Lífið

Þakkar Trump í ólettutilkynningunni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Karoline Leavitt er talskona Hvíta hússins.
Karoline Leavitt er talskona Hvíta hússins. AP

Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, á von á öðru barni. Í óléttutilkynningunni þakkar hún sérstaklega Donald Trump Bandaríkjaforseta.

„Besta jólagjöf sem við höfðum nokkurn tímann getað óskað okkur - lítil stelpa kemur í maí 2026,“ skrifar Leavitt í færslu á Instagram.

Um er að ræða annað barn Leavitt og eiginmanns hennar, Nicholas Riccio. Þau hittust árið 2022 og giftu sig í janúar á þessu ári. Árið 2024 eignuðust þau soninn Nicholas Robert Riccio. Töluverður aldursmunur er á þeim hjónum en Leavitt er 28 ára en eiginmaður hennar sextugur.

„Ég og eiginmaðurinn minn erum spennt fyrir því að stækka fjölskylduna okkar og sonur okkar getur ekki beðið eftir því að verða stóri bróðir. Hjarta mitt er fullt þakklætis til Guðs fyrir að gefa mér þá blessun að verða móðir, sem ég trúi sannarlega að sé það næsta sem maður kemst himnaríki á jörðu,“ skrifar hún.

Leavitt er sú yngsta til að gegna starfi talsmanns Hvíta hússins og verður einnig sú fyrsta til að vera ólétt á meðan hún sinnir starfinu. 

„Ég er líka afar þakklát Trump forseta og starfsmannastjóranum okkar, Susie Wiles, fyrir stuðninginn og fyrir að hlúa að fjölskylduvænu umhverfi í Hvíta húsinu. 2026 verður frábært ár og ég er svo spennt að verða stelpumamma!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.