Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 6. janúar 2026 23:19 Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti að standa undir sér með auknum tekjum. Þær auknu tekjur áttu að koma frá notendum, heimilum, fyrirtækjum og innviðum samfélagsins, með færslu yfir í dýrari forgangsflutning. Þetta var ekki smáa letrið. Þetta var lykilforsenda. Orð stýrihóps þar sem bæjarstjórinn okkar sat ásamt bæjarfulltrúa voru þessi: „Ítrekað skal að með þessum framkvæmdum er ekki verið að kalla eftir fjárframlögum frá hinu opinbera til að standa straum af lagningu strengja og orkuflutningi til Vestmannaeyja. Færsla notenda af skerðanlegum flutningi yfir á forgangs flutning skilar auknum tekjum og stendur vel undir lagningu nýrra strengja.“ Sem sagt þau vissu að kostnaður við framkvæmdir yrðu fluttar yfir á okkur íbúa og fyrirtækin hér. Þetta hins vegar ekki sett fram með heiðarlegum hætti gagnvart okkur íbúum. Þar ríkti hin háværa þögn sem einkennt hefur störf bæjarstjórnar með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið hér. Ekki vantaði upp á skrautið og hátíðarskálræðurnar þegar undirrituð var viljayfirlýsing þar sem talað var um orkuskipti, loftslag og framtíðarsýn. Kostnaðurinn? Ekki orð um hann. Engin greining á áhrifum á atvinnulíf. Engin raunveruleg umræða um hvað þetta þýddi fyrir samfélag sem er þegar viðkvæmt fyrir hækkunum á flutnings- og orkukostnaði. Í þessu eins og í öðru hér í Eyjum ekki framsýninni fyrir að fara. Meira lagt upp úr umbúðunum, fínheitunum og myndatöku. Nú er staðan sú að rafmagnsferjan Herjólfur, tákn orkuskipta og grænnar framtíðar í Eyjum, hefur hætt að hlaða í heimahöfn og siglir á olíu. Atvinnurekendur tala um „hræðilega“ stöðu og heimilin finna fyrir hækkunum. Þá allt í einu stígur bæjarstjóri fram og lýsir áhyggjum og undrun með það sem hún sjálf tók ákvörðun um. Það er furðulegt að kvarta þegar reikningurinn sem hún skrifaði sjálf er kominn. Málið snýst ekki um að vera á móti orkuskiptum. Það snýst um að taka ákvarðanir af ábyrgð, segja fólki sannleikann og standa með eigin gjörðum. Ef bæjarstjórn samþykkir verkefni sem byggir á því að hækka orkukostnað stórlega, þá getur hún ekki komið fram síðar og þóst vera fórnarlamb kerfisins. Í Vestmannaeyjum er ekki skortur á skjölum, upplýsingum eða viðvörunum. Það er ekki skortur á hátíðarsölum, dýrum skrifstofum og búblum. Það sem skortir er pólitískt hugrekki til að segja hlutina eins og þeir eru. Og nú borgar samfélagið í Eyjum reikninginn. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti að standa undir sér með auknum tekjum. Þær auknu tekjur áttu að koma frá notendum, heimilum, fyrirtækjum og innviðum samfélagsins, með færslu yfir í dýrari forgangsflutning. Þetta var ekki smáa letrið. Þetta var lykilforsenda. Orð stýrihóps þar sem bæjarstjórinn okkar sat ásamt bæjarfulltrúa voru þessi: „Ítrekað skal að með þessum framkvæmdum er ekki verið að kalla eftir fjárframlögum frá hinu opinbera til að standa straum af lagningu strengja og orkuflutningi til Vestmannaeyja. Færsla notenda af skerðanlegum flutningi yfir á forgangs flutning skilar auknum tekjum og stendur vel undir lagningu nýrra strengja.“ Sem sagt þau vissu að kostnaður við framkvæmdir yrðu fluttar yfir á okkur íbúa og fyrirtækin hér. Þetta hins vegar ekki sett fram með heiðarlegum hætti gagnvart okkur íbúum. Þar ríkti hin háværa þögn sem einkennt hefur störf bæjarstjórnar með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið hér. Ekki vantaði upp á skrautið og hátíðarskálræðurnar þegar undirrituð var viljayfirlýsing þar sem talað var um orkuskipti, loftslag og framtíðarsýn. Kostnaðurinn? Ekki orð um hann. Engin greining á áhrifum á atvinnulíf. Engin raunveruleg umræða um hvað þetta þýddi fyrir samfélag sem er þegar viðkvæmt fyrir hækkunum á flutnings- og orkukostnaði. Í þessu eins og í öðru hér í Eyjum ekki framsýninni fyrir að fara. Meira lagt upp úr umbúðunum, fínheitunum og myndatöku. Nú er staðan sú að rafmagnsferjan Herjólfur, tákn orkuskipta og grænnar framtíðar í Eyjum, hefur hætt að hlaða í heimahöfn og siglir á olíu. Atvinnurekendur tala um „hræðilega“ stöðu og heimilin finna fyrir hækkunum. Þá allt í einu stígur bæjarstjóri fram og lýsir áhyggjum og undrun með það sem hún sjálf tók ákvörðun um. Það er furðulegt að kvarta þegar reikningurinn sem hún skrifaði sjálf er kominn. Málið snýst ekki um að vera á móti orkuskiptum. Það snýst um að taka ákvarðanir af ábyrgð, segja fólki sannleikann og standa með eigin gjörðum. Ef bæjarstjórn samþykkir verkefni sem byggir á því að hækka orkukostnað stórlega, þá getur hún ekki komið fram síðar og þóst vera fórnarlamb kerfisins. Í Vestmannaeyjum er ekki skortur á skjölum, upplýsingum eða viðvörunum. Það er ekki skortur á hátíðarsölum, dýrum skrifstofum og búblum. Það sem skortir er pólitískt hugrekki til að segja hlutina eins og þeir eru. Og nú borgar samfélagið í Eyjum reikninginn. Höfundur er smiður.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar