Viðskipti erlent

Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Beyoncé hlaut Grammy-verðlaun fyrir bestu kántríplötu ársins 2024 fyrir plötuna Cowboy Carter.
Beyoncé hlaut Grammy-verðlaun fyrir bestu kántríplötu ársins 2024 fyrir plötuna Cowboy Carter. EPA

Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé hefur bæst á lista Forbes yfir milljarðamæringa, í Bandaríkjadölum talið. Miðillinn lýsti þessu yfir í dag. 

Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að Beyoncé sé fimmti tónlistarmaðurinn í heiminum til að hljóta nafnbótina. Ásamt henni eru Taylor Swift, Rihanna, Bruce Springsteen og sjálfur eiginmaður Beyoncé, Jay-Z, á lista tónlistarmanna sem taldir eiga meira en milljarð dala.

Fyrr í mánuðinum áætlaði Forbes að nettóeign söngkonunnar væri um 800 milljónir Bandaríkjadala og að líklega klyfi hún milljarðamúrinn innan tíðar. 

Tónleikaferðalag Beyoncé árið 2023, Renaissance, skilaði henni tæplega 600 milljónum dala í tekjur. Hún framleiddi sjálf heimildamynd um tónleikaferðalagið en miðasölutekjur myndarinnar námu 44 milljónum dala. 

Hún hefur sömuleiðis hagnast um tugi milljóna dala á hálfleikssýningu NFL-leiksins á jóladag í fyrra og fyrir að koma fram í auglýsingum gallabuxnaframleiðandans Levi's.


Tengdar fréttir

Destiny's Child með óvænta endurkomu

Popptríóið Destiny's Child var með óvænta endurkomu á lokatónleikum Beyoncé í tónleikaröðinni Cowboy Carter Tour í Las Vegas í gærkvöldi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×