Enski boltinn

Al­fons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Willum Þór og Alfons Sampsted hafa lítið komið við sögu á tímabilinu en spiluðu báðir í dag. 
Willum Þór og Alfons Sampsted hafa lítið komið við sögu á tímabilinu en spiluðu báðir í dag. 

Alfons Sampsted spilaði rúmar þrjátíu langþráðar mínútur í 1-1 jafntefli Birmingham City og Derby County í ensku Championship deildinni. Willum Þór Willumsson kom einnig við sögu en bæði lið enduðu með aðeins tíu leikmenn inni á vellinum.

Derby komst yfir í fyrri hálfleik en varð síðan manni færri þegar Joe Ward fékk tvö gul spjöld með tíu mínútuna millibili, og þar með rautt.

Birmingham tók þá völdin á vellinum í seinni hálfleik og skoraði jöfnunarmark á 64. mínútu þegar Jack Robinson kom boltanum í netið.

Sigurmarkið skilaði sér hins vegar ekki og Birmingham gat ekki nýtt mannamismun á lokamínútunum því Cristoph Klarer fékk beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir að sparka í andlit andstæðings.

Íslendingarnir Alfons (58. mínútu) og Willum Þór (78. mínútu) komu báðir inn af varamannabekknum. Þeir hafa mjög lítið spilað á tímabilinu, Willum vegna meiðsla en Alfons hefur einfaldlega verið úti í kuldanum.

Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði um síðustu helgi en þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem Alfons kemur við sögu.

Birmingham er í 14. sæti ensku Championship deildarinnar, jafnt velska liðinu Wrexham að stigum en þau eru bæði nýliðar í deildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×