Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. janúar 2026 16:00 Björk hvetur Grænlendinga til dáða í færslu á samfélagsmiðlum. Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag. Þá segir hún Dani enn koma fram við Grænlendinga eins og annars flokks borgara. Í gær birti Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, mynd á X þar sem fáni Bandaríkjanna þakti Grænland á korti. Með myndinni skrifaði Millar „bráðum“ í hástöfum. Tilefnið var að öllum líkindum árásir Bandaríkjahers á Karakas og yfirlýsingar Trumps um að hann taki við völdum í landinu tímabundið. Í viðtali við The Atlantic í gærkvöldi ítrekaði Trump mikilvægi þess að Bandaríkin innlimuðu Grænland. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hafa fordæmt ummælin og sagt nóg komið af hótunum Bandaríkjamanna. Síðan þá hefur fjöldi ráðamanna sýnt Dönum og Grænlendingum stuðning, þar með talin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ítrekar skilaboð 19 í ára gömlu lagi Björk Guðmundsdóttir, sem hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í pólitískri umræðu, hefur nú skorist í leikinn. Í Facebook-færslu lýsir hún yfir þakklæti fyrir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. „Við glötuðum ekki tungumálinu okkar (börnin mín væru annars dönskumælandi) og ég er full samkenndar í garð Grænlendinga, aftur og aftur,“ skrifar Björk. Hún vekur athygli á lykkjumálinu, sem hefur verið til umræðu síðustu ár eftir að í ljós kom að getnaðarvarnarlykkju hefði verið komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda til að takmarka fólksfjölgun í landinu. „Þær eru á mínum aldri og yngri, barnlausar. Og enn þann dag í dag koma Danir fram við Grænlendinga eins og lægra setta borgara,“ skrifar Björk og vísar til umfjöllunar Guardian um grænlenskt barn sem var tekið af móður sinni tveimur klukkustundum eftir fæðingu. „Mig hryllir við nýlendustefnu og hef gert lengi. Tilhugsunin um að Grænlendingar gætu farið frá einu nýlenduríki til annars er of hryllileg. Úr öskunni í eldinn, eins og við segjum á íslensku. Kæru Grænlendingar, lýsið yfir sjálfstæði!“ Þess má geta að árið 2007 sendi Björk frá sér lagið Declare Independance sem er eins konar hvatning tileinkuð Grænlandi og Færeyjum. Lagið er á plötunni Volta sem kom út árið 2008. Grænland Bandaríkin Danmörk Björk Tónlist Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Í gær birti Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, mynd á X þar sem fáni Bandaríkjanna þakti Grænland á korti. Með myndinni skrifaði Millar „bráðum“ í hástöfum. Tilefnið var að öllum líkindum árásir Bandaríkjahers á Karakas og yfirlýsingar Trumps um að hann taki við völdum í landinu tímabundið. Í viðtali við The Atlantic í gærkvöldi ítrekaði Trump mikilvægi þess að Bandaríkin innlimuðu Grænland. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hafa fordæmt ummælin og sagt nóg komið af hótunum Bandaríkjamanna. Síðan þá hefur fjöldi ráðamanna sýnt Dönum og Grænlendingum stuðning, þar með talin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ítrekar skilaboð 19 í ára gömlu lagi Björk Guðmundsdóttir, sem hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í pólitískri umræðu, hefur nú skorist í leikinn. Í Facebook-færslu lýsir hún yfir þakklæti fyrir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. „Við glötuðum ekki tungumálinu okkar (börnin mín væru annars dönskumælandi) og ég er full samkenndar í garð Grænlendinga, aftur og aftur,“ skrifar Björk. Hún vekur athygli á lykkjumálinu, sem hefur verið til umræðu síðustu ár eftir að í ljós kom að getnaðarvarnarlykkju hefði verið komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda til að takmarka fólksfjölgun í landinu. „Þær eru á mínum aldri og yngri, barnlausar. Og enn þann dag í dag koma Danir fram við Grænlendinga eins og lægra setta borgara,“ skrifar Björk og vísar til umfjöllunar Guardian um grænlenskt barn sem var tekið af móður sinni tveimur klukkustundum eftir fæðingu. „Mig hryllir við nýlendustefnu og hef gert lengi. Tilhugsunin um að Grænlendingar gætu farið frá einu nýlenduríki til annars er of hryllileg. Úr öskunni í eldinn, eins og við segjum á íslensku. Kæru Grænlendingar, lýsið yfir sjálfstæði!“ Þess má geta að árið 2007 sendi Björk frá sér lagið Declare Independance sem er eins konar hvatning tileinkuð Grænlandi og Færeyjum. Lagið er á plötunni Volta sem kom út árið 2008.
Grænland Bandaríkin Danmörk Björk Tónlist Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40