Handbolti

EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vonandi verða allir líka kátir á þriðjudaginn.
Vonandi verða allir líka kátir á þriðjudaginn.

Það var kátt á hjalla í Kristianstad í kvöld eftir frábæran sigur hjá strákunum okkar gegn Póllandi. Farmiðinn í milliriðilinn er kominn og mótið hefst af alvöru á þriðjudag.

Haukur Þrastarson gladdi þjóðina með stórkostlegum leik. Loksins, loksins sýndi hann þjóðinni hvað hann er fáranlega góður handboltamaður. Því ber svo sannarlega að fagna.

Það var líka gert með því að slátra hálfum pylsupotti í fjölmiðlaaðstöðunni. Ofboðslega fínar pullur hérna.

Einn leikur eftir í riðlinum og hann er á þriðjudag gegn Ungverjum. Þar eru í boði tvö stig í milliriðil. Mótið fer að hefjast fyrir alvöru.

Þátt kvöldsins má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag: Hauki Þrastar fagnað með pylsuveislu

Tengdar fréttir

Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn.

„Er í góðu standi og klár í hvað sem er“

„Það tók smá tíma að hrista þá af okkur og við vorum kannski að fara smá illa með boltann og dauðafæri í fyrri hálfleik,“ sagði Haukur Þrastarson eftir sigur Íslands gegn Pólverjum á EM í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×