Sport

Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Searle hefur oft spilað betur á þessu móti en vann engu að síður frekar sannfærandi sigur.
Ryan Searle hefur oft spilað betur á þessu móti en vann engu að síður frekar sannfærandi sigur. Getty/Warren Little

Englendingurinn Ryan Searle hélt áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag og varð um leið fyrstur til að tryggja sig inn í undanúrslitin.

Englendingurinn Ryan Searle hélt áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag og varð um leið fyrstur til að tryggja sig inn í undanúrslitin.

Searle vann Walesbúann Jonny Clayton 5-2 í leik þeirra í átta manna úrslitum

Searle sem er þekktur sem „Þungarokkið“ í píluheiminum hefur farið á kostum á mótinu. Það bjuggust flestir þó við erfiðari leik fyrir hann í dag. Það var þó ekki þannig framan af.

Searle komst í 3-0 í settum í þessum leik og var þá búinn að vinna sautján sett í röð á mótinu.

Clayton klúðraði hverju útskotinu á fætur öðru og Searle nýtti sér það.

Clayton náði að minnka muninn í bæði 3-1 og 4-2 en nær komst hann ekki. Sigur Searle var sannfærandi og hann er núna 19-2 í settum á heimsmeistaramótinu í ár sem er ótrúleg tölfræði.

Searle bauð upp á sitt lægsta meðaltal á mótinu en það kom ekki að sök því Clayton gekk bölvanlega í útskotunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Searle fer svona langt á heimsmeistaramótinu því hann keppti í átta manna úrslitum í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×