Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar 20. janúar 2026 07:03 Forsvarsfólk Klifurfélagsins hefur lagt fram metnaðarfulla og raunhæfa áætlun um uppbyggingu á aðstöðu sinni en starfsemin er dreifð á á þrjá mismunandi staði í dag, með tilheyrandi óhagræði fyrir börn, foreldra, þjálfara og sjálfboðaliða. Þetta fyrirkomulag eykur kostnað og skutl, flækir skipulag og dregur úr samfellu í starfinu. Þetta þarf ekki að vera svona. Klifur er ekki jaðaríþrótt. Klifurfélagið er með afreksíþróttastarf sem hefur skilað Norðurlandameistaratitli og heldur úti öflugu barna- og ungmennastarfi með gríðarlegt forvarnargildi. Aðstaða þeirra er hins vegar á jaðrinum. Tímabundin, þröng og ótrygg. Það er einfaldlega óásættanlegt. Félagið hefur verið starfandi í rúm 20 ár. Við stofnun voru félagsmenn 19, en eru í dag um 2.500 og þar af eru nærri 1.000 börn. Íþróttagreinar sem áður voru kallaðar jaðaríþróttir, eins og klifur, hjólabretti og fleiri einstaklingsmiðaðar greinar, eru í dag að ná til stórs hóps barna og ungmenna. Þetta eru íþróttir sem höfða sérstaklega til þeirra sem finna sig síður í hópíþróttum. Þau þurfa betri aðstöðu. Íþróttir barna og ungmenna hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem hornsteinn forvarna, lýðheilsu og félagslegrar þátttöku. Þar hafa íslensk sveitarfélög staðið sig vel, en framlög sveitarfélaganna til íþrótta- og æskulýðsmála eru með því hæsta í heiminum. Reykjavíkurborg á stóran þátt í því, og á hrós skilið. Íþróttagreinar sem ná til þúsund barna eiga skilið stöðugan rekstrargrundvöll, viðunandi aðstöðu og raunverulegan stuðning til framtíðar. Það er brýnt að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, og Reykjavíkurborg sérstaklega, mæti þessum greinum. Forvarnargildið er ótvírætt. Börn sem tilheyra félagsskap og stunda reglubundna hreyfingu glíma síður við áhættuhegðun. Fjárfesting í fjölbreyttu íþróttastarfi barna er því ekki kostnaður, hún er sparnaður til framtíðar. Nú er komið að borginni og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að bregðast við af ábyrgð. Sem leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík mun ég beita mér fyrir því að aðstaða fyrir klifur og aðrar sambærilegar greinar verði bætt. Það er í anda Viðreisnar að tryggja valfrelsi. Að börn og ungmenni hafi raunverulega möguleika til að velja sér íþróttir og frístundir sem henta þeim. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsfólk Klifurfélagsins hefur lagt fram metnaðarfulla og raunhæfa áætlun um uppbyggingu á aðstöðu sinni en starfsemin er dreifð á á þrjá mismunandi staði í dag, með tilheyrandi óhagræði fyrir börn, foreldra, þjálfara og sjálfboðaliða. Þetta fyrirkomulag eykur kostnað og skutl, flækir skipulag og dregur úr samfellu í starfinu. Þetta þarf ekki að vera svona. Klifur er ekki jaðaríþrótt. Klifurfélagið er með afreksíþróttastarf sem hefur skilað Norðurlandameistaratitli og heldur úti öflugu barna- og ungmennastarfi með gríðarlegt forvarnargildi. Aðstaða þeirra er hins vegar á jaðrinum. Tímabundin, þröng og ótrygg. Það er einfaldlega óásættanlegt. Félagið hefur verið starfandi í rúm 20 ár. Við stofnun voru félagsmenn 19, en eru í dag um 2.500 og þar af eru nærri 1.000 börn. Íþróttagreinar sem áður voru kallaðar jaðaríþróttir, eins og klifur, hjólabretti og fleiri einstaklingsmiðaðar greinar, eru í dag að ná til stórs hóps barna og ungmenna. Þetta eru íþróttir sem höfða sérstaklega til þeirra sem finna sig síður í hópíþróttum. Þau þurfa betri aðstöðu. Íþróttir barna og ungmenna hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem hornsteinn forvarna, lýðheilsu og félagslegrar þátttöku. Þar hafa íslensk sveitarfélög staðið sig vel, en framlög sveitarfélaganna til íþrótta- og æskulýðsmála eru með því hæsta í heiminum. Reykjavíkurborg á stóran þátt í því, og á hrós skilið. Íþróttagreinar sem ná til þúsund barna eiga skilið stöðugan rekstrargrundvöll, viðunandi aðstöðu og raunverulegan stuðning til framtíðar. Það er brýnt að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, og Reykjavíkurborg sérstaklega, mæti þessum greinum. Forvarnargildið er ótvírætt. Börn sem tilheyra félagsskap og stunda reglubundna hreyfingu glíma síður við áhættuhegðun. Fjárfesting í fjölbreyttu íþróttastarfi barna er því ekki kostnaður, hún er sparnaður til framtíðar. Nú er komið að borginni og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að bregðast við af ábyrgð. Sem leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík mun ég beita mér fyrir því að aðstaða fyrir klifur og aðrar sambærilegar greinar verði bætt. Það er í anda Viðreisnar að tryggja valfrelsi. Að börn og ungmenni hafi raunverulega möguleika til að velja sér íþróttir og frístundir sem henta þeim. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun