Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar 6. janúar 2026 13:32 Ólíkt því sem ítrekað hefur verið haldið fram í umræðunni um fjölda kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum hér á landi og tilheyrandi kostnað sem því fylgir, þá eru sveitarstjórnir á Íslandi mun fámennari en þekkist í flestum öðrum löndum. Að meðaltali eru 7 fulltrúar í hverri sveitarstjórn á Íslandi, sem þýðir að þær eru næstfámennustu sveitarstjórnir í Evrópu. Eina landið sem er með færri fulltrúa í sveitarstjórnum að meðaltali er Ungverjaland. Á hinum Norðurlöndunum eru fulltrúar í sveitarstjórnum að meðaltali á bilinu 25-44 talsins. Skýringin á því hvers vegna kjörnir fulltrúar eru svo fáir að meðaltali hér á landi hefur lítið sem ekkert að gera með stærð sveitarfélaganna. Sem dæmi má nefna að ef Hafnarfjarðarbær væri sveitarfélag í Danmörku þá væru kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn á bilinu 19-25 talsins. Ef Hafnarfjörður væri bær í Noregi væru um 41-49 fulltrúar í bæjarstjórninni, 49-51 ef bærinn væri í Svíþjóð og 43-51 ef Hafnarfjörður væri í Finnlandi. Í dag eru 11 kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hefur fjöldi þeirra verið óbreyttur frá árinu 1974, þegar þeim var fjölgað úr 9 í 11. Þar áður hafði kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar verið fjölgað úr 7 í 9 árið 1914. Árið 1974 bjuggu um 11 þúsund manns í bænum en frá þeim tíma hefur fjöldi íbúa nærri þrefaldast. Íslenska fyrirkomulaginu fylgja ýmsir ókostir sem sjaldan eru nefndir í opinberri umræðu. Yfirleitt snýst umræðan bara um að með enn frekari fækkun kjörinna fulltrúa sé hægt að hagræða í rekstri hins opinbera. Einn helsti ókosturinn við íslenska fyrirkomulagið er að í því felst meira álag á kjörna fulltrúa en þekkist í öðrum löndum. Þá hefur verkaskipting kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélaga þróast á mjög óhefðbundinn hátt, þar sem kjörnir fulltrúar eru oft á tíðum óþarflega mikið með puttana í daglegum rekstri. Tækifæri fólks til að taka þátt í sveitarstjórnarmálum er því að mörgu leyti takmarkaðra hér á landi en í nágrannalöndunum. Hér eru það einkum stjórnendur fyrirtækja og hjá hinu opinbera og nokkrar starfstéttir sem hafa svigrúm til að sinna störfum samhliða þátttöku í sveitarstjórnum en stór hluti samfélagsins eru í raun útilokaður frá þátttöku, ekki síst þau sem sinna þjónustustörfum og hafa ekki heimild til að stýra vinnutíma sínum sjálf. Þannig má segja að hið íslenska fyrirkomulag sé einskonar elítufyrirkomulag, hvar aðeins þeir hærra settu hafa tækifæri til að taka þátt í stefnumótun fyrir samfélagið sitt. Því fámennari sem bæjarstjórnir eru því meiri hætta er á að innan þeirra skapist spilling og almannahagsmunir verði undir í samkeppni við sérhagsmunina. Það eykur sömuleiðis líkur á því að ákveðnir stjórnmálaflokkar geti haldið völdum án þess að hafa meirihlutastuðning íbúanna að baki sér. Það skýrist annarsvegar af því hversu fáir fulltrúar eru að jafnaði í sveitarstjórnum og þeirri reiknireglu sem gildir um skipan í sveitarstjórnir, svokallaðri d'Hondt reglu. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði fékk til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn 4 bæjarfulltrúa sem samsvarar 36,4% fulltrúa í bæjarstjórn en fylgi flokksins nam 30,7%. Samfylkingin hlaut einnig 4 sæti í bæjarstjórn en fylgi flokksins nam 29% í kosningunum og Framsókn fékk 2 fulltrúa sem samsvarar 18% kjörinna fulltrúa en flokkurinn hlaut 13,7% fylgi. Það þýðir að hvergi á landinu voru hlutfallslega fleirri atkvæði bæjarbúa látin dauð falla í kosningunum. Um 17,5% atkvæða voru greidd til flokka sem ekki fengu fulltrúa í bæjarstjórn. Þar með talið voru Píratar sem fengu 6,1% atkvæða, VG sem fékk 4,3%, Bæjarlistinn 4,3% og Miðflokkurinn 2,8%. Ef Hafnarfjörður væri bær sem tilheyrði einhverju hinna Norðurlandanna þá hefðu allir þessir flokkar og kjósendur þeirra fengið einn eða fleiri fulltrúa í bæjarstjórn. Sem skýrir kannski hvers vegna stóru flokkarnir tala stöðugt fyrir því að fækka kjörnum fulltrúum frekar en að fjölga þeim, enda hyglir það fyrirkomulag þeim en ekki lýðræðinu. Þar er í raun ekki verið að tala fyrir bættu lýðræði og hagsmunum almennings heldur fyrst og fremst hagsmunum flokkanna. Sem skýrir kannski einnig þá staðreynd að þeir flokkar sem hafa farið með völdin í Hafnarfirði síðustu ár hafa ákveðið að nýta ekki þá heimild sem er í lögum til að fjölga fulltrúum í bæjarstjórninni. Sem skýrir kannski líka hvers vegna stór hluti bæjarbúa velur orðið að sitja heima og nýta ekki kosningarétt sinn, eins og raunin hefur verið síðustu ár þar sem kjörsókn hefur farið stöðugt minnkandi. Það er ekki ólíklegt að það skýrist að hluta til vegna þess hve fámennur og einsleitur hópur það er sem kemur að bæjarmálunum. Af því leiðir óhjákvæmilega að tenging þeirra við íbúana minnnkar stöðugt. Ef við viljum styrkja lýðræðið í bænum, auka kosningaþátttöku, draga úr hættu á spillingu, sérhagsmunapotinu og svokallaðri fyrirgreiðslupólitík, sem hefur því miður oft verið einkennandi fyrir hafnfirsk stjórnmál, þá væri eðlilegt fyrsta skref að nýta þann lagalega rétt sem bæjarbúar hafa til að fjölga kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn úr 11 í 15. Það á alls ekki að þurfa að leiða til aukinna útgjölda fyrir bæjarsjóð. Þvert á móti mætti alveg endurskoða reglur um þóknanir til kjörinna fulltrúa þannig að útgjöldin verði nær óbreytt og jafnvel lægri. Með fjölgun fulltrúa ætti álag á hvert og eitt þeirra að minnka og þar af leiðandi er hægt að færa rök fyrir því að endurskoða þær greiðslur sem kjörnir fulltrúar fá fyrir setu í bæjarstjórn í dag. Þetta er eitthvað sem núverandi bæjarstjórn getur lagfært fyrir kosningarnar í vor og þannig lagt grunn að bættu lýðræði í bænum. Verði það hinsvegar raunin að enginn þeirra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn muni leggja fram tillögu þess efnis á næstu fundum bæjarstjórnar, þ.e. um að samþykktum sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við heimildina í 11. grein sveitarstjórnarlaga, þá er jafn líklegt að kjörsókn muni halda áfram að minnka og fjöldi atkvæða sem dettur dauður niður í bænum muni endurtaka sig frá frá síðustu kosningum eða jafnvel aukast. Það gæti jafnvel orðið til þess að framboðum muni fækka og þar af leiðandi verði grafið enn frekar undan lýðræðinu í bænum. Nú er tækifærið! Höfundur er stjórnsýslufræðingur og fyrrum bæjarfulltrúi og bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ólíkt því sem ítrekað hefur verið haldið fram í umræðunni um fjölda kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum hér á landi og tilheyrandi kostnað sem því fylgir, þá eru sveitarstjórnir á Íslandi mun fámennari en þekkist í flestum öðrum löndum. Að meðaltali eru 7 fulltrúar í hverri sveitarstjórn á Íslandi, sem þýðir að þær eru næstfámennustu sveitarstjórnir í Evrópu. Eina landið sem er með færri fulltrúa í sveitarstjórnum að meðaltali er Ungverjaland. Á hinum Norðurlöndunum eru fulltrúar í sveitarstjórnum að meðaltali á bilinu 25-44 talsins. Skýringin á því hvers vegna kjörnir fulltrúar eru svo fáir að meðaltali hér á landi hefur lítið sem ekkert að gera með stærð sveitarfélaganna. Sem dæmi má nefna að ef Hafnarfjarðarbær væri sveitarfélag í Danmörku þá væru kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn á bilinu 19-25 talsins. Ef Hafnarfjörður væri bær í Noregi væru um 41-49 fulltrúar í bæjarstjórninni, 49-51 ef bærinn væri í Svíþjóð og 43-51 ef Hafnarfjörður væri í Finnlandi. Í dag eru 11 kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hefur fjöldi þeirra verið óbreyttur frá árinu 1974, þegar þeim var fjölgað úr 9 í 11. Þar áður hafði kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar verið fjölgað úr 7 í 9 árið 1914. Árið 1974 bjuggu um 11 þúsund manns í bænum en frá þeim tíma hefur fjöldi íbúa nærri þrefaldast. Íslenska fyrirkomulaginu fylgja ýmsir ókostir sem sjaldan eru nefndir í opinberri umræðu. Yfirleitt snýst umræðan bara um að með enn frekari fækkun kjörinna fulltrúa sé hægt að hagræða í rekstri hins opinbera. Einn helsti ókosturinn við íslenska fyrirkomulagið er að í því felst meira álag á kjörna fulltrúa en þekkist í öðrum löndum. Þá hefur verkaskipting kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélaga þróast á mjög óhefðbundinn hátt, þar sem kjörnir fulltrúar eru oft á tíðum óþarflega mikið með puttana í daglegum rekstri. Tækifæri fólks til að taka þátt í sveitarstjórnarmálum er því að mörgu leyti takmarkaðra hér á landi en í nágrannalöndunum. Hér eru það einkum stjórnendur fyrirtækja og hjá hinu opinbera og nokkrar starfstéttir sem hafa svigrúm til að sinna störfum samhliða þátttöku í sveitarstjórnum en stór hluti samfélagsins eru í raun útilokaður frá þátttöku, ekki síst þau sem sinna þjónustustörfum og hafa ekki heimild til að stýra vinnutíma sínum sjálf. Þannig má segja að hið íslenska fyrirkomulag sé einskonar elítufyrirkomulag, hvar aðeins þeir hærra settu hafa tækifæri til að taka þátt í stefnumótun fyrir samfélagið sitt. Því fámennari sem bæjarstjórnir eru því meiri hætta er á að innan þeirra skapist spilling og almannahagsmunir verði undir í samkeppni við sérhagsmunina. Það eykur sömuleiðis líkur á því að ákveðnir stjórnmálaflokkar geti haldið völdum án þess að hafa meirihlutastuðning íbúanna að baki sér. Það skýrist annarsvegar af því hversu fáir fulltrúar eru að jafnaði í sveitarstjórnum og þeirri reiknireglu sem gildir um skipan í sveitarstjórnir, svokallaðri d'Hondt reglu. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði fékk til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn 4 bæjarfulltrúa sem samsvarar 36,4% fulltrúa í bæjarstjórn en fylgi flokksins nam 30,7%. Samfylkingin hlaut einnig 4 sæti í bæjarstjórn en fylgi flokksins nam 29% í kosningunum og Framsókn fékk 2 fulltrúa sem samsvarar 18% kjörinna fulltrúa en flokkurinn hlaut 13,7% fylgi. Það þýðir að hvergi á landinu voru hlutfallslega fleirri atkvæði bæjarbúa látin dauð falla í kosningunum. Um 17,5% atkvæða voru greidd til flokka sem ekki fengu fulltrúa í bæjarstjórn. Þar með talið voru Píratar sem fengu 6,1% atkvæða, VG sem fékk 4,3%, Bæjarlistinn 4,3% og Miðflokkurinn 2,8%. Ef Hafnarfjörður væri bær sem tilheyrði einhverju hinna Norðurlandanna þá hefðu allir þessir flokkar og kjósendur þeirra fengið einn eða fleiri fulltrúa í bæjarstjórn. Sem skýrir kannski hvers vegna stóru flokkarnir tala stöðugt fyrir því að fækka kjörnum fulltrúum frekar en að fjölga þeim, enda hyglir það fyrirkomulag þeim en ekki lýðræðinu. Þar er í raun ekki verið að tala fyrir bættu lýðræði og hagsmunum almennings heldur fyrst og fremst hagsmunum flokkanna. Sem skýrir kannski einnig þá staðreynd að þeir flokkar sem hafa farið með völdin í Hafnarfirði síðustu ár hafa ákveðið að nýta ekki þá heimild sem er í lögum til að fjölga fulltrúum í bæjarstjórninni. Sem skýrir kannski líka hvers vegna stór hluti bæjarbúa velur orðið að sitja heima og nýta ekki kosningarétt sinn, eins og raunin hefur verið síðustu ár þar sem kjörsókn hefur farið stöðugt minnkandi. Það er ekki ólíklegt að það skýrist að hluta til vegna þess hve fámennur og einsleitur hópur það er sem kemur að bæjarmálunum. Af því leiðir óhjákvæmilega að tenging þeirra við íbúana minnnkar stöðugt. Ef við viljum styrkja lýðræðið í bænum, auka kosningaþátttöku, draga úr hættu á spillingu, sérhagsmunapotinu og svokallaðri fyrirgreiðslupólitík, sem hefur því miður oft verið einkennandi fyrir hafnfirsk stjórnmál, þá væri eðlilegt fyrsta skref að nýta þann lagalega rétt sem bæjarbúar hafa til að fjölga kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn úr 11 í 15. Það á alls ekki að þurfa að leiða til aukinna útgjölda fyrir bæjarsjóð. Þvert á móti mætti alveg endurskoða reglur um þóknanir til kjörinna fulltrúa þannig að útgjöldin verði nær óbreytt og jafnvel lægri. Með fjölgun fulltrúa ætti álag á hvert og eitt þeirra að minnka og þar af leiðandi er hægt að færa rök fyrir því að endurskoða þær greiðslur sem kjörnir fulltrúar fá fyrir setu í bæjarstjórn í dag. Þetta er eitthvað sem núverandi bæjarstjórn getur lagfært fyrir kosningarnar í vor og þannig lagt grunn að bættu lýðræði í bænum. Verði það hinsvegar raunin að enginn þeirra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn muni leggja fram tillögu þess efnis á næstu fundum bæjarstjórnar, þ.e. um að samþykktum sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við heimildina í 11. grein sveitarstjórnarlaga, þá er jafn líklegt að kjörsókn muni halda áfram að minnka og fjöldi atkvæða sem dettur dauður niður í bænum muni endurtaka sig frá frá síðustu kosningum eða jafnvel aukast. Það gæti jafnvel orðið til þess að framboðum muni fækka og þar af leiðandi verði grafið enn frekar undan lýðræðinu í bænum. Nú er tækifærið! Höfundur er stjórnsýslufræðingur og fyrrum bæjarfulltrúi og bæjarstjóri.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun