Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar 21. janúar 2026 07:02 Börn og foreldrar í Laugardalnum eru látin bíða. Bíða eftir æfingum sem falla niður. Bíða eftir íþrótta- og félagsaðstöðu sem stenst samanburð við önnur hverfi. Foreldrar bíða eftir því að loforð verði efnd. Þjálfarar bíða eftir góðum og öruggum starfsskilyrðum. Þolinmæðin er á þrotum eins og kom skýrt fram á fjölmennum íbúafundi Ármenninga. Laugardalurinn er næst fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og það sem vex hvað hraðast. Þéttingarreitir í hverfinu og næsta nágrenni hafa fært borginni nýja íbúa, aukið mannlíf og skapað betri forsendur fyrir verslun og þjónustu í hverfinu. En innviðirnir hafa ekki fylgt eftir. Borgin hefur ekki staðið við loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal, byggingu varanlegrar tengingar Vogabyggðar við Vogahverfið eða klárað viðhald á leikskólanum Laugasól. Á sama tíma hafa þéttingarreitir við Kirkjusand, í Vogabyggð og á Orkureitnum skilað borginni miklum tekjum af byggingarrétti, gatnagerðargjöldum, lóðarleigu og skatttekjum nýrra íbúa.. Þetta eru peningar sem eiga að skila sér aftur í hverfið. Í íþróttamannvirki, skólahúsnæði og öruggt umhverfi fyrir börn. Það hefur ekki gerst. Ástæðan er einföld. Tekjur af þéttingarreitum runnu inn í óskilvirkan rekstur borgarinnar í stað þess að fara í nauðsynlegar fjárfestingar í Laugardal. Í mínu gamla félagi, Ármanni, hefur iðkendum fjölgað mikið. Körfuknattleiksdeildin er orðin sú fjölmennasta í Reykjavík. Samt bíða Ármenningar enn eftir uppbyggingu sem lofað hefur verið á íbúafundum og í fjölmiðlum árum saman. Oftar en ekki er því fleygt fram að Þjóðarhöllin sé á næsta leyti. Hún hefur einfaldlega ekkert með íþróttastarf barna að gera. Þau geta ekki sætt sig við enn eitt kjörtímabil af óefndum loforðum. Þetta þarf ekki að vera svona. Sem leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík mun ég laga reksturinn og tryggja að tekjur fari í fjárfestingar í íþróttum, skólum og innviðum. Ég hef gert það áður bæði sem bæjarstjóri og ráðgjafi. Íbúar í Laugardal eiga betra skilið. Börnin eiga betra skilið Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Börn og foreldrar í Laugardalnum eru látin bíða. Bíða eftir æfingum sem falla niður. Bíða eftir íþrótta- og félagsaðstöðu sem stenst samanburð við önnur hverfi. Foreldrar bíða eftir því að loforð verði efnd. Þjálfarar bíða eftir góðum og öruggum starfsskilyrðum. Þolinmæðin er á þrotum eins og kom skýrt fram á fjölmennum íbúafundi Ármenninga. Laugardalurinn er næst fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og það sem vex hvað hraðast. Þéttingarreitir í hverfinu og næsta nágrenni hafa fært borginni nýja íbúa, aukið mannlíf og skapað betri forsendur fyrir verslun og þjónustu í hverfinu. En innviðirnir hafa ekki fylgt eftir. Borgin hefur ekki staðið við loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal, byggingu varanlegrar tengingar Vogabyggðar við Vogahverfið eða klárað viðhald á leikskólanum Laugasól. Á sama tíma hafa þéttingarreitir við Kirkjusand, í Vogabyggð og á Orkureitnum skilað borginni miklum tekjum af byggingarrétti, gatnagerðargjöldum, lóðarleigu og skatttekjum nýrra íbúa.. Þetta eru peningar sem eiga að skila sér aftur í hverfið. Í íþróttamannvirki, skólahúsnæði og öruggt umhverfi fyrir börn. Það hefur ekki gerst. Ástæðan er einföld. Tekjur af þéttingarreitum runnu inn í óskilvirkan rekstur borgarinnar í stað þess að fara í nauðsynlegar fjárfestingar í Laugardal. Í mínu gamla félagi, Ármanni, hefur iðkendum fjölgað mikið. Körfuknattleiksdeildin er orðin sú fjölmennasta í Reykjavík. Samt bíða Ármenningar enn eftir uppbyggingu sem lofað hefur verið á íbúafundum og í fjölmiðlum árum saman. Oftar en ekki er því fleygt fram að Þjóðarhöllin sé á næsta leyti. Hún hefur einfaldlega ekkert með íþróttastarf barna að gera. Þau geta ekki sætt sig við enn eitt kjörtímabil af óefndum loforðum. Þetta þarf ekki að vera svona. Sem leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík mun ég laga reksturinn og tryggja að tekjur fari í fjárfestingar í íþróttum, skólum og innviðum. Ég hef gert það áður bæði sem bæjarstjóri og ráðgjafi. Íbúar í Laugardal eiga betra skilið. Börnin eiga betra skilið Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun