Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar 11. janúar 2026 15:31 Vísindafólk á sviði heilbrigðisvísinda hefur lengi lagt kapp á að rannsaka hvað raunverulega eflir heilsu og hvernig hægt er að minnka byrði lífsstílstengdra heilsuvandamála og þannig auka líkur á farsælu og löngu lífi. Niðurstöður rannsókna á þessu sviði eru skýrar og alls ekki svo flóknar. Í megin dráttum eru fimm mikilvægustu lífsstílstengdu stoðir heilbrigðs lífs einstaklinga út frá niðurstöðum fyrirliggjandi rannsókna eftirfarandi: Stunda reglubundna hreyfingu alla ævi, helst úti í náttúrunni. Búa við sterk og holl félagstengsl. Glíma við krefjandi og áhugaverð verkefni allt æviskeiðið sem reyna á vitsmunafærni einstaklingsins. Borða hollan og næringarríkan mat. Stunda hollar svefnvenjur. Rannsóknir á sviðinu sýna enn fremur að það eru ekki bara ákvarðanir einstaklinga í samfélögum sem ákvarða heilsubundnar venjur og heilsu einstaklinga heldur er auðvelt aðgengi til heilsusamlegra athafna ekki síður mikilvægt í þessu samhengi. Heilsusamlegustu samfélög heimsins eru þau þar sem aðgengi að heilsusamlegum athöfnum er best. Gott aðgengi heilsutengdra athafna jafngildir hraustu samfélagi. Einstaklingar sem stunda golf fá frábæra hreyfingu úti í náttúrunni. Kylfingar sem stunda íþrótt sína á efri árum fá einnig tækifæri til að glíma við krefjandi og skemmtileg verkefni á golfvellinum fram eftir aldri. Auk þess eru fáir staðir betri til að efla félagstengsl og rækta vinskap en golfvöllurinn, úti í náttúrunni, fjarri snjalltækjum sem stundum taka sér hlutverk tengslaþjófa ef notuð eru í of miklu magni. Fyrir utan þá skemmtun sem fæst með golfiðkun sem væri frábær ein og sér að þá eru þrjár af fimm ofangreindum meginstoðum heilbrigðs lífs óhjákvæmilega ofnar inn í lífsstíl þeirra sem stunda golf reglulega. Það kemur því ekki á óvart að stór samanburðarrannsókn sem unnin var í Svíþjóð af rannsóknarteymi frá Karolinska Institutet leiddi í ljós að kylfingar á aldrinum 40-79 ára höfðu 40% lægri dánartíðni á rannsóknartímabilinu en almenningur sem ekki stundaði golf og máttu kylfingar eiga von á að lifa 5 árum lengur samanborið við þau sem stunduðu ekki íþróttina. Golf er í dag næst fjölmennasta íþrótt sem stunduð er á Íslandi og stefnir hratt í að verða sú fjölmennasta ef aðstaðan leyfir. Alls voru 29.000 íbúa skráðir kylfingar á árinu sem leið og þessi tala væri töluvert hærri ef við værum með fleiri golfbrautir til afnota á höfuðborgarsvæðinu þar sem má segja að golf sé í dag uppselt. Flestir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru með langa biðlista og má sem dæmi nefna að biðlistinn eftir að komast inn í Nesklúbbinn á Seltjarnarnesi er meira en tvöfalt lengri en heildarfjöldi meðlima klúbbsins. Samtals 800 meðlimir eru í klúbbnum og um 2.000 á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Margir aðrir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru í svipuðum vanda og fleiri þúsund þyrstra verðandi kylfinga bíða á biðlistum klúbbanna á höfuðborgarsvæðinu eftir að fá að stunda sína heilsurækt þrátt fyrir að allt sé reynt til að koma sem flestum að innan klúbbanna. Aðstöðuleysið er farið að takmarka aðgengi fólks að heilsusamlegum lífsstíl. Á tímum þar sem 2/3 dauðsfalla eru rekin til lífstílstengdra vandamála sem hægt hefði verið að fyrirbyggja eða seinka með hollari lífsstílsvenjum megum við sem samfélag ekki við því að neita fólki sem vill lifa heilbrigðum lífsstíl og efla heilsu sína um aðstöðu til þess Golfvellir geta verið heilsuauðlindir fyrir fólk á ólíkum aldri og golfklúbbar landsins eru íþróttafélög sem gegna nú þegar lykilhlutverki þegar kemur að heilsueflingu fyrir fólk á öllum aldri. Í golfi höfum við tækifæri til að sinna okkar íþrótt alla ævi því eini raunverulegi andstæðingur kylfingsins er golfvöllurinn sjálfur. Allir geta því spilað golf saman óháð aldri og getu ef þeir fá andstæðing (golfvöll) til að keppa við. Íþróttahreyfingin þarf stuðning til að bjóða upp á aðstöðu og þarf traust stjórnvalda til að sinna hlutverki sínu sem eitt af sameiningartáknum heilsu á Íslandi. Þetta nær yfir barnastarf, afreksstarf, almenningsstarf og (h)eldrikylfinga starf. Á sama tíma vitum við hversu mikilvægar fyrirmyndir afreksfólkið okkar er og mikilvægt að okkar fremstu kylfingar hafi aðgengi að aðstöðu við hæfi til að þróa færni sína bæði innandyra á veturna og úti á sumrin. Golfsambandið kynnti nýverið metnaðarfullar hugmyndir að bættri aðstöðu fyrir okkar efnilegustu og bestu kylfinga sem klárlega er tímabært að sambandið fái stuðning við að láta verða að veruleika. Golfið er mikilvægur partur af lausninni að heilbrigðara samfélagi á Íslandi og getur spilað enn stærra hlutverk í heilsuvernd á Íslandi á næstu árum ef golfhreyfingin í heild fær aðstöðu og traust til þess að sinna því hlutverki eins og vel og hægt er. Golfið má ekki að sitja eftir hvað aðstöðu varðar til íþróttaiðkunar og golf hefur þá sérstöðu umfram margar aðrar frábærar íþróttir að kylfingar geta skilgreint sig sem ÍÞRÓTTAFÓLK ALLA ÆVI því golfíþróttin er sniðin að öllum óháð aldri. Höfundur er íþróttafræðingur og PGA golfkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Golfvellir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Vísindafólk á sviði heilbrigðisvísinda hefur lengi lagt kapp á að rannsaka hvað raunverulega eflir heilsu og hvernig hægt er að minnka byrði lífsstílstengdra heilsuvandamála og þannig auka líkur á farsælu og löngu lífi. Niðurstöður rannsókna á þessu sviði eru skýrar og alls ekki svo flóknar. Í megin dráttum eru fimm mikilvægustu lífsstílstengdu stoðir heilbrigðs lífs einstaklinga út frá niðurstöðum fyrirliggjandi rannsókna eftirfarandi: Stunda reglubundna hreyfingu alla ævi, helst úti í náttúrunni. Búa við sterk og holl félagstengsl. Glíma við krefjandi og áhugaverð verkefni allt æviskeiðið sem reyna á vitsmunafærni einstaklingsins. Borða hollan og næringarríkan mat. Stunda hollar svefnvenjur. Rannsóknir á sviðinu sýna enn fremur að það eru ekki bara ákvarðanir einstaklinga í samfélögum sem ákvarða heilsubundnar venjur og heilsu einstaklinga heldur er auðvelt aðgengi til heilsusamlegra athafna ekki síður mikilvægt í þessu samhengi. Heilsusamlegustu samfélög heimsins eru þau þar sem aðgengi að heilsusamlegum athöfnum er best. Gott aðgengi heilsutengdra athafna jafngildir hraustu samfélagi. Einstaklingar sem stunda golf fá frábæra hreyfingu úti í náttúrunni. Kylfingar sem stunda íþrótt sína á efri árum fá einnig tækifæri til að glíma við krefjandi og skemmtileg verkefni á golfvellinum fram eftir aldri. Auk þess eru fáir staðir betri til að efla félagstengsl og rækta vinskap en golfvöllurinn, úti í náttúrunni, fjarri snjalltækjum sem stundum taka sér hlutverk tengslaþjófa ef notuð eru í of miklu magni. Fyrir utan þá skemmtun sem fæst með golfiðkun sem væri frábær ein og sér að þá eru þrjár af fimm ofangreindum meginstoðum heilbrigðs lífs óhjákvæmilega ofnar inn í lífsstíl þeirra sem stunda golf reglulega. Það kemur því ekki á óvart að stór samanburðarrannsókn sem unnin var í Svíþjóð af rannsóknarteymi frá Karolinska Institutet leiddi í ljós að kylfingar á aldrinum 40-79 ára höfðu 40% lægri dánartíðni á rannsóknartímabilinu en almenningur sem ekki stundaði golf og máttu kylfingar eiga von á að lifa 5 árum lengur samanborið við þau sem stunduðu ekki íþróttina. Golf er í dag næst fjölmennasta íþrótt sem stunduð er á Íslandi og stefnir hratt í að verða sú fjölmennasta ef aðstaðan leyfir. Alls voru 29.000 íbúa skráðir kylfingar á árinu sem leið og þessi tala væri töluvert hærri ef við værum með fleiri golfbrautir til afnota á höfuðborgarsvæðinu þar sem má segja að golf sé í dag uppselt. Flestir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru með langa biðlista og má sem dæmi nefna að biðlistinn eftir að komast inn í Nesklúbbinn á Seltjarnarnesi er meira en tvöfalt lengri en heildarfjöldi meðlima klúbbsins. Samtals 800 meðlimir eru í klúbbnum og um 2.000 á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Margir aðrir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru í svipuðum vanda og fleiri þúsund þyrstra verðandi kylfinga bíða á biðlistum klúbbanna á höfuðborgarsvæðinu eftir að fá að stunda sína heilsurækt þrátt fyrir að allt sé reynt til að koma sem flestum að innan klúbbanna. Aðstöðuleysið er farið að takmarka aðgengi fólks að heilsusamlegum lífsstíl. Á tímum þar sem 2/3 dauðsfalla eru rekin til lífstílstengdra vandamála sem hægt hefði verið að fyrirbyggja eða seinka með hollari lífsstílsvenjum megum við sem samfélag ekki við því að neita fólki sem vill lifa heilbrigðum lífsstíl og efla heilsu sína um aðstöðu til þess Golfvellir geta verið heilsuauðlindir fyrir fólk á ólíkum aldri og golfklúbbar landsins eru íþróttafélög sem gegna nú þegar lykilhlutverki þegar kemur að heilsueflingu fyrir fólk á öllum aldri. Í golfi höfum við tækifæri til að sinna okkar íþrótt alla ævi því eini raunverulegi andstæðingur kylfingsins er golfvöllurinn sjálfur. Allir geta því spilað golf saman óháð aldri og getu ef þeir fá andstæðing (golfvöll) til að keppa við. Íþróttahreyfingin þarf stuðning til að bjóða upp á aðstöðu og þarf traust stjórnvalda til að sinna hlutverki sínu sem eitt af sameiningartáknum heilsu á Íslandi. Þetta nær yfir barnastarf, afreksstarf, almenningsstarf og (h)eldrikylfinga starf. Á sama tíma vitum við hversu mikilvægar fyrirmyndir afreksfólkið okkar er og mikilvægt að okkar fremstu kylfingar hafi aðgengi að aðstöðu við hæfi til að þróa færni sína bæði innandyra á veturna og úti á sumrin. Golfsambandið kynnti nýverið metnaðarfullar hugmyndir að bættri aðstöðu fyrir okkar efnilegustu og bestu kylfinga sem klárlega er tímabært að sambandið fái stuðning við að láta verða að veruleika. Golfið er mikilvægur partur af lausninni að heilbrigðara samfélagi á Íslandi og getur spilað enn stærra hlutverk í heilsuvernd á Íslandi á næstu árum ef golfhreyfingin í heild fær aðstöðu og traust til þess að sinna því hlutverki eins og vel og hægt er. Golfið má ekki að sitja eftir hvað aðstöðu varðar til íþróttaiðkunar og golf hefur þá sérstöðu umfram margar aðrar frábærar íþróttir að kylfingar geta skilgreint sig sem ÍÞRÓTTAFÓLK ALLA ÆVI því golfíþróttin er sniðin að öllum óháð aldri. Höfundur er íþróttafræðingur og PGA golfkennari.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun