Goddur er látinn Agnar Már Másson skrifar 4. janúar 2026 11:33 Guðmundur Oddur, eða Goddur, stofnaði hönnunardeild Listaháskóla Íslands og hefur líklegast enginn mótað íslenskt myndlistanám með sama hætti og hann. Facebook Listamaðurinn og hönnuðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, er látinn 70 ára að aldri. Goddur var líklega þekktasti listagagnrýnandi Íslands. Síðustu árum ævi sinnar varði hann í kennslu, þar sem hann starfaði sem rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands þar til hann fór á eftirlaun. Systir hans greinir frá andláti hans í færslu á samfélagsmiðlum en Guðmundur lést í bílslysi á Biskupstungnabraut í gær. Margir muna væntanlega eftir Guðmundi úr innslögum hans í þáttunum Djöflaeyjunni í Ríkissjónvarpinu þar sem hann fjallaði um list. Hann var einnig myndlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu um hríð og á Rás 2. Á ævi sinni skipulagði hann einnig fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Síðustu tvo áratugi vann hann aðallega við kennslustörf við hönnunardeild Listaháskóla Íslands, sem hann sjálfur stofnaði í kringum aldamótin. Síðasta árið bjó hann á Brú í Grímsnesi. Guðmundur fæddist á Akureyri 5. júní 1955 en hann stundaði svo nám við grafíkdeild og nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans 1976-1979. Eftir útskrift þaðan rak hann galleríið, starfaði á auglýsingastofunum þar til hann hélt til Kanada 1986 þar sem hann nam grafíska hönnun við Emily Carr-listaháskólann í Vancouver í Bresku Kólumbíu og útskrifaðist 1989. Goddur og Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður voru í skóla á sama tíma. Dr. Bjarni, eins og hann er kallaður, lést í vor 78 ára gamall en þeir höfðu mikil áhrif á list hvor annars. Guðmundur kom að stofnun Listamiðstöðvar í Grófargili árið 1991 en þá var hann aftur fluttur til Akureyrar. Hann kom svo á fót námsbraut í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri 1993. Hann varð síðan deildarstjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 til loka skólans 1999 en úr því varð Listaháskóli Íslands, þar sem hann stofnaði hönnunardeild ásamt fleirum. Hann starfaði þar sem deildarstjóri í grafískri hönnun. Hann var svo ráðinn prófessor í grafískri hönnun við skólann árið 2002. Goddur var vinsæll plakatahönnuður og hafa plaköt hans fyrir hina ýmsu viðburði vakið mikla athygli. Hann var svo fenginn til þess að hanna síðustu símaskrána, sem kom út árið 2016. Verk hans hafa birst í fjölda tímarita og bóka. Á ævi sinni skipulagði Goddur fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Hann var sérfræðingur í myndmálsnotkun og sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Fræðimennska hans sneri að íslenskum myndmálsarfi. Andlát Menning Tíska og hönnun Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Systir hans greinir frá andláti hans í færslu á samfélagsmiðlum en Guðmundur lést í bílslysi á Biskupstungnabraut í gær. Margir muna væntanlega eftir Guðmundi úr innslögum hans í þáttunum Djöflaeyjunni í Ríkissjónvarpinu þar sem hann fjallaði um list. Hann var einnig myndlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu um hríð og á Rás 2. Á ævi sinni skipulagði hann einnig fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Síðustu tvo áratugi vann hann aðallega við kennslustörf við hönnunardeild Listaháskóla Íslands, sem hann sjálfur stofnaði í kringum aldamótin. Síðasta árið bjó hann á Brú í Grímsnesi. Guðmundur fæddist á Akureyri 5. júní 1955 en hann stundaði svo nám við grafíkdeild og nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans 1976-1979. Eftir útskrift þaðan rak hann galleríið, starfaði á auglýsingastofunum þar til hann hélt til Kanada 1986 þar sem hann nam grafíska hönnun við Emily Carr-listaháskólann í Vancouver í Bresku Kólumbíu og útskrifaðist 1989. Goddur og Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður voru í skóla á sama tíma. Dr. Bjarni, eins og hann er kallaður, lést í vor 78 ára gamall en þeir höfðu mikil áhrif á list hvor annars. Guðmundur kom að stofnun Listamiðstöðvar í Grófargili árið 1991 en þá var hann aftur fluttur til Akureyrar. Hann kom svo á fót námsbraut í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri 1993. Hann varð síðan deildarstjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 til loka skólans 1999 en úr því varð Listaháskóli Íslands, þar sem hann stofnaði hönnunardeild ásamt fleirum. Hann starfaði þar sem deildarstjóri í grafískri hönnun. Hann var svo ráðinn prófessor í grafískri hönnun við skólann árið 2002. Goddur var vinsæll plakatahönnuður og hafa plaköt hans fyrir hina ýmsu viðburði vakið mikla athygli. Hann var svo fenginn til þess að hanna síðustu símaskrána, sem kom út árið 2016. Verk hans hafa birst í fjölda tímarita og bóka. Á ævi sinni skipulagði Goddur fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Hann var sérfræðingur í myndmálsnotkun og sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Fræðimennska hans sneri að íslenskum myndmálsarfi.
Andlát Menning Tíska og hönnun Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira