  • Mörk í tómt mark: Ísland +1
  • -
  • - Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -
  • Fyrri hálfleikurinn:
  • 1. til 10. mínúta: Jafnt (4-4)
  • 11. til 20. mínúta: Ísland +2 (7-5)
  • 21. til 30. mínúta: Ungverjaland +2 (5-3)
  • Seinni hálfleikurinn:
  • 31. til 40. mínúta: Jafnt (2-2)
  • 41. til 50. mínúta: Jafnt (3-3)
  • 51. til 60. mínúta: Ísland +1 (5-4)
  • -
  • Byrjun hálfleikja: Jafnt
  • Lok hálfleikja: Ungverjaland +1
  • Fyrri hálfleikur: Jafnt (14-14)
  • Seinni hálfleikur: Ísland +1 (10-9)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×