Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2026 11:15 Eftir áratuga fjarveru frá Íslandi fylgist ég ekki mikið með, en einstöku mál vekja athygli mína. Nú síðast umræða um lestrargetu íslenskra barna. Í Kastljósþætti með Ingu Sæland talaði hún aftur og aftur um 47% drengja sem eru ólæsir og 53% drengja sem eru læsir og gengur vel. Hvaðan eru svona tölur og hvar er strikið sem skilur á milli læsis og ólæsis? Hvernig er þetta metið? Það var ekki annað að skilja á ráðherranum að hún ætlaði að kenna öllum börnum að lesa sem fyrst. Hún talaði um börn sem gætu lesið, og svo börn sem ekki hefðu lesskilning. Eru þá börn sem geta stautað sig í gegnum texta læs? Börn sem ekki skilja hvað þau lesa eru skv. mínum skilningi ólæs. Ég hef kennt í fjölda ára í norskum skólum, unnið sem ráðgjafi, tekið masters og doktorsgráðu í New York og rannsakað skólakerfið í Kurdistan í Norður Írak. Tel mig þarafleiðandi hafa yfirgripsmikla þekkingu á kennslu og námi barna. Hvort að einkunnir séu gefnar í bókstöfum, tölustöfum eða litum skiptir mig engu máli og það virðist sem þarna sé ákveðin íhaldssemi á ferðinni. Allt var betra áður fyrr. Börn minnihlutahópa eiga oft erfitt með lesskilning. Lestrarverkefni eru ekki nógu vel unnin um þann veruleika sem börnin þekkja. Ég minnist þess þegar ég var við nám í Kennaraháskóla Íslands í kringum 1980, að lestrarverkefni á prófi var „Leið tvö vaggaði niður Hverfisgötuna eins og andamamma með ungana sína“. Þetta vakti hörð viðbrögð okkar sem komum af landsbyggðinni. Sveitarómantíkin var þá eitthvað á undanhaldi og verkefni ekki lengur bara um „gamla Grána sem fór útyfir ána að hitta elskuna sína“. Málflutningur ráðherrans benti til að hún vissi afskaplega lítið um kennslu barna sem eru nýkomin (já og lengra komin). Skóli með aðgreiningu var að setja nýkomnu börnin í sérskóla þangað til þau kynnu íslensku og gætu farið í almennan skóla. Börn læra mest í leik og af öðrum börnum. Að aðgreina slíkt getur orðið til að börnin verði útundan. Þau kynnast ekki börnum í sínu heimahverfi og læra síður um samfélagið. Börn frá stríðshrjáðum löndum vita ekkert um strætó sem vaggar niður Hverfisgötu eða um gamla Grána. Ekki foreldrar þeirra heldur. Til að hafa lesskilning þarf einstaklingurinn að þekkja það sem það les, eða geta tengt það við sína kunnáttu. Bækur eru ekki lengur sjálfsagðar á heimilum. Þegar ég var barn var bara útvarp með barnatíma og svo var nóg af bókum. Tölvur voru langt inni í framtíðinni. Þegar sjónvarpið kom var það svart/hvítt og litina urðum við að ímynda okkur. Þess þarf ekki á spjaldtölvum nútímans. Ég óska Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra alls hins besta í baráttunni fyrir betri skóla. Styð hana heilshugar ef hún vinnur að því að bæta virðingu kennara. Höfundur er dósent við menntadeild Høgskulen på Vestlandet, campus Bergen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir áratuga fjarveru frá Íslandi fylgist ég ekki mikið með, en einstöku mál vekja athygli mína. Nú síðast umræða um lestrargetu íslenskra barna. Í Kastljósþætti með Ingu Sæland talaði hún aftur og aftur um 47% drengja sem eru ólæsir og 53% drengja sem eru læsir og gengur vel. Hvaðan eru svona tölur og hvar er strikið sem skilur á milli læsis og ólæsis? Hvernig er þetta metið? Það var ekki annað að skilja á ráðherranum að hún ætlaði að kenna öllum börnum að lesa sem fyrst. Hún talaði um börn sem gætu lesið, og svo börn sem ekki hefðu lesskilning. Eru þá börn sem geta stautað sig í gegnum texta læs? Börn sem ekki skilja hvað þau lesa eru skv. mínum skilningi ólæs. Ég hef kennt í fjölda ára í norskum skólum, unnið sem ráðgjafi, tekið masters og doktorsgráðu í New York og rannsakað skólakerfið í Kurdistan í Norður Írak. Tel mig þarafleiðandi hafa yfirgripsmikla þekkingu á kennslu og námi barna. Hvort að einkunnir séu gefnar í bókstöfum, tölustöfum eða litum skiptir mig engu máli og það virðist sem þarna sé ákveðin íhaldssemi á ferðinni. Allt var betra áður fyrr. Börn minnihlutahópa eiga oft erfitt með lesskilning. Lestrarverkefni eru ekki nógu vel unnin um þann veruleika sem börnin þekkja. Ég minnist þess þegar ég var við nám í Kennaraháskóla Íslands í kringum 1980, að lestrarverkefni á prófi var „Leið tvö vaggaði niður Hverfisgötuna eins og andamamma með ungana sína“. Þetta vakti hörð viðbrögð okkar sem komum af landsbyggðinni. Sveitarómantíkin var þá eitthvað á undanhaldi og verkefni ekki lengur bara um „gamla Grána sem fór útyfir ána að hitta elskuna sína“. Málflutningur ráðherrans benti til að hún vissi afskaplega lítið um kennslu barna sem eru nýkomin (já og lengra komin). Skóli með aðgreiningu var að setja nýkomnu börnin í sérskóla þangað til þau kynnu íslensku og gætu farið í almennan skóla. Börn læra mest í leik og af öðrum börnum. Að aðgreina slíkt getur orðið til að börnin verði útundan. Þau kynnast ekki börnum í sínu heimahverfi og læra síður um samfélagið. Börn frá stríðshrjáðum löndum vita ekkert um strætó sem vaggar niður Hverfisgötu eða um gamla Grána. Ekki foreldrar þeirra heldur. Til að hafa lesskilning þarf einstaklingurinn að þekkja það sem það les, eða geta tengt það við sína kunnáttu. Bækur eru ekki lengur sjálfsagðar á heimilum. Þegar ég var barn var bara útvarp með barnatíma og svo var nóg af bókum. Tölvur voru langt inni í framtíðinni. Þegar sjónvarpið kom var það svart/hvítt og litina urðum við að ímynda okkur. Þess þarf ekki á spjaldtölvum nútímans. Ég óska Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra alls hins besta í baráttunni fyrir betri skóla. Styð hana heilshugar ef hún vinnur að því að bæta virðingu kennara. Höfundur er dósent við menntadeild Høgskulen på Vestlandet, campus Bergen.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun