Sport

Ekkert bit í snáknum: „Hörmu­legur og ætti að hætta“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Van Gerwen (t.v.) vandaði Peter Wright ekki kveðjurnar.
Van Gerwen (t.v.) vandaði Peter Wright ekki kveðjurnar. Samsett/Getty

Köldu andar milli fyrrum heimsmeistara í pílukasti. Hollendingurinn Michael van Gerwen fór ófögrum orðum um Skotann Peter „Snakebite“ Wright.

Vera má að allt bit sé úr snáknum Wright sem vekur gjarnan athygli fyrir skautlegt útlit og marglita hanakamba er hann mætir til leiks á HM í pílukasti. Skotinn varð heimsmeistari 2020 og 2022 en hallast hefur á ógæfuhliðina síðan.

Hann vann aðeins tvær viðureignir í úrvalsdeildinni í pílu í ár og féll úr leik í 32 manna úrslitum á HM í fyrradag þegar hann tapaði sannfærandi 3-0 fyrir Þjóðverjum Arno Merk.

Van Gerwen vann sama dag 3-1 sigur á Íranum Michael O'Connor og komst þannig áfram í 3. umferð mótsins sem fer af stað á þriðja degi jóla.

Eftir keppnina var hann spurður út í Wright, sem hafði skotið á van Gerwen á dögunum, og var Hollendingurinn ómyrkur í máli.

„Það kom mér alls ekki á óvart að hann hafi fallið úr keppni. Hann hefur spilað hörmulega undanfarið og ég held það sé kominn tími á að hann hætti,“ sagði van Gerwen.

Ummælin má sjá í spilaranum.

HM í pílukasti fer aftur af stað þann 27. desember. Þrjár viðureignir fara fram frá hádegi fram á síðdegið og þrjár á kvöldin.

Allt verður það í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, klukkan 12:25 og 18:55, daglega frá 27. desember til 3. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×