Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. janúar 2026 12:56 Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur. Samsett mynd Sendiherrar Evrópusambandsins koma saman á neyðarfundi seinna í dag vegna Grænlandstolla bandaríkjaforseta. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir samband Bandaríkjanna og Evrópu aldrei hafa verra. Hún útilokar ekki að Ísland bætist á lista forsetans. Donald Trump tilkynnti á samfélagsmiðli sínum Truth social í gær að tíu prósenta tollur verði lagður á allar innfluttar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og Finnlandi frá og með fyrsta febrúar. Þann fyrsta júní verður tollurinn hækkaður í 25 prósent. Tollarnir beinist gegn löndum sem hafa sett sig upp á móti því að Bandaríkin eignist Grænland með því að senda mannafla til Grænlands síðustu daga. Enn hefur ekkert komið fram sem gefur til kynna að Grænlandstollarnir bitni á Íslandi þrátt fyrir að hafa sent tvo fulltrúa Landhelgisgæslunnar. Bandaríkjaforseti mögulega gleymt Íslandi Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur segir það vel geta verið að Bandaríkjaforseti hafi gleymt Íslandi. „Það hefur væntanlega einhver áhrif að við erum ekki með her og þetta eru ekki hermenn sem við erum að senda. Síðan hefur kannski borið lítið á því í alþjóðlegum fjölmiðlum og hann kannski veit ekki af því að við höfum sent einhverja fulltrúa. Heldurðu að það geti jafnvel gerst að okkur verði bætt á þennan lista? „Í það minnsta höfum við lítið um það að segja en það er ekki útilokað að okkur verði bætt á listann eftir því sem þessu vindur fram. Eins og staðan er í dag erum við ekki á honum en auðvitað ef að aðstæður þróast áfram næstu daga og vikur þá gæti það að sjálfsögðu breyst.“ Ekkert jákvætt og Bandaríkin einnig háð Evrópu Fjölmargir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram og fordæmt útspil Trumps. Þá hefur verið vísað til áformanna sem fjárkúgunar. „Þetta eru auðvitað miklar þvingunaraðgerðir sem hann er að beita bandalagsríki. Staðan er gríðarlega alvarleg. Það er erfitt að sjá að þróunin fram á við geti verið jákvæð á einhvern máta.“ Verslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sem var undirritaður í fyrra er nú í uppnámi en meirihluti Evrópuþings neitar nú að staðfesta samkomulagið. Sendiherrar Evrópusambandsins koma saman á neyðarfundi seinna í dag. Vilborg segir Evrópu langt því frá að standa varnarlausa frammi fyrir ákvörðunum Bandaríkjanna. „Heldur eru Bandaríkin einnig háð Evrópu. Evrópusambandið er auðvitað stærsti innri markaður í heimi og viðskiptasamband Bandaríkjanna við Evrópu er því mjög mikilvægt. Það eru ákveðin tól sem Evrópusambandið getur beitt sem bíta hart hvað varðar bandarískan efnahag,“ segir Vilborg sem nefnir sem dæmi tolla og að gera bandarískum fyrirtækjum erfiðara fyrir á evrópskum mörkuðum. Ísland á milli í skothríðinni Hefur samband Bandaríkjanna og Evrópu einhvern tímann verið verra? „Nei, það hefur aldrei verið verra en það er núna. Ég held að það sé alveg hægt að halda því fram.“ Ísland gæti orðið á milli í tollastríðinu. „Staðan er gríðarlega alvarleg og það stefnir í algjört uppnám í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna og jafnvel allsherjar viðskiptastríð sem myndi auðvitað hafa gífurlega miklar afleiðingar. Allt uppnám í alþjóðakerfinu, ég tala nú ekki um á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, hefur auðvitað bein áhrif á ísland það segir sig sjálft. Við erum gríðarlega háð alþjóðlegum viðskiptum.“ Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Evrópusambandið Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Donald Trump tilkynnti á samfélagsmiðli sínum Truth social í gær að tíu prósenta tollur verði lagður á allar innfluttar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og Finnlandi frá og með fyrsta febrúar. Þann fyrsta júní verður tollurinn hækkaður í 25 prósent. Tollarnir beinist gegn löndum sem hafa sett sig upp á móti því að Bandaríkin eignist Grænland með því að senda mannafla til Grænlands síðustu daga. Enn hefur ekkert komið fram sem gefur til kynna að Grænlandstollarnir bitni á Íslandi þrátt fyrir að hafa sent tvo fulltrúa Landhelgisgæslunnar. Bandaríkjaforseti mögulega gleymt Íslandi Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur segir það vel geta verið að Bandaríkjaforseti hafi gleymt Íslandi. „Það hefur væntanlega einhver áhrif að við erum ekki með her og þetta eru ekki hermenn sem við erum að senda. Síðan hefur kannski borið lítið á því í alþjóðlegum fjölmiðlum og hann kannski veit ekki af því að við höfum sent einhverja fulltrúa. Heldurðu að það geti jafnvel gerst að okkur verði bætt á þennan lista? „Í það minnsta höfum við lítið um það að segja en það er ekki útilokað að okkur verði bætt á listann eftir því sem þessu vindur fram. Eins og staðan er í dag erum við ekki á honum en auðvitað ef að aðstæður þróast áfram næstu daga og vikur þá gæti það að sjálfsögðu breyst.“ Ekkert jákvætt og Bandaríkin einnig háð Evrópu Fjölmargir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram og fordæmt útspil Trumps. Þá hefur verið vísað til áformanna sem fjárkúgunar. „Þetta eru auðvitað miklar þvingunaraðgerðir sem hann er að beita bandalagsríki. Staðan er gríðarlega alvarleg. Það er erfitt að sjá að þróunin fram á við geti verið jákvæð á einhvern máta.“ Verslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sem var undirritaður í fyrra er nú í uppnámi en meirihluti Evrópuþings neitar nú að staðfesta samkomulagið. Sendiherrar Evrópusambandsins koma saman á neyðarfundi seinna í dag. Vilborg segir Evrópu langt því frá að standa varnarlausa frammi fyrir ákvörðunum Bandaríkjanna. „Heldur eru Bandaríkin einnig háð Evrópu. Evrópusambandið er auðvitað stærsti innri markaður í heimi og viðskiptasamband Bandaríkjanna við Evrópu er því mjög mikilvægt. Það eru ákveðin tól sem Evrópusambandið getur beitt sem bíta hart hvað varðar bandarískan efnahag,“ segir Vilborg sem nefnir sem dæmi tolla og að gera bandarískum fyrirtækjum erfiðara fyrir á evrópskum mörkuðum. Ísland á milli í skothríðinni Hefur samband Bandaríkjanna og Evrópu einhvern tímann verið verra? „Nei, það hefur aldrei verið verra en það er núna. Ég held að það sé alveg hægt að halda því fram.“ Ísland gæti orðið á milli í tollastríðinu. „Staðan er gríðarlega alvarleg og það stefnir í algjört uppnám í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna og jafnvel allsherjar viðskiptastríð sem myndi auðvitað hafa gífurlega miklar afleiðingar. Allt uppnám í alþjóðakerfinu, ég tala nú ekki um á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, hefur auðvitað bein áhrif á ísland það segir sig sjálft. Við erum gríðarlega háð alþjóðlegum viðskiptum.“
Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Evrópusambandið Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira