Sport

Dag­skráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum

Sindri Sverrisson skrifar
Michael van Gerwen var afar ósannfærandi í fyrstu umferð á HM í pílukasti en mætir aftur til leiks í kvöld.
Michael van Gerwen var afar ósannfærandi í fyrstu umferð á HM í pílukasti en mætir aftur til leiks í kvöld. Getty/Andrew Redington

Það eru skemmtilegir Þorláksmessuþættir á dagskrá á Sýn Sport í kvöld og HM í pílukasti er áfram í fullum gangi í Alexandra Palace, á Sýn Sport Viaplay.

Sýn Sport

VARsjáin er á dagskrá klukkan 20 þar sem Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason eru vanir að fá góða gesti til að spjalla um enska boltann út frá óvenjulegum hliðum. Það má svo búast við mikilli stemningu í Lokasókninni eftir vægast sagt áhugaverð úrslit í NFL-deildinni.

Sýn Sport Viaplay

HM í pílukasti heldur áfram með beinum útsendingum klukkan 12:25 og svo aftur klukkan 18:55 í kvöld, áður en að örstutt jólafrí tekur við á mótinu fram til 27. desember.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar á sportrásum Sýnar má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×