Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2026 09:01 Bob Hanning er ekki hár í loftinu en hefur mikið vit á handbolta. Hér ræðir hann málin við tvo handboltakappa, Alexander Schlüter og Dominik Klein, sem eru miklu hærri en hann. Getty/Philipp Burmann Það getur verið skeinuhætt að byrja stórmót á móti óhefðbundnu liði sem spilar aðeins öðruvísi handbolta en menn eiga að venjast. Ísland mætir Ítalíu á föstudaginn í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta. Þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei mætt Ítalíu áður á stórmóti og Ítalir eru á sínu fyrsta stórmóti á þessari öld. Þeir hafa einu sinni áður verið með eða á EM á heimavelli árið 1998. Ítalska landsliðið var aftur á móti með á HM fyrir ári síðan þar sem liðið endaði í öðru sæti í sínum riðli og komst áfram í milliriðilinn. Fara nýjar leiðir í taktík Ítalska liðið tapaði reyndar með nítján marka mun á móti Dönum en vann hina tvo leiki sína á móti Túnis og Alsír. Liðið vann síðan einn leik í milliriðli sem var á móti Tékkum. Þjóðverjinn Bob Hanning þjálfar ítalska landsliðið og hefur verið að fara nýjar leiðir síðan hann tók við liðinu fyrir ári síðan. Gott dæmi um það er að spila ekki með línumann og vera frekar með fjóra leikmenn fyrir utan í staðinn auk hornamannanna tveggja. Hanning er þekktastur fyrir tengsl sín við Füchse Berlin þar sem hann hjálpaði til við að byggja upp stórveldið. Hanning hefur sjálfur notað gælunafnið „Napóleon“, sem hann fékk vegna vaxtar síns, útlits og framkomu, með því að birta myndir af sjálfum sér í búningum Napóleons. Bob Hanning lætur oft vel í sér heyra á hliðarlínunni.Getty/City-Press Hann er óhræddur við að fara sínar leiðir og er jafnframt þekktur fyrir að vinna með og uppgötva unga leikmenn. Hann var tilbúinn að veðja á Ítalíu-verkefnið og taka við liði sem var þekkt fyrir eitthvað allt annað en að vera með á stórmótum. Æfingar teknar upp af „sjö eða átta myndavélum Í nóvember bauð hann liðinu í æfingabúðir í „Füchsetown“, æfingaaðstöðu ríkjandi Þýskalandsmeistara Füchse Berlin. Hver einasta æfing var tekin upp af „sjö eða átta myndavélum, sem sýndu strákunum upp á sentimetra hvar þeir ættu að sækja á vörnina. „Ég held að mörg landslið vinni ekki svona,“ sagði Domenico Ebner, markvörður ítalska landsliðsins, í viðtali við heimasíðu EHF. Ég hafði ekki séð það áður Leikmennirnir hafa þegar tileinkað sér þessa nákvæmu nálgun: „Nú til dags sér maður leikmenn sitja saman í þriggja eða fjögurra manna hópum í æfingabúðum og ræða taktík og hvernig eigi að leysa vandamál. Ég hafði ekki séð það áður. Það er vissulega líka Bob að þakka,“ sagði Ebner. Að þróa leikstíl liðsins er ein hlið ráðningar Hannings. Sambandið vonast einnig til að hagnast á tengslum Hannings víðs vegar um Evrópu, sem gæti hjálpað fleiri ítölskum leikmönnum að spila erlendis, auk þess að auka fagmennsku í umgjörð landsliðsins. Leikmenn ítalska landsliðsins fagna langþráðu sæti á EM.Getty/Alessandro Tocco/ Förum þangað til að vinna alla þrjá leikina Það eru engir auðveldir riðlar eða andstæðingar á EM – eitthvað sem Hanning veit mætavel. Engu að síður hefur hann sett liði sínu metnaðarfull markmið: „Það er hægt að tapa fyrir Íslandi, Ungverjalandi og Póllandi – það er engin spurning. En við förum þangað til að vinna alla þrjá leikina,“ sagði Bob Hanning. Hanning tileinkar sér hugarfarsbreytinguna sem hann vill innleiða hjá sambandinu. „Við ætlum ekki að segja að við séum þessi „litla Ítalía“. Nei – við stefnum á milliriðil,“ sagði Hanning. Óþægilegt lið að spila á móti Ebner tekur undir þessi markmið: „Við getum verið óþægilegt lið að spila á móti. Við höfum nokkra möguleika í sókninni, getum spilað einn á einn með fjórum útileikmönnum, en höfum líka hávaxnari leikmenn í liðinu til að skjóta af löngu færi,“ sagði Ebner. Þessir eiginleikar, ásamt ítalska hugarfarinu, ítalska hjartanu sem hættir aldrei að berjast og fjölskylduanda liðsins, ættu að tryggja árangur á mótinu, að sögn Ebner. Þjálfarinn og markvörðurinn hafa svipað hugarfar þegar kemur að því að lýsa því hvað teljist árangur fyrir liðið. Með fallegum og aðlaðandi handbolta „Þegar við förum úr leikjunum með þá tilfinningu að við höfum gefið allt í þá, höfum við náð því sem við ætluðum okkur,“ sagði Ebner. Hanning bætir við: „Ég get sagt þér að ég vil vinna hvern einasta leik, sama hvenær eða hvar. Fyrir mér er mótið árangursríkt þegar við náum því sem við ætluðum okkur yfir marga leiki og veitum fólki innblástur með fallegum og aðlaðandi handbolta,“ sagði Hanning. Það verður því hugarfarspróf fyrir strákana okkar að spila við ítalska landsliðið í fyrsta leik EM 2026. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei mætt Ítalíu áður á stórmóti og Ítalir eru á sínu fyrsta stórmóti á þessari öld. Þeir hafa einu sinni áður verið með eða á EM á heimavelli árið 1998. Ítalska landsliðið var aftur á móti með á HM fyrir ári síðan þar sem liðið endaði í öðru sæti í sínum riðli og komst áfram í milliriðilinn. Fara nýjar leiðir í taktík Ítalska liðið tapaði reyndar með nítján marka mun á móti Dönum en vann hina tvo leiki sína á móti Túnis og Alsír. Liðið vann síðan einn leik í milliriðli sem var á móti Tékkum. Þjóðverjinn Bob Hanning þjálfar ítalska landsliðið og hefur verið að fara nýjar leiðir síðan hann tók við liðinu fyrir ári síðan. Gott dæmi um það er að spila ekki með línumann og vera frekar með fjóra leikmenn fyrir utan í staðinn auk hornamannanna tveggja. Hanning er þekktastur fyrir tengsl sín við Füchse Berlin þar sem hann hjálpaði til við að byggja upp stórveldið. Hanning hefur sjálfur notað gælunafnið „Napóleon“, sem hann fékk vegna vaxtar síns, útlits og framkomu, með því að birta myndir af sjálfum sér í búningum Napóleons. Bob Hanning lætur oft vel í sér heyra á hliðarlínunni.Getty/City-Press Hann er óhræddur við að fara sínar leiðir og er jafnframt þekktur fyrir að vinna með og uppgötva unga leikmenn. Hann var tilbúinn að veðja á Ítalíu-verkefnið og taka við liði sem var þekkt fyrir eitthvað allt annað en að vera með á stórmótum. Æfingar teknar upp af „sjö eða átta myndavélum Í nóvember bauð hann liðinu í æfingabúðir í „Füchsetown“, æfingaaðstöðu ríkjandi Þýskalandsmeistara Füchse Berlin. Hver einasta æfing var tekin upp af „sjö eða átta myndavélum, sem sýndu strákunum upp á sentimetra hvar þeir ættu að sækja á vörnina. „Ég held að mörg landslið vinni ekki svona,“ sagði Domenico Ebner, markvörður ítalska landsliðsins, í viðtali við heimasíðu EHF. Ég hafði ekki séð það áður Leikmennirnir hafa þegar tileinkað sér þessa nákvæmu nálgun: „Nú til dags sér maður leikmenn sitja saman í þriggja eða fjögurra manna hópum í æfingabúðum og ræða taktík og hvernig eigi að leysa vandamál. Ég hafði ekki séð það áður. Það er vissulega líka Bob að þakka,“ sagði Ebner. Að þróa leikstíl liðsins er ein hlið ráðningar Hannings. Sambandið vonast einnig til að hagnast á tengslum Hannings víðs vegar um Evrópu, sem gæti hjálpað fleiri ítölskum leikmönnum að spila erlendis, auk þess að auka fagmennsku í umgjörð landsliðsins. Leikmenn ítalska landsliðsins fagna langþráðu sæti á EM.Getty/Alessandro Tocco/ Förum þangað til að vinna alla þrjá leikina Það eru engir auðveldir riðlar eða andstæðingar á EM – eitthvað sem Hanning veit mætavel. Engu að síður hefur hann sett liði sínu metnaðarfull markmið: „Það er hægt að tapa fyrir Íslandi, Ungverjalandi og Póllandi – það er engin spurning. En við förum þangað til að vinna alla þrjá leikina,“ sagði Bob Hanning. Hanning tileinkar sér hugarfarsbreytinguna sem hann vill innleiða hjá sambandinu. „Við ætlum ekki að segja að við séum þessi „litla Ítalía“. Nei – við stefnum á milliriðil,“ sagði Hanning. Óþægilegt lið að spila á móti Ebner tekur undir þessi markmið: „Við getum verið óþægilegt lið að spila á móti. Við höfum nokkra möguleika í sókninni, getum spilað einn á einn með fjórum útileikmönnum, en höfum líka hávaxnari leikmenn í liðinu til að skjóta af löngu færi,“ sagði Ebner. Þessir eiginleikar, ásamt ítalska hugarfarinu, ítalska hjartanu sem hættir aldrei að berjast og fjölskylduanda liðsins, ættu að tryggja árangur á mótinu, að sögn Ebner. Þjálfarinn og markvörðurinn hafa svipað hugarfar þegar kemur að því að lýsa því hvað teljist árangur fyrir liðið. Með fallegum og aðlaðandi handbolta „Þegar við förum úr leikjunum með þá tilfinningu að við höfum gefið allt í þá, höfum við náð því sem við ætluðum okkur,“ sagði Ebner. Hanning bætir við: „Ég get sagt þér að ég vil vinna hvern einasta leik, sama hvenær eða hvar. Fyrir mér er mótið árangursríkt þegar við náum því sem við ætluðum okkur yfir marga leiki og veitum fólki innblástur með fallegum og aðlaðandi handbolta,“ sagði Hanning. Það verður því hugarfarspróf fyrir strákana okkar að spila við ítalska landsliðið í fyrsta leik EM 2026.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira