Veður

Hvessir þegar líður á daginn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Veðrið verður svipað í dag og það hefur verið síðustu daga.
Veðrið verður svipað í dag og það hefur verið síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Hæðarsvæði liggur skammt suður af landinu í dag. Það má búast við vestlægum vindi og að það hvessi um landið norðanvert þegar líður á daginn. Súld eða dálítil rigning af og til á vestanverðu landinu, en bjartviðri eystra. Vindstyrkur gæti náð að 20 metrum á sekúndu í kvöld, en mun hægari vindur verður um landið sunnanvert. Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur svo fram að í nótt, aðfaranótt gamlársdags, er útlit fyrir nokkuð snarpar vindhviður við fjöll á norðanverðu landinu, en dregur úr vindi þar snemma um morguninn. Á gamlársdag á svo að snúast í norðan- og norðvestanátt og kólna í veðri með éljum á Norður- og Austurlandi, en létta til sunnan- og vestanlands. Hægari vindur verður svo á gamlárskvöld og líkur á stöku éljum austast.

Víða um land er hálka og hálkublettir. Gott er að fylgjast með færð á vef Vegagerðar og veðri á vef Veðurstofunnar. 

Veðurhorfur á landinu

Vestan 8-15 m/s fyrir norðan, en hæg breytileg átt sunnan heiða. Bætir smám saman í vind í dag, vestan 13-20 í kvöld, en mun hægari sunnantil. Dálítil væta með köflum vestanlands, hiti 0 til 6 stig. Léttskýjað eystra og hiti í kringum frostmark þar.

Norðvestlægari á morgun, hvassast austanlands og dregur smám saman úr vindi. Él austast, en annars víða léttskýjað. Norðvestan 8-13 og stöku él allra austast seint annað kvöld, annars víða hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag (gamlársdagur):

Norðvestan 13-20 m/s, hvassast við suðausturströndina, en hæg norðlæg átt vestantil. Dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi, en léttir til í öðrum landshlutum. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Kólnandi veður.

Á fimmtudag (nýársdagur):

Vaxandi norðanátt, 8-13 síðdegis og dálítil él, en bjart að mestu sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:

Norðlæg átt og dálítil él, einkum austast, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Kalt í veðri.

Á mánudag:

Útlit fyrir norðaustlæga átt með dálítil eljum á víða og dreif. Frost um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×