Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar 5. janúar 2026 16:00 Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela grefur undan grundvallarsjónarmiði alþjóðalaga, sem samþykkt voru eftir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og Helfararinnar. Ríkjum ber ekki að nota vald til þess að sölsa undir sig landsvæði eða framfylgja pólitískum kröfum. Ég hef þungar áhyggjur af þessum atburðum og sumum þeirra viðbragða sem ég hef séð. Verið er að draga upp þá mynd að skelfileg mannréttindabrot stjórnar Maduro réttlæti hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Embætti mitt hefur löngum fordæmt alvarleg mannréttindabrot yfirvalda í Venesúela. Við höfum fylgst með, skýrt frá og varað við ástandinu í Venesúela, nú síðast rétt fyrir jól. Við höfum stöðugt hvatt til að bundinn verði endir á óréttlát réttarhöld, handahófskenndar handtökur, þvinguð mannshvörf, ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og víðtækar takmarkanir á tjáningar- og samkomufrelsi. Við höfum hvatt til óháðra rannsókna og reikningsskila. Í mörg ár hefur teymi mitt í Venesúela talað máli verjenda mannréttinda og krafist lausna þeirra úr fangelsi. Fylgst hefur verið með réttarhöldum, og starfað hefur verið með borgaralegu samfélagi og stjórnarandstöðunni, auk ríkisstofnana. Ítarlegu eftirliti okkar og skýrslugerð var ætlað að hvetja til aðgerða. Þegar ríki brýtur mannréttindi þjóðar sinnar, er það hlutverk embættis míns, meðal annara, að vekja athygli á því. Það er skylda alþjóðasamfélagsins að beita þeim löglegu úrræðum og ferlum, sem tiltæk eru til að ríki virði mannréttindaskyldur sínar. Nefna má diplómatískan þrýsting og áherslu á reikningsskil. En þessum úrræðum og ferlum var ekki beitt á skilvirkan hátt til að hafa áhrif á ríkisstjórn Venesúela. Hernaðaríhlutunin er síður en svo sigur mannréttinda. Hún er brot á fullveldi Venesúela og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún spillir alþjóðlegri öryggisuppbygggingu og grefur undan öryggi allra ríkja. Hún felur í sér skilaboð þess efnis að hinir valdamiklu geti hagað sér eins og þeim sýnist. Hún veikir eina ferli sem við búum yfir til að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina, nefnilega Sameinuðu þjóðirnar. Þessar staðreyndir standa óhaggaðar hversu miklum blekkingum sem beitt er, eða hversu mikið reynt er að draga athyglina frá því. Auk lagalegra sjónarmiða, segir sagan okkur að þótt valdaskiptum kunni að vera fagnað í fyrstu, leiða þau oft til gegndarlausra mannréttindabrota, hættulegs stjórnleysis og langvarandi vopnaðra átaka. Mannréttindi Venesúelabúa eru ekki skiptimynt eða skoruð stig. Ég hef heimsótt Venesúela og rætt við landsmenn og finn til með þeim á þessari stundu. Ég finn til með þeim sem bíða frétta af ástvinum, af fjölskyldum sem verið hefur sundrað, og öllum þeim sem sátu við autt jólaborð um hátíðirnar. Mannréttindi ættu að vera í öndvegi í framtíð Venesúela, og ættu ekki falla í skuggann af viðræðum um nýtingu jarðefnaeldsneytis. Fólkið í landinu ætti að ákveða framtíð þess. Í víðari skilningi ber ekki að nota mannréttindi eins og hugmyndafræðilega borðtenniskúlu. Við megum ekki við því að réttindi okkar séu misnotuð. Talað sé máli mannréttinda þegar það hentar og þau úthrópuð þegar þau henta ekki. Ég ber kvíðboga í brjósti fyrir fólkinu í þessum heimshluta. Ég finn einnig til með þeim mörgu sem óttast afleiðingar þessara brota á alþjóðalögum fyrir þeirra eigið öryggi. Þetta snýst ekki um að velja á milli einhliða aðgerða í blóra við alþjóðalög, eða að snúa blinda auganu við áralöngum mannréttindabrotum. Við þurfum aukna tryggð við mannréttindalög um allan heim, ekki minni. Græða þarf sár samfélagsins í Venesúela. Vinna þarf bug á sundrungu og laga félagslegan- og efnahagslegan vef landsins. Það þarf ekki á hernaðarhyggju, ofbeldi og aukinni óvissu og óstöðugleika að halda. Fyrst og fremst þarf Venesúela á því að halda að alþjóðasamfélagið hætti að viðurkenna mannréttindi aðeins að nafninu til og rísi upp til varnar sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Hinn kosturinn hefði skelfilegar afleiðingar um víða veröld. Höfundur er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela grefur undan grundvallarsjónarmiði alþjóðalaga, sem samþykkt voru eftir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og Helfararinnar. Ríkjum ber ekki að nota vald til þess að sölsa undir sig landsvæði eða framfylgja pólitískum kröfum. Ég hef þungar áhyggjur af þessum atburðum og sumum þeirra viðbragða sem ég hef séð. Verið er að draga upp þá mynd að skelfileg mannréttindabrot stjórnar Maduro réttlæti hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Embætti mitt hefur löngum fordæmt alvarleg mannréttindabrot yfirvalda í Venesúela. Við höfum fylgst með, skýrt frá og varað við ástandinu í Venesúela, nú síðast rétt fyrir jól. Við höfum stöðugt hvatt til að bundinn verði endir á óréttlát réttarhöld, handahófskenndar handtökur, þvinguð mannshvörf, ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og víðtækar takmarkanir á tjáningar- og samkomufrelsi. Við höfum hvatt til óháðra rannsókna og reikningsskila. Í mörg ár hefur teymi mitt í Venesúela talað máli verjenda mannréttinda og krafist lausna þeirra úr fangelsi. Fylgst hefur verið með réttarhöldum, og starfað hefur verið með borgaralegu samfélagi og stjórnarandstöðunni, auk ríkisstofnana. Ítarlegu eftirliti okkar og skýrslugerð var ætlað að hvetja til aðgerða. Þegar ríki brýtur mannréttindi þjóðar sinnar, er það hlutverk embættis míns, meðal annara, að vekja athygli á því. Það er skylda alþjóðasamfélagsins að beita þeim löglegu úrræðum og ferlum, sem tiltæk eru til að ríki virði mannréttindaskyldur sínar. Nefna má diplómatískan þrýsting og áherslu á reikningsskil. En þessum úrræðum og ferlum var ekki beitt á skilvirkan hátt til að hafa áhrif á ríkisstjórn Venesúela. Hernaðaríhlutunin er síður en svo sigur mannréttinda. Hún er brot á fullveldi Venesúela og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún spillir alþjóðlegri öryggisuppbygggingu og grefur undan öryggi allra ríkja. Hún felur í sér skilaboð þess efnis að hinir valdamiklu geti hagað sér eins og þeim sýnist. Hún veikir eina ferli sem við búum yfir til að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina, nefnilega Sameinuðu þjóðirnar. Þessar staðreyndir standa óhaggaðar hversu miklum blekkingum sem beitt er, eða hversu mikið reynt er að draga athyglina frá því. Auk lagalegra sjónarmiða, segir sagan okkur að þótt valdaskiptum kunni að vera fagnað í fyrstu, leiða þau oft til gegndarlausra mannréttindabrota, hættulegs stjórnleysis og langvarandi vopnaðra átaka. Mannréttindi Venesúelabúa eru ekki skiptimynt eða skoruð stig. Ég hef heimsótt Venesúela og rætt við landsmenn og finn til með þeim á þessari stundu. Ég finn til með þeim sem bíða frétta af ástvinum, af fjölskyldum sem verið hefur sundrað, og öllum þeim sem sátu við autt jólaborð um hátíðirnar. Mannréttindi ættu að vera í öndvegi í framtíð Venesúela, og ættu ekki falla í skuggann af viðræðum um nýtingu jarðefnaeldsneytis. Fólkið í landinu ætti að ákveða framtíð þess. Í víðari skilningi ber ekki að nota mannréttindi eins og hugmyndafræðilega borðtenniskúlu. Við megum ekki við því að réttindi okkar séu misnotuð. Talað sé máli mannréttinda þegar það hentar og þau úthrópuð þegar þau henta ekki. Ég ber kvíðboga í brjósti fyrir fólkinu í þessum heimshluta. Ég finn einnig til með þeim mörgu sem óttast afleiðingar þessara brota á alþjóðalögum fyrir þeirra eigið öryggi. Þetta snýst ekki um að velja á milli einhliða aðgerða í blóra við alþjóðalög, eða að snúa blinda auganu við áralöngum mannréttindabrotum. Við þurfum aukna tryggð við mannréttindalög um allan heim, ekki minni. Græða þarf sár samfélagsins í Venesúela. Vinna þarf bug á sundrungu og laga félagslegan- og efnahagslegan vef landsins. Það þarf ekki á hernaðarhyggju, ofbeldi og aukinni óvissu og óstöðugleika að halda. Fyrst og fremst þarf Venesúela á því að halda að alþjóðasamfélagið hætti að viðurkenna mannréttindi aðeins að nafninu til og rísi upp til varnar sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Hinn kosturinn hefði skelfilegar afleiðingar um víða veröld. Höfundur er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun