„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. janúar 2026 22:53 Stella Samúelsdóttir er framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi. vísir/lýður Valberg Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. Gervigreindarmállíkan samfélagsmiðilsins Twitter hefur ítrekað ratað í fjölmiðla undanfarið og nú fyrir að falsa klámfengnar myndir af konum. Notendur Twitter hafa hlaðið upp þúsundum mynda af fólki í alls konar athöfnum og beðið spjallmennið sem heitir Grok um að afklæða það eða klæða í sundföt. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt að spjallmennið hafi verið notað til að skapa kynferðislegar myndir af sér og stjórnvöld í Evrópu rannsaka nú málið. Tæknin var til að mynda notuð gegn varaforsætisráðherra Svíþjóðar og þá hefur forritið verið sagt gera það sama við myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára aldur. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í í tæknirétti og mannréttindum sem hefur unnið gegn stafrænu ofbeldi í garð stúlkna og kvenna, segir skilmála tæknirisa grafa undan réttindum einstaklinga. „Ég held að þetta hafi verið fullkomlega fyrirsjáanlegt. Við sjáum þessa sömu notkun á nánast öllum tæknimiðlum sem eru þróaðir. Þeir eru yfirleitt notaðir til að kúga og niðurlægja konur. Sérstaklega eins og Grok sem gengur svolítið út á að vera með vesen. Það er núna fram undan uppfærsla á skilmálunum þeirra sem gerir það enn þá skýrara að þeir fyrri sig allri ábyrgð á óheppilegri notkun til dæmis í þessu samhengi.“ Það sé gagnrýnisvert að fyrirtæki skýli sér á bak við tjáningarfrelsi. Réttindi þolenda eru misjöfn eftir löndum. „Þarna myndu íslenskir notendur vera í nokkuð góðri stöðu. Íslenska regluverkið tekur á því þegar efni er falsað og ákveðið tekur á því þegar efni er falsað. Vandinn yrði hins vegar að finna út hver það er sem stendur á bak við dreifinguna og að búa til efnið. Þar þarf lögreglan að reiða sig á samvinnu við viðkomandi miðil. Þar skiptir auðvitað máli hver miðillinn er, því þeir eru ekki allir jafn samstarfsfúsir.“ Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi, segir þetta dæmi um skýrt bakslag í kvenréttindabaráttunni. 550 prósenta aukning hafi orðið í djúpfölsunum undanfarin ár. 98% beinist gegn konum. „Við erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur sem hafa lent í því að myndir eru teknar af þeim og þeim breytt. Þetta er náttúrulega stórkostlega alvarlegur glæpur.“ Hún segir ofbeldið oft miða gegn baráttukonum eða konum í valdastöðum. „Þannig þetta náttúrulega veikir þeirra stöðu og þær veigra sér við að taka þátt í samfélaginu vegna þess að þær vita að þetta er hættan sem þær standa frammi fyrir. Og þá erum við farin að sjá veikara lýðræði.“ Gervigreind Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gervigreindarmállíkan samfélagsmiðilsins Twitter hefur ítrekað ratað í fjölmiðla undanfarið og nú fyrir að falsa klámfengnar myndir af konum. Notendur Twitter hafa hlaðið upp þúsundum mynda af fólki í alls konar athöfnum og beðið spjallmennið sem heitir Grok um að afklæða það eða klæða í sundföt. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt að spjallmennið hafi verið notað til að skapa kynferðislegar myndir af sér og stjórnvöld í Evrópu rannsaka nú málið. Tæknin var til að mynda notuð gegn varaforsætisráðherra Svíþjóðar og þá hefur forritið verið sagt gera það sama við myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára aldur. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í í tæknirétti og mannréttindum sem hefur unnið gegn stafrænu ofbeldi í garð stúlkna og kvenna, segir skilmála tæknirisa grafa undan réttindum einstaklinga. „Ég held að þetta hafi verið fullkomlega fyrirsjáanlegt. Við sjáum þessa sömu notkun á nánast öllum tæknimiðlum sem eru þróaðir. Þeir eru yfirleitt notaðir til að kúga og niðurlægja konur. Sérstaklega eins og Grok sem gengur svolítið út á að vera með vesen. Það er núna fram undan uppfærsla á skilmálunum þeirra sem gerir það enn þá skýrara að þeir fyrri sig allri ábyrgð á óheppilegri notkun til dæmis í þessu samhengi.“ Það sé gagnrýnisvert að fyrirtæki skýli sér á bak við tjáningarfrelsi. Réttindi þolenda eru misjöfn eftir löndum. „Þarna myndu íslenskir notendur vera í nokkuð góðri stöðu. Íslenska regluverkið tekur á því þegar efni er falsað og ákveðið tekur á því þegar efni er falsað. Vandinn yrði hins vegar að finna út hver það er sem stendur á bak við dreifinguna og að búa til efnið. Þar þarf lögreglan að reiða sig á samvinnu við viðkomandi miðil. Þar skiptir auðvitað máli hver miðillinn er, því þeir eru ekki allir jafn samstarfsfúsir.“ Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi, segir þetta dæmi um skýrt bakslag í kvenréttindabaráttunni. 550 prósenta aukning hafi orðið í djúpfölsunum undanfarin ár. 98% beinist gegn konum. „Við erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur sem hafa lent í því að myndir eru teknar af þeim og þeim breytt. Þetta er náttúrulega stórkostlega alvarlegur glæpur.“ Hún segir ofbeldið oft miða gegn baráttukonum eða konum í valdastöðum. „Þannig þetta náttúrulega veikir þeirra stöðu og þær veigra sér við að taka þátt í samfélaginu vegna þess að þær vita að þetta er hættan sem þær standa frammi fyrir. Og þá erum við farin að sjá veikara lýðræði.“
Gervigreind Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira