Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2026 07:15 Hvað er eiginlega í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu undir stjórn Hönnu Katrínar Friðrikssonar? Hvað varð til þess að hún hefur ekki aðeins boðað aukið sjókvíaeldi á laxi við Ísland heldur eru þau drög sem hún hefur lagt að frumvarpi til laga um lagareldi líka í beinni andstöðu við það sem fulltrúar Viðreisn sögðu fyrir kosningar? Smá upprifjun Rifjum þetta upp. Á fundi sem Landvernd, og fleiri náttúruverndarsamtök héldu með frambjóðendum í nóvember viku fyrir kosningarnar 2024 spurði Stefán Jón Hafstein, annar fundarstjóra, fulltrúa flokkanna spurningar sem var efnislega samhljóða spurningu sem við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfðum lagt fyrir frambjóðendur á fjölda funda um land allt í umræðum að lokinni sýningu heimildarmyndarinnar Árnar þagna. Spurning Stefáns Jóns hljóðaði svona: „Getur þú stutt tillögu um að engin frekari útþensla verði á sjókvíaeldi næstu fimm ár meðan Alþingi setur skýran lagaramma um greinina út frá bestu þekktu aðferðum við lagareldi í heiminum? Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki meira eldismagn.“ Fulltrúi Viðreisnar á fundinum var Aðalsteinn Leifsson, en hann hlaut kjör sem varaþingmaður flokksins í kosningunum. Svar Aðalsteins Það stóð ekki á svari frá Aðalsteini við spurningu Stefáns Jóns. Það var afgerandi: „Mér finnst þetta frábær tillaga sem þú komst með og svara henni játandi. Við ræddum um það í Viðreisn áður en farið var af stað með þessa hröðu uppbyggingu á sjókvíaeldi að það þarf fyrst að setja skýran lagaramma utanum þennan atvinnurekstur og við hvöttum einnig til þess að lagaramminn yrði endurskoðaður á yfirstandandi þingi. Og já, við eigum að sjálfsögðu ekki að gefa út nein ný leyfi fyrr en við höfum náð tökum á stöðunni til þess að lenda ekki í sömu vandræðum einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar voru í lengi. Vonandi tekur það okkur minna en fimm ár Stefán Jón, en ef það tekur okkur svo langan tíma þá tökum við þann tíma sem þarf.“ Sem sagt engin ný svæði og sterkur lagarammi til að afstýra sömu vandræðum og sjókvíaeldi hefur valdið alls staðar þar sem það er stundað. Skýrara verður það ekki. Takk Aðalsteinn! En hvað gerir svo atvinnuvegaráðherra Viðreisnar eftir kosningarnar? Hanna Katrín boðar aukið sjókvíaeldi Nánast upp á dag ári frá því að Aðalsteinn svaraði því játandi að Viðreisn vildi: „Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki meira eldismagn“ mætir atvinnuvegaráðherra hans á fund með hagsmunagæslusamtökum sjókvíaeldisiðanðarins og tilkynnir að hún hafi óskað eftir því við Hafrannsóknastofnun að Mjóifjörður á Austfjörðum verði burðarþolsmetinn. Með öðrum orðum opnaður fyrir sjókvíaeldi. Hanna Katrín vill sem sagt fleiri kvíar, fleiri svæði, meira eldismagn. Og drög hennar að frumvarpi til lagareldi eru beinlínis ávísun á að valda með vaxandi skaða „sömu vandræðum einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar,“ hafa staðið í og standa enn í með þennan miskunnarlausa iðnað sem mengar firðina okkar, spillir lífríkinu og fer hræðilega með eldislaxana. Er þetta í lagi? Aðalsteinn er nú í leyfi frá störfum sínum sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar til að sinna framboði sínu um að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Er það framboð tilefni til að fá svör hans við því hvort hann og flokkssystkini hans í Viðreisn ætlist til að fólki trúi því sem frambjóðendur flokksins segja við kjósendur í kosningabaráttunni sem er framundan. Aðalsteinn, finnst þér vera í lagi að standa að málum einsog er lýst hér að ofan? Höfundur er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Mest lesið Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Hvað er eiginlega í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu undir stjórn Hönnu Katrínar Friðrikssonar? Hvað varð til þess að hún hefur ekki aðeins boðað aukið sjókvíaeldi á laxi við Ísland heldur eru þau drög sem hún hefur lagt að frumvarpi til laga um lagareldi líka í beinni andstöðu við það sem fulltrúar Viðreisn sögðu fyrir kosningar? Smá upprifjun Rifjum þetta upp. Á fundi sem Landvernd, og fleiri náttúruverndarsamtök héldu með frambjóðendum í nóvember viku fyrir kosningarnar 2024 spurði Stefán Jón Hafstein, annar fundarstjóra, fulltrúa flokkanna spurningar sem var efnislega samhljóða spurningu sem við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfðum lagt fyrir frambjóðendur á fjölda funda um land allt í umræðum að lokinni sýningu heimildarmyndarinnar Árnar þagna. Spurning Stefáns Jóns hljóðaði svona: „Getur þú stutt tillögu um að engin frekari útþensla verði á sjókvíaeldi næstu fimm ár meðan Alþingi setur skýran lagaramma um greinina út frá bestu þekktu aðferðum við lagareldi í heiminum? Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki meira eldismagn.“ Fulltrúi Viðreisnar á fundinum var Aðalsteinn Leifsson, en hann hlaut kjör sem varaþingmaður flokksins í kosningunum. Svar Aðalsteins Það stóð ekki á svari frá Aðalsteini við spurningu Stefáns Jóns. Það var afgerandi: „Mér finnst þetta frábær tillaga sem þú komst með og svara henni játandi. Við ræddum um það í Viðreisn áður en farið var af stað með þessa hröðu uppbyggingu á sjókvíaeldi að það þarf fyrst að setja skýran lagaramma utanum þennan atvinnurekstur og við hvöttum einnig til þess að lagaramminn yrði endurskoðaður á yfirstandandi þingi. Og já, við eigum að sjálfsögðu ekki að gefa út nein ný leyfi fyrr en við höfum náð tökum á stöðunni til þess að lenda ekki í sömu vandræðum einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar voru í lengi. Vonandi tekur það okkur minna en fimm ár Stefán Jón, en ef það tekur okkur svo langan tíma þá tökum við þann tíma sem þarf.“ Sem sagt engin ný svæði og sterkur lagarammi til að afstýra sömu vandræðum og sjókvíaeldi hefur valdið alls staðar þar sem það er stundað. Skýrara verður það ekki. Takk Aðalsteinn! En hvað gerir svo atvinnuvegaráðherra Viðreisnar eftir kosningarnar? Hanna Katrín boðar aukið sjókvíaeldi Nánast upp á dag ári frá því að Aðalsteinn svaraði því játandi að Viðreisn vildi: „Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki meira eldismagn“ mætir atvinnuvegaráðherra hans á fund með hagsmunagæslusamtökum sjókvíaeldisiðanðarins og tilkynnir að hún hafi óskað eftir því við Hafrannsóknastofnun að Mjóifjörður á Austfjörðum verði burðarþolsmetinn. Með öðrum orðum opnaður fyrir sjókvíaeldi. Hanna Katrín vill sem sagt fleiri kvíar, fleiri svæði, meira eldismagn. Og drög hennar að frumvarpi til lagareldi eru beinlínis ávísun á að valda með vaxandi skaða „sömu vandræðum einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar,“ hafa staðið í og standa enn í með þennan miskunnarlausa iðnað sem mengar firðina okkar, spillir lífríkinu og fer hræðilega með eldislaxana. Er þetta í lagi? Aðalsteinn er nú í leyfi frá störfum sínum sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar til að sinna framboði sínu um að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Er það framboð tilefni til að fá svör hans við því hvort hann og flokkssystkini hans í Viðreisn ætlist til að fólki trúi því sem frambjóðendur flokksins segja við kjósendur í kosningabaráttunni sem er framundan. Aðalsteinn, finnst þér vera í lagi að standa að málum einsog er lýst hér að ofan? Höfundur er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar