Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. janúar 2026 23:57 Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Spáni. AP Stéttarfélag lestarstjóra á Spáni varaði í ágúst við bágu ástandi lestarteinanna á kafla þar sem eitt mannskæðasta lestarslys Evrópu í áttatíu ár varð í gær þegar minnst fjörutíu létust. Fréttastofa Reuters hefur bréfið undir höndum. Þar segir að á umræddum kafla væru holur og ójafnvægi í raflínum sem yllu tíðum bilunum og skemmdum á lestum. Í bréfinu var Adif, ríkisstofnunin sem sér um rekstur járnbrautarinnviða, hvött til að lækka hraðatakmarkanir á leiðinni. Sérfræðingar sem rannsaka tildrög slyssins leiða líkur að því að gölluð samskeyti sem fundust á lestarteinunum eftir slysið gefi lykilvísbendingu um orsök þess. Hraðlestin fór út af sporinu þar sem hún var í grennd við borgina Cordoba á leið til Madrídar. Farþegavagnar lentu á teinunum við hliðina og þar skall önnur lest, sem kom úr gagnstæðri átt, á vögnunum. Járnbrautarlínan hafði verið síðast endurnýjuð í maí í fyrra en hraðlestin hafði síðast verið skoðuð á fimmtudag, þremur dögum fyrir slysið. „Lestin valt á aðra hliðina... Síðan varð allt dimmt og ég heyrði ekkert annað en öskur,“ sagði Ana Garcia Aranda, farþegi sem slasaðist í slysinu, við Reuters. Hún lýsir því hvernig aðrir farþegar drógu hana og ófríska systur hennar úr vagninum og komu þeim undir læknishendur. „Sumir komust heilir úr þessu en aðrir slösuðu sig alveg rosalega mikið. Við vissum að þau hefðu þetta ekki af, en það var ekkert sem við gátum gert.“ Á annað hundrað eru slasaðir og þar af tólf alvarlega sem liggja á gjörgæslu. Lögregla lýsir enn eftir 43 sem óttast er að hafi farist í slysinu. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann aflýsti ferð sinni á World Economic Forum ráðstefnuna í Sviss vegna slyssins. „Við munum komast að sannleikanum, við munum finna svörin. Og þegar við vitum uppruna og orsakir þessa harmleiks, eins og við munum gera, munum við upplýsa almenning af fullkomnu gagnsæi og skýrleika.“ Spánn Samgönguslys Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Fréttastofa Reuters hefur bréfið undir höndum. Þar segir að á umræddum kafla væru holur og ójafnvægi í raflínum sem yllu tíðum bilunum og skemmdum á lestum. Í bréfinu var Adif, ríkisstofnunin sem sér um rekstur járnbrautarinnviða, hvött til að lækka hraðatakmarkanir á leiðinni. Sérfræðingar sem rannsaka tildrög slyssins leiða líkur að því að gölluð samskeyti sem fundust á lestarteinunum eftir slysið gefi lykilvísbendingu um orsök þess. Hraðlestin fór út af sporinu þar sem hún var í grennd við borgina Cordoba á leið til Madrídar. Farþegavagnar lentu á teinunum við hliðina og þar skall önnur lest, sem kom úr gagnstæðri átt, á vögnunum. Járnbrautarlínan hafði verið síðast endurnýjuð í maí í fyrra en hraðlestin hafði síðast verið skoðuð á fimmtudag, þremur dögum fyrir slysið. „Lestin valt á aðra hliðina... Síðan varð allt dimmt og ég heyrði ekkert annað en öskur,“ sagði Ana Garcia Aranda, farþegi sem slasaðist í slysinu, við Reuters. Hún lýsir því hvernig aðrir farþegar drógu hana og ófríska systur hennar úr vagninum og komu þeim undir læknishendur. „Sumir komust heilir úr þessu en aðrir slösuðu sig alveg rosalega mikið. Við vissum að þau hefðu þetta ekki af, en það var ekkert sem við gátum gert.“ Á annað hundrað eru slasaðir og þar af tólf alvarlega sem liggja á gjörgæslu. Lögregla lýsir enn eftir 43 sem óttast er að hafi farist í slysinu. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann aflýsti ferð sinni á World Economic Forum ráðstefnuna í Sviss vegna slyssins. „Við munum komast að sannleikanum, við munum finna svörin. Og þegar við vitum uppruna og orsakir þessa harmleiks, eins og við munum gera, munum við upplýsa almenning af fullkomnu gagnsæi og skýrleika.“
Spánn Samgönguslys Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira