Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2026 07:50 Þorgerður Katrín hefur verið gagnrýnd fyrir að fordæma ekki beinum orðum árás Bandaríkjanna á Venesúela. Vísir/Ívar Fannar „Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir sótt að þeim grunngildum sem Ísland byggir utanríkisstefnu sína á og að Íslendingar geti ekki „lokað augunum“ á sama tíma og umheimurinn tekur „sögulegum breytingum“. Ráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við árás Bandaríkjanna á Venesúela, sem mörgum þykja hafa verið volg og langt í frá afdráttarlaus. „Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Þar eru að verki réttnefndir ógnarkraftar sögunnar sem framkalla óvissu langt umfram þá sem við höfum átt að venjast og skapa hættur sem fráleitar þóttu fyrir aðeins örfáum árum,“ segir ráðherra í grein sinni. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna og aðgerðir þeirra í Venesúela um liðna helgi endurspegli vel breyttan veruleika. Brýnt sé að ræða stöðu Íslands sem smáríkis en hagsmunum smáríkja sé best borgið í samstarfi og eðlilegt að treysta böndin við nágranna- og vinaþjóðir og breikka stoðir landsins á sviði varnar- og öryggismála. „Ég tel einboðið að áfram verði unnið að nánara samstarfi við þær þjóðir í okkar heimshluta sem virða og verja þau gildi sem vestræn lýðræðissamfélög hvíla á. Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið er þar lykilbreyta,“ segir Þorgerður Katrín. „Enginn getur séð í gegnum þoku tímans, en í slíkum ólgusjó er það ábyrgðarhlutverk okkar að sýna varkárni, vera raunsæ og hugsa skipulega um það hvernig við getum best tryggt hagsmuni og öryggi Íslands til langframa. Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir.“ Venesúela Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við árás Bandaríkjanna á Venesúela, sem mörgum þykja hafa verið volg og langt í frá afdráttarlaus. „Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Þar eru að verki réttnefndir ógnarkraftar sögunnar sem framkalla óvissu langt umfram þá sem við höfum átt að venjast og skapa hættur sem fráleitar þóttu fyrir aðeins örfáum árum,“ segir ráðherra í grein sinni. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna og aðgerðir þeirra í Venesúela um liðna helgi endurspegli vel breyttan veruleika. Brýnt sé að ræða stöðu Íslands sem smáríkis en hagsmunum smáríkja sé best borgið í samstarfi og eðlilegt að treysta böndin við nágranna- og vinaþjóðir og breikka stoðir landsins á sviði varnar- og öryggismála. „Ég tel einboðið að áfram verði unnið að nánara samstarfi við þær þjóðir í okkar heimshluta sem virða og verja þau gildi sem vestræn lýðræðissamfélög hvíla á. Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið er þar lykilbreyta,“ segir Þorgerður Katrín. „Enginn getur séð í gegnum þoku tímans, en í slíkum ólgusjó er það ábyrgðarhlutverk okkar að sýna varkárni, vera raunsæ og hugsa skipulega um það hvernig við getum best tryggt hagsmuni og öryggi Íslands til langframa. Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir.“
Venesúela Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira