„Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2026 17:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt langa ræðu fyrir framan þingmenn Repúblikanaflokksins í dag og fór um víðan völl. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. Þetta er meðal þess sem Trump sagði í ávarpi í Trump Kennedy Center í Washington DC, eins og stofnunin er nú kölluð. Í upphafi ávarpsins, þar sem Trump fór um mjög víðan völl, spurði hann Repúblikanana í salnum hvað væri eiginlega að gerast í hausnum á kjósendum. Stefnumál hans og Repúblikana væru svo góð. Þá ræddi hann líkurnar á því að Repúblikanar myndu tapa meirihluta sínum í fulltrúadeildinni í þingkosningunum í haust. „Þeir segja að þegar maður vinnur forsetakosningarnar, tapi maður þingkosningunum. Svo, þið eruð mjög gáfað fólk og flest ykkar hefur verið lengur að þessu en ég, sem gerir mig snjallari en þið, því þið sjáið hvar ég er, ekki satt. Nei, það þýðir það ekki. Ég óska þess að þið gætuð útskýrt fyrir mér hver fjandinn er að gerast í hugum almennings. Því við erum með réttu stefnumálin, ekki þeir. Þeir eru með hræðileg stefnumál,“ sagði Trump. Hann sagði Demókrata þó standa saman. „Þeir eru ofbeldisfullir, þeir eru grimmir, þið vitið, þetta er grimmt fólk en þeir standa saman, eins og límdir.“ Forsetinn skaut því næst á Repúblikana sem hafa ekki staðið jafn vel saman á kjörtímabilinu og deilur þeirra á milli hafa komið niður á störfum þingflokksins. Trump to House Republicans: "Most of you are in this business longer than me. That makes me smarter than you. Because look where I am, right? No it doesn't. But I wish you could explain to me what the hell is going on with the mind of the public because we have the right policy." pic.twitter.com/OhU7Ni6D4E— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2026 Lofaði Mike Johnson Trump ræddi því stuttlega um, Doug Lamalfa, þingmann Repúblikanaflokksins sem lést á dögunum. Því næst talaði hann um Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og sagði að hann væri indæll maður sem gæti þó verið mjög harður í horn að taka. Þakkaði forsetinn honum fyrir störf hans á kjörtímabilinu og dugnað hans og lýsti yfir stuðningi við Johnson í embætti. Trump sagði að búið væri að kvarta yfir því að Johnson væri ekki harðari í horn að taka en það væri erfitt þegar hann væri með einungis þriggja manna meirihluta, og nú enn minni, á þinginu. Johnson mætti ekki reita neinn þingmann til reiði. Forsetinn sagði einn þingmann Repúblikanaflokksins aldrei greiða atkvæði með flokksbræðrum sínum, sama hversu gott frumvarpið væri. Mögulega var hann að vísa til Thomas Massie, frá Kentucky, sem hefur átt í miklum deilum við forsvarsmenn flokksins og er einn þeirra þingmanna sem þvinguðu ríkisstjórn Trumps til að opinbera Epstein-skjölin. „Þeir kalla mig alltaf einræðisherra“ Seinna meir í ávarpi sínu sneri Trump sér aftur að komandi þingkosningum. Hann gagnrýndi Joe Biden, forvera sinn, skyndilega og lýsti yfir furðu sinni á því að Repúblikanar þyrftu yfir höfuð að eiga í kosningabaráttu við Demókrata. Þeir væru svo hræðilegir og stefnumál þeirra svo slæm. Þá talaði Trump um það að hætta við kosningarnar í haust en að hann vildi ekki segja það. „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar, þeir ættu að hætta við kosningarnar. Því þá segja fölsku fjölmiðlarnir: „Hann vill hætta við kosningarnar. Hann er einræðisherra“. Þeir kalla mig alltaf einræðisherra. Enginn var verri en Obama og fólkið sem umkringdi Biden, ekki Biden, ég held það hafi ekki verið Biden. Hann hefði ekki hugmynd um hver fjandinn var í gangi. Kosningunum var stolið. Hann hafði ekki hugmynd um hvað gerðist og hefur ekki enn hugmynd.“ Trump hélt því fram að Biden hefði notað sérstakt tól til að skrifa undir öll frumvörp, tilskipanir og önnur skjöl. Trump: "They have the worst policy. How we have to even run against these people -- I won't say cancel the election, they should cancel the election, because the fake news with say, 'He wants the elections canceled. He's a dictator.' They always call me a dictator. Nobody is… pic.twitter.com/z2bhP3c5uM— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2026 Á ensku kallast þetta tól „autopen“ og hefur Trump ítrekað haldið því fram að flestar, ef ekki allar, tilskipanir Bidens hafi verið ólöglegar vegna þess að þetta tól hafi verið notað. Forsetar Bandaríkjanna hafa þó notað þetta tól í fjölmörg ár og það hefur Trump einnig ítrekað gert sjálfur. Sjá einnig: Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ „Þú mátt ekki gera það,“ sagði Trump um notkun þessa tóls áður en hann sagðist hafa gert það af og til. „Nú skrifa ég sjálfur undir allt, því þetta er svo galið.“ Trump talaði enn og aftur um að kosningunum 2020 hefði verið stolið af honum og að Biden hefði ekki verið raunverulegur forseti, að hluta til vegna undirskriftatólsins. Enn seinna í ræðunni sagði Trump að Repúblikanar yrðu að taka pólitíkina alvarlega. Ef þeir héldu ekki meirihluta þeirra á þingi muni Bandaríkin fara til andskotans. „Við getum ekki spilað leiki,“ sagði Trump. Hann sagði fylgi Repúblikana ekki líta vel út um þessar mundir og sagði ríkisstjórn hans hefði erft hræðilegan efnahag frá Biden. Nú væri allt í blóma. Allt ávarp Trumps má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Trump sagði í ávarpi í Trump Kennedy Center í Washington DC, eins og stofnunin er nú kölluð. Í upphafi ávarpsins, þar sem Trump fór um mjög víðan völl, spurði hann Repúblikanana í salnum hvað væri eiginlega að gerast í hausnum á kjósendum. Stefnumál hans og Repúblikana væru svo góð. Þá ræddi hann líkurnar á því að Repúblikanar myndu tapa meirihluta sínum í fulltrúadeildinni í þingkosningunum í haust. „Þeir segja að þegar maður vinnur forsetakosningarnar, tapi maður þingkosningunum. Svo, þið eruð mjög gáfað fólk og flest ykkar hefur verið lengur að þessu en ég, sem gerir mig snjallari en þið, því þið sjáið hvar ég er, ekki satt. Nei, það þýðir það ekki. Ég óska þess að þið gætuð útskýrt fyrir mér hver fjandinn er að gerast í hugum almennings. Því við erum með réttu stefnumálin, ekki þeir. Þeir eru með hræðileg stefnumál,“ sagði Trump. Hann sagði Demókrata þó standa saman. „Þeir eru ofbeldisfullir, þeir eru grimmir, þið vitið, þetta er grimmt fólk en þeir standa saman, eins og límdir.“ Forsetinn skaut því næst á Repúblikana sem hafa ekki staðið jafn vel saman á kjörtímabilinu og deilur þeirra á milli hafa komið niður á störfum þingflokksins. Trump to House Republicans: "Most of you are in this business longer than me. That makes me smarter than you. Because look where I am, right? No it doesn't. But I wish you could explain to me what the hell is going on with the mind of the public because we have the right policy." pic.twitter.com/OhU7Ni6D4E— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2026 Lofaði Mike Johnson Trump ræddi því stuttlega um, Doug Lamalfa, þingmann Repúblikanaflokksins sem lést á dögunum. Því næst talaði hann um Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og sagði að hann væri indæll maður sem gæti þó verið mjög harður í horn að taka. Þakkaði forsetinn honum fyrir störf hans á kjörtímabilinu og dugnað hans og lýsti yfir stuðningi við Johnson í embætti. Trump sagði að búið væri að kvarta yfir því að Johnson væri ekki harðari í horn að taka en það væri erfitt þegar hann væri með einungis þriggja manna meirihluta, og nú enn minni, á þinginu. Johnson mætti ekki reita neinn þingmann til reiði. Forsetinn sagði einn þingmann Repúblikanaflokksins aldrei greiða atkvæði með flokksbræðrum sínum, sama hversu gott frumvarpið væri. Mögulega var hann að vísa til Thomas Massie, frá Kentucky, sem hefur átt í miklum deilum við forsvarsmenn flokksins og er einn þeirra þingmanna sem þvinguðu ríkisstjórn Trumps til að opinbera Epstein-skjölin. „Þeir kalla mig alltaf einræðisherra“ Seinna meir í ávarpi sínu sneri Trump sér aftur að komandi þingkosningum. Hann gagnrýndi Joe Biden, forvera sinn, skyndilega og lýsti yfir furðu sinni á því að Repúblikanar þyrftu yfir höfuð að eiga í kosningabaráttu við Demókrata. Þeir væru svo hræðilegir og stefnumál þeirra svo slæm. Þá talaði Trump um það að hætta við kosningarnar í haust en að hann vildi ekki segja það. „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar, þeir ættu að hætta við kosningarnar. Því þá segja fölsku fjölmiðlarnir: „Hann vill hætta við kosningarnar. Hann er einræðisherra“. Þeir kalla mig alltaf einræðisherra. Enginn var verri en Obama og fólkið sem umkringdi Biden, ekki Biden, ég held það hafi ekki verið Biden. Hann hefði ekki hugmynd um hver fjandinn var í gangi. Kosningunum var stolið. Hann hafði ekki hugmynd um hvað gerðist og hefur ekki enn hugmynd.“ Trump hélt því fram að Biden hefði notað sérstakt tól til að skrifa undir öll frumvörp, tilskipanir og önnur skjöl. Trump: "They have the worst policy. How we have to even run against these people -- I won't say cancel the election, they should cancel the election, because the fake news with say, 'He wants the elections canceled. He's a dictator.' They always call me a dictator. Nobody is… pic.twitter.com/z2bhP3c5uM— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2026 Á ensku kallast þetta tól „autopen“ og hefur Trump ítrekað haldið því fram að flestar, ef ekki allar, tilskipanir Bidens hafi verið ólöglegar vegna þess að þetta tól hafi verið notað. Forsetar Bandaríkjanna hafa þó notað þetta tól í fjölmörg ár og það hefur Trump einnig ítrekað gert sjálfur. Sjá einnig: Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ „Þú mátt ekki gera það,“ sagði Trump um notkun þessa tóls áður en hann sagðist hafa gert það af og til. „Nú skrifa ég sjálfur undir allt, því þetta er svo galið.“ Trump talaði enn og aftur um að kosningunum 2020 hefði verið stolið af honum og að Biden hefði ekki verið raunverulegur forseti, að hluta til vegna undirskriftatólsins. Enn seinna í ræðunni sagði Trump að Repúblikanar yrðu að taka pólitíkina alvarlega. Ef þeir héldu ekki meirihluta þeirra á þingi muni Bandaríkin fara til andskotans. „Við getum ekki spilað leiki,“ sagði Trump. Hann sagði fylgi Repúblikana ekki líta vel út um þessar mundir og sagði ríkisstjórn hans hefði erft hræðilegan efnahag frá Biden. Nú væri allt í blóma. Allt ávarp Trumps má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira