Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2026 11:23 Hægt er að njóta útivistar og skoða náttúruna við Gróttuvita. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar greiðir í næstu viku atkvæði um nýja skilmála friðlýsingarsvæðisins á Gróttu og Seltjörn. Verði skilmálarnir samþykktir stækkar friðlýst svæði verulega og mun ná yfir strandlengjuna líka. Grótta var fyrst friðlýst árið 1974. Náttúruverndarstofnun lagði fram tillögu um stækkun og endurskoðun friðlýsingar í maí í fyrra og gaf frest þar til í júlí til að gera athugasemdir. „Meginmarkmið með friðlýsingunni er meðal annars að stuðla að vernd líffræðilegrar fjölbreytni, samanber 2. gr. laga nr. 60/2013, með því að vernda alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði á Seltjarnarnesi, vistgerðir þess og búsvæði fugla. Vernda skal lífríki í fjöru og á grunnsævi, einkum og sér í lagi með tilliti til fugla, sem og hafsbotninn,“ sagði í auglýsingunni. Meðal þeirra sem sendu inn umsagnir eru Íþróttasamband fatlaðra, Kayakklúbburinn, Siglingasamband Íslands og Vegagerðin. Auglýsing um breytingu á mörkum friðlandsins. Seltjarnarnes Umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar kynnti í fyrradag tillögur að nýjum skilmálum friðlýsingar Gróttu og Seltjarnar eftir samráð og birti samhliða ýmis gögn á vef bæjarins. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að innan marka friðlands verði tvö svæði, Grótta og Seltjörn, og að um þessi svæði muni gilda ólíkar reglur. Í nýju skilmálunum er farið ítarlega yfir sögu svæðisins, stærð þess og svo reglurnar sem eiga að gilda um til dæmis ómönnuð loftför og undanþágur sem gilda varðandi til dæmis leit björgunarsveita á svæðinu. Fjallað er um rannsóknir og vöktun, fræðslu og verndun gróðurs og dýralífs, veiðar, notkun skotvopna og um þau viðurlög sem gilda um brot á reglum. Þá eru einnig lagðar fram sérstakar reglur annars vegar á Gróttusvæði og annars vegar á Seltjarnarsvæði. Í reglum um Gróttu segir í nýjum reglum að öll umferð um eyna sé bönnuð frá 1. maí – 31. júlí til að koma í veg fyrir truflun á varptíma og er sá tími lengdur um 16 daga. Þá er fjallað um akstur út í Gróttu og undanþágur vegna björgunarstarfa og náttúruverndar. Hvað varðar Seltjörn segir í sérstökum reglum að umferð vatnatækja svo sem sjókatta, sjódreka og seglbretta innan Seltjarnar sé óheimil á tímabilinu 1. maí – 31. júlí. Almenn umferð skipa og báta sé þó heimil eftir hefðbundnum siglingaleiðum. Sex ára verkefni Í tilkynningu bæjarins um breytinguna segir að haustið 2019 hafi hafist endurskoðun á núgildandi skilmálum friðlýsingar Gróttu frá árinu 1984 undir stjórn Umhverfisstofnunar, nú Náttúruverndarstofnunar. Verkefnið hafi farið í bið árið 2022 en nú liggi fyrir tillaga til samþykktar í bæjarstjórn að nýrri afmörkun svæðisins og nýjum friðlýsingarskilmálum fyrir Gróttu og Seltjörn. Með tilkynningunni er settur sá fyrirvari að gögnin miði að því að friðlandið verði stækkað. Hafni bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar stækkuninni eins og hún hefur nú verið lögð fyrir muni Náttúruverndarstofnun uppfæra kortið, skilamálana og svör við athugasemdum í samræmi við afmörkunina og bera nýja tillögu undir Seltjarnarnesbæ. Svæði friðlýsingar árið 1974. Seltjarnarnesbær Líflegar umræður hafa verið um þessa breytingu í íbúagrúppu bæjarins á Facebook, Íbúar á Seltjarnarnesi. Fyrst setti Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri inn óformlega könnun um viðhorf bæjarbúa þann 10. janúar og tilkynnti að bæjarstjórn myndi taka ákvörðun í þessu máli á fundi sínum þann 21. janúar. Í færslu sinni benti hann á að með friðlýsingunni myndi ýmislegt breytast á svæðinu og að breytingar á svæðinu yrðu allar háðar mati Náttúruverndarstofnunar. Til dæmis ef gerð yrði ylströnd á svæðinu, landfylling yrði gerð til að stækka golfvöllinn og að kajakar og flugdrekabretti yrðu bönnuð. Ströndin og svæðið í kring er vinsælt svæði til útivistar. Vísir/Vilhelm Nefndin hafi svarað bæjarstjóra Karen María Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, gagnrýndi bæjarstjórann við færslu hans og þessa óformlegu könnun sem hann lagði fyrir. Í annarri ítarlegri færslu sem hún birti í gærkvöldi segist hún vilja leiðrétta ýmsar rangfærslur í máli bæjarstjórans. Þar fór hún yfir svör sem fengust á fundi umhverfisnefndar á þriðjudag þar sem lagðar voru fram fullyrðingar bæjarstjórans í færslu hans á Facebook. Í svörum sínum hafi nefndin til dæmis bent á að friðlýsingin hafi ekki sprottið upp úr tóminu heldur sé hún í takt við samþykktir bæjarins og yfirlýstan vilja íbúa sem fengist hefur í gegnum lýðræðislegt samráð. Bæjarstjórn frá 2025. Neðri röð: Sigurþóra Bergsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Efri röð: Bjarni Torfi Álfþórsson, Karen María Jónsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson. Silla Páls „Þetta er stórt mál sem íbúar hafa lengi verið meðvitaðir um og kallað eftir. Meðal annars leitaði fyrrum bæjarstjóri og umhverfisnefnd eftir hugmyndum og sjónarmiðum íbúa við gerð „7 viðmiða Seltjarnarness í átt að samhentu og vistvænu samfélagi til framtíðar” sem gefin voru út árið 2013 og snúa að umhverfismálum, útivist og vellíðan íbúa. Haldið var hugmyndaþing og hugmyndabanki settur upp en eitt þeirra verkefna sem íbúar töldu mikilvægust og vildu forgangsraða inn í aðgerðaráætlun næstu 5 ára var verndun Vestursvæðanna sem fólkvangs,“ segir Karen María og vísar í svör umhverfisnefndar. Ströndin og svæðið í kring er vinsælt svæði til útivistar. Vísir/Vilhelm Halda sínu skipulagsvaldi Í tilkynningu sinni sagði bæjarstjórinn að tilgangur friðlýsingarinnar væri verndun varps á svæðinu og að koma í veg fyrir sjósport svo sem kajaksiglingar og notkun svokallaðra flugdrekabretta. Karen María segir að samkvæmt svörum nefndarinnar sé tilgangur verndunar Gróttu og Seltjarnar sem heildstæðrar einingar með tilliti til náttúrufars, ólíkra vistkerfa og lífríkis, þar á meðal fuglalífs. „Friðlandinu verður skipt niður í minni svæði þar sem gilda mismunandi friðunar- og umgengnisreglur með tilliti til sérstaks hlutverks þeirra. Nefnd eru í því sambandi varp- og uppeldissvæði unga, fæðuöflun fugla og útivist fólks. Að sama skapi mun friðlýsingin tryggja að heimilt verði að sinna meindýravörnum í Gróttu á varptíma sem og þeim fasteignum sem í eynni eru en samkvæmt núverandi skilmálum sem í gildi eru er það bannað, segir Karen María að hafi verið svör nefndarinnar við þessari fullyrðingu. Þá bendir Karen María á að fullyrðingar Þórs um að Seltjarnarnesbær missi skipulagsvald sitt á svæðinu með friðlýsingu standist ekki. Bærinn haldi sínu skipulagsvaldi og að samkvæmt svörum nefndarinnar standist því ekki fullyrðingar Þórs um að breytingar verði allar háðar mati Náttúruverndarstofnunar. „Seltjarnarnesbær mun halda sínu skipulagsvaldi og skipulagshagsmunir eru því ekki í húfi,“ segir Karen María og að til dæmis ákvörðun um að gera ylströnd eða landfyllingu til að stækka golfvöll sé alltaf fyrst háð mati umhverfisnefndar Seltjarnarnesbæjar, skipulagsnefndar og svo bæjarstjórnar. Banna ekki sjósport „Veiti þær allar sínar heimildir þá leggur Náttúruverndarstofnun mat á það hvort áhrifin af slíkri framkvæmd gangi í berhögg við verndaráætlun. Hafa ber í huga að fjörurnar eru þegar á Náttúruminjaskrá og lúta því þegar svipuðum takmörkunum og friðlýsing Seltjarnar myndi fela í sér,“ segir Karen María að hafi verið svör kynningarnefndar um þessa fullyrðingu. Þá segir Karen María að nefndin hafi fullyrt í svörum sínum á fundinum að ekki eigi alfarið að banna notkun kajaka og flugdrekabretta við Seltjörn. Friðlýsingin heimili hvers konar sjósport en takmarki notkun ágengra sjótækja eins og flugdrekabretta og vélknúinna sjókatta á varptíma. Seltjarnarnes Umhverfismál Fuglar Siglingaíþróttir Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Náttúruverndarstofnun lagði fram tillögu um stækkun og endurskoðun friðlýsingar í maí í fyrra og gaf frest þar til í júlí til að gera athugasemdir. „Meginmarkmið með friðlýsingunni er meðal annars að stuðla að vernd líffræðilegrar fjölbreytni, samanber 2. gr. laga nr. 60/2013, með því að vernda alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði á Seltjarnarnesi, vistgerðir þess og búsvæði fugla. Vernda skal lífríki í fjöru og á grunnsævi, einkum og sér í lagi með tilliti til fugla, sem og hafsbotninn,“ sagði í auglýsingunni. Meðal þeirra sem sendu inn umsagnir eru Íþróttasamband fatlaðra, Kayakklúbburinn, Siglingasamband Íslands og Vegagerðin. Auglýsing um breytingu á mörkum friðlandsins. Seltjarnarnes Umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar kynnti í fyrradag tillögur að nýjum skilmálum friðlýsingar Gróttu og Seltjarnar eftir samráð og birti samhliða ýmis gögn á vef bæjarins. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að innan marka friðlands verði tvö svæði, Grótta og Seltjörn, og að um þessi svæði muni gilda ólíkar reglur. Í nýju skilmálunum er farið ítarlega yfir sögu svæðisins, stærð þess og svo reglurnar sem eiga að gilda um til dæmis ómönnuð loftför og undanþágur sem gilda varðandi til dæmis leit björgunarsveita á svæðinu. Fjallað er um rannsóknir og vöktun, fræðslu og verndun gróðurs og dýralífs, veiðar, notkun skotvopna og um þau viðurlög sem gilda um brot á reglum. Þá eru einnig lagðar fram sérstakar reglur annars vegar á Gróttusvæði og annars vegar á Seltjarnarsvæði. Í reglum um Gróttu segir í nýjum reglum að öll umferð um eyna sé bönnuð frá 1. maí – 31. júlí til að koma í veg fyrir truflun á varptíma og er sá tími lengdur um 16 daga. Þá er fjallað um akstur út í Gróttu og undanþágur vegna björgunarstarfa og náttúruverndar. Hvað varðar Seltjörn segir í sérstökum reglum að umferð vatnatækja svo sem sjókatta, sjódreka og seglbretta innan Seltjarnar sé óheimil á tímabilinu 1. maí – 31. júlí. Almenn umferð skipa og báta sé þó heimil eftir hefðbundnum siglingaleiðum. Sex ára verkefni Í tilkynningu bæjarins um breytinguna segir að haustið 2019 hafi hafist endurskoðun á núgildandi skilmálum friðlýsingar Gróttu frá árinu 1984 undir stjórn Umhverfisstofnunar, nú Náttúruverndarstofnunar. Verkefnið hafi farið í bið árið 2022 en nú liggi fyrir tillaga til samþykktar í bæjarstjórn að nýrri afmörkun svæðisins og nýjum friðlýsingarskilmálum fyrir Gróttu og Seltjörn. Með tilkynningunni er settur sá fyrirvari að gögnin miði að því að friðlandið verði stækkað. Hafni bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar stækkuninni eins og hún hefur nú verið lögð fyrir muni Náttúruverndarstofnun uppfæra kortið, skilamálana og svör við athugasemdum í samræmi við afmörkunina og bera nýja tillögu undir Seltjarnarnesbæ. Svæði friðlýsingar árið 1974. Seltjarnarnesbær Líflegar umræður hafa verið um þessa breytingu í íbúagrúppu bæjarins á Facebook, Íbúar á Seltjarnarnesi. Fyrst setti Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri inn óformlega könnun um viðhorf bæjarbúa þann 10. janúar og tilkynnti að bæjarstjórn myndi taka ákvörðun í þessu máli á fundi sínum þann 21. janúar. Í færslu sinni benti hann á að með friðlýsingunni myndi ýmislegt breytast á svæðinu og að breytingar á svæðinu yrðu allar háðar mati Náttúruverndarstofnunar. Til dæmis ef gerð yrði ylströnd á svæðinu, landfylling yrði gerð til að stækka golfvöllinn og að kajakar og flugdrekabretti yrðu bönnuð. Ströndin og svæðið í kring er vinsælt svæði til útivistar. Vísir/Vilhelm Nefndin hafi svarað bæjarstjóra Karen María Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, gagnrýndi bæjarstjórann við færslu hans og þessa óformlegu könnun sem hann lagði fyrir. Í annarri ítarlegri færslu sem hún birti í gærkvöldi segist hún vilja leiðrétta ýmsar rangfærslur í máli bæjarstjórans. Þar fór hún yfir svör sem fengust á fundi umhverfisnefndar á þriðjudag þar sem lagðar voru fram fullyrðingar bæjarstjórans í færslu hans á Facebook. Í svörum sínum hafi nefndin til dæmis bent á að friðlýsingin hafi ekki sprottið upp úr tóminu heldur sé hún í takt við samþykktir bæjarins og yfirlýstan vilja íbúa sem fengist hefur í gegnum lýðræðislegt samráð. Bæjarstjórn frá 2025. Neðri röð: Sigurþóra Bergsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Efri röð: Bjarni Torfi Álfþórsson, Karen María Jónsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson. Silla Páls „Þetta er stórt mál sem íbúar hafa lengi verið meðvitaðir um og kallað eftir. Meðal annars leitaði fyrrum bæjarstjóri og umhverfisnefnd eftir hugmyndum og sjónarmiðum íbúa við gerð „7 viðmiða Seltjarnarness í átt að samhentu og vistvænu samfélagi til framtíðar” sem gefin voru út árið 2013 og snúa að umhverfismálum, útivist og vellíðan íbúa. Haldið var hugmyndaþing og hugmyndabanki settur upp en eitt þeirra verkefna sem íbúar töldu mikilvægust og vildu forgangsraða inn í aðgerðaráætlun næstu 5 ára var verndun Vestursvæðanna sem fólkvangs,“ segir Karen María og vísar í svör umhverfisnefndar. Ströndin og svæðið í kring er vinsælt svæði til útivistar. Vísir/Vilhelm Halda sínu skipulagsvaldi Í tilkynningu sinni sagði bæjarstjórinn að tilgangur friðlýsingarinnar væri verndun varps á svæðinu og að koma í veg fyrir sjósport svo sem kajaksiglingar og notkun svokallaðra flugdrekabretta. Karen María segir að samkvæmt svörum nefndarinnar sé tilgangur verndunar Gróttu og Seltjarnar sem heildstæðrar einingar með tilliti til náttúrufars, ólíkra vistkerfa og lífríkis, þar á meðal fuglalífs. „Friðlandinu verður skipt niður í minni svæði þar sem gilda mismunandi friðunar- og umgengnisreglur með tilliti til sérstaks hlutverks þeirra. Nefnd eru í því sambandi varp- og uppeldissvæði unga, fæðuöflun fugla og útivist fólks. Að sama skapi mun friðlýsingin tryggja að heimilt verði að sinna meindýravörnum í Gróttu á varptíma sem og þeim fasteignum sem í eynni eru en samkvæmt núverandi skilmálum sem í gildi eru er það bannað, segir Karen María að hafi verið svör nefndarinnar við þessari fullyrðingu. Þá bendir Karen María á að fullyrðingar Þórs um að Seltjarnarnesbær missi skipulagsvald sitt á svæðinu með friðlýsingu standist ekki. Bærinn haldi sínu skipulagsvaldi og að samkvæmt svörum nefndarinnar standist því ekki fullyrðingar Þórs um að breytingar verði allar háðar mati Náttúruverndarstofnunar. „Seltjarnarnesbær mun halda sínu skipulagsvaldi og skipulagshagsmunir eru því ekki í húfi,“ segir Karen María og að til dæmis ákvörðun um að gera ylströnd eða landfyllingu til að stækka golfvöll sé alltaf fyrst háð mati umhverfisnefndar Seltjarnarnesbæjar, skipulagsnefndar og svo bæjarstjórnar. Banna ekki sjósport „Veiti þær allar sínar heimildir þá leggur Náttúruverndarstofnun mat á það hvort áhrifin af slíkri framkvæmd gangi í berhögg við verndaráætlun. Hafa ber í huga að fjörurnar eru þegar á Náttúruminjaskrá og lúta því þegar svipuðum takmörkunum og friðlýsing Seltjarnar myndi fela í sér,“ segir Karen María að hafi verið svör kynningarnefndar um þessa fullyrðingu. Þá segir Karen María að nefndin hafi fullyrt í svörum sínum á fundinum að ekki eigi alfarið að banna notkun kajaka og flugdrekabretta við Seltjörn. Friðlýsingin heimili hvers konar sjósport en takmarki notkun ágengra sjótækja eins og flugdrekabretta og vélknúinna sjókatta á varptíma.
Seltjarnarnes Umhverfismál Fuglar Siglingaíþróttir Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira