Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2026 07:02 Michael Schumacher í Ferrari-búningnum á hápunkti ferils síns. Getty/Andy Hone Formúlu 1-goðsögnin Michael Schumacher lenti í skíðaslysi um jólin 2013 og síðan hefur ástandi hans verið haldið leyndu fyrir almenningi. Þannig mun það verða þar til hann deyr. Það telur að minnsta kosti vinur hans og Formúlu 1-maðurinn Richard Hopkins. Í viðtali við breska blaðið Mirror hefur fyrrverandi vinur og samstarfsmaður Schumachers, Richard Hopkins, nú sagt frá því hvernig hann upplifir að lifa í óvissunni. Það var 29. desember 2013, fyrir tólf árum síðan, sem sjöfaldur Formúlu 1-meistarinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega í skíðaslysi, þá 44 ára gamall. Eftir að hafa verið í dái um tíma var hann fluttur heim til sín í Sviss til að halda áfram meðferð. Aðeins mjög lítill hópur útvalinna veit um ástand hans í dag, þar á meðal fjölskylda hans og nánustu. Mannlegt að vilja vita þetta „Þetta er erfitt. Ég held að við öll, og það er algjörlega mannlegt, viljum vita. Á sama tíma held ég að fyrir suma, þar á meðal mig sjálfan, sé líka í lagi að vita ekki,“ sagði Hopkins og hélt áfram: „Því miður sköpum við okkar eigin hugmyndir. Það eru þeir sem vilja bara velta sér upp úr hinu hræðilega, en líka fólk sem virkilega þótti vænt um Michael. Forvitnin er ósvikin og það er í lagi. Að spurningarnar haldi áfram að koma fram tryggir að hann gleymist ekki,“ sagði Hopkins. Michael Schumacher’s close friend, Richard Hopkins, shares a heartfelt message about the F1 legend. ❤️#F1 #MichaelSchumacher pic.twitter.com/DAmcAUuvJf— Sportskeeda Pit Stop (@SKPitStop) December 24, 2025 Virða einkalíf hans meðan hann lifir Hopkins segir að það hafi verið svekkjandi að vita ekki meira um ástand hans, en segir einnig að það gæti tengst því að það sé ekki mikið meira að segja. „Ég held að okkar eigin ályktanir séu nokkuð nákvæmar varðandi hvar hann er staddur núna,“ sagði Hopkins. Hann býst ekki við því að fjölskyldan gefi út frekari upplýsingar um ástand Schumachers meðan hann lifir. „Ég er viss um að þann dag sem hann er ekki lengur meðal okkar þá fáum við að vita aðeins meira. En á meðan hann lifir, í hvaða ástandi sem það er, virðir fjölskyldan einkalíf hans,“ sagði Hopkins. Heldur að það komi aldrei sá dagur „Ég held að það komi aldrei sá dagur á meðan hann lifir að allt komi skyndilega í ljós. En kannski þegar hann er ekki lengur meðal okkar fáum við að vita aðeins meira um líf hans eftir slysið,“ sagði Hopkins. Michael Schumacher vann alls 91 keppni og sjö heimsmeistaratitla á ferli sínum og er talinn ein af stærstu stjörnum Formúlu 1 frá upphafi. Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Í viðtali við breska blaðið Mirror hefur fyrrverandi vinur og samstarfsmaður Schumachers, Richard Hopkins, nú sagt frá því hvernig hann upplifir að lifa í óvissunni. Það var 29. desember 2013, fyrir tólf árum síðan, sem sjöfaldur Formúlu 1-meistarinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega í skíðaslysi, þá 44 ára gamall. Eftir að hafa verið í dái um tíma var hann fluttur heim til sín í Sviss til að halda áfram meðferð. Aðeins mjög lítill hópur útvalinna veit um ástand hans í dag, þar á meðal fjölskylda hans og nánustu. Mannlegt að vilja vita þetta „Þetta er erfitt. Ég held að við öll, og það er algjörlega mannlegt, viljum vita. Á sama tíma held ég að fyrir suma, þar á meðal mig sjálfan, sé líka í lagi að vita ekki,“ sagði Hopkins og hélt áfram: „Því miður sköpum við okkar eigin hugmyndir. Það eru þeir sem vilja bara velta sér upp úr hinu hræðilega, en líka fólk sem virkilega þótti vænt um Michael. Forvitnin er ósvikin og það er í lagi. Að spurningarnar haldi áfram að koma fram tryggir að hann gleymist ekki,“ sagði Hopkins. Michael Schumacher’s close friend, Richard Hopkins, shares a heartfelt message about the F1 legend. ❤️#F1 #MichaelSchumacher pic.twitter.com/DAmcAUuvJf— Sportskeeda Pit Stop (@SKPitStop) December 24, 2025 Virða einkalíf hans meðan hann lifir Hopkins segir að það hafi verið svekkjandi að vita ekki meira um ástand hans, en segir einnig að það gæti tengst því að það sé ekki mikið meira að segja. „Ég held að okkar eigin ályktanir séu nokkuð nákvæmar varðandi hvar hann er staddur núna,“ sagði Hopkins. Hann býst ekki við því að fjölskyldan gefi út frekari upplýsingar um ástand Schumachers meðan hann lifir. „Ég er viss um að þann dag sem hann er ekki lengur meðal okkar þá fáum við að vita aðeins meira. En á meðan hann lifir, í hvaða ástandi sem það er, virðir fjölskyldan einkalíf hans,“ sagði Hopkins. Heldur að það komi aldrei sá dagur „Ég held að það komi aldrei sá dagur á meðan hann lifir að allt komi skyndilega í ljós. En kannski þegar hann er ekki lengur meðal okkar fáum við að vita aðeins meira um líf hans eftir slysið,“ sagði Hopkins. Michael Schumacher vann alls 91 keppni og sjö heimsmeistaratitla á ferli sínum og er talinn ein af stærstu stjörnum Formúlu 1 frá upphafi.
Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira