Innlent

Réttinda­laus og keyrði á kyrr­stæðan lög­reglu­bíl

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði að vanda nóg að gera í dag.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði að vanda nóg að gera í dag. Vísir/Vilhelm

Maður ók á kyrrstæðan lögreglubíl í hverfi 108. Að skoðuðu máli reyndist maðurinn einnig hafa verið sviptur ökuréttindum.

Þetta var á meðal verkefna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þennan föstudaginn en alls voru 120 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm síðdegis.

Óskað eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í hverfi 101 vegna manns í annarlegu ástandi vegna ölvunar, í ljós kom að hann hafi villst og farið inn í rangt hús. Honum var komið til síns heima.

Í Breiðholti var ökumaður stöðvaður sem reyndist svo ekki hafa náð aldri til að öðlast ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×