Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2025 21:02 Fyrrverandi heimsmeistarinn í Pílukasti, Gerwyn Price er úr leik á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Hún var sópað út út mótinu af Hollendingnum Wesley Plaisier Vísir/Getty Gerwyn Price, einn besti pílukastari heims undanfarin ár, er úr leik á HM í pílukasti eftir að hafa verið sópað út af Hollendingnum Wesley Plaisier í Alexandra Palace í kvöld. Tíðindi sem fæstir bjuggust við fyrir viðureign kappanna í kvöld. Jú Plaisier er afar sterkur pílukastari og var búist við því að hann myndi veita Price einhverja samkeppni, en það að sópa þessum fyrrverandi út úr mótinu 3-0 er hreint út sagt ótrúlegt. Price hafði verið kokhraustur eftir sigur sinn í fyrstu umferð mótsins og gaf það þá út að annað hvort hann eða Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari, myndi standa uppi sem sigurvegari. Nú er ljóst að Price mun ekki geta hampað heimsmeistaratitlinum. Sá velski lenti í vandræðum allt frá upphafi viðureignarinnar við Plaisier í kvöld. Price tapaði fyrsta settinu 3-1, öðru einnig 3-1 og svo tók sá hollenski þriðja settið 3-2. „Þetta eru ótrúleg úrslit,“ sagði Mark Webster, sérfræðingur Sky Sports á heimsmeistaramótinu. „Þetta er mikið sjokk fyrir Price,“ bætti hann við og sagði að framundan yrðu erfið jól fyrir Price sem hafði talað digurbarkalega í aðdraganda viðureignar kvöldsins. Plaisier mætir hinum pólska Krzysztof Ratajski í þriðju umferð mótsins og nýtti tækifærið, eftir viðureign sína við Price í kvöld, til þess að óska öllum gleðilegra jóla. Sex viðureignum er lokið á HM í pílukasti í dag. En von bráðar mun heimsmeistarinn sjálfur, Luke Littler, mæta hinum velska David Davies. Hægt er að horfa á beina útsendingu á mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni. Úrslitin á HM í pílukasti í dag: Ryan Joyce 1 - 3 Krzysztof RatajskiJoe Cullen 1 - 3 Mensur SuljovicLuke Woodhouse 3 - 0 Max HoppRob Cross 3 - 1 Ian WhiteMartin Schindler 3 - 0 Keane Barry Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Tíðindi sem fæstir bjuggust við fyrir viðureign kappanna í kvöld. Jú Plaisier er afar sterkur pílukastari og var búist við því að hann myndi veita Price einhverja samkeppni, en það að sópa þessum fyrrverandi út úr mótinu 3-0 er hreint út sagt ótrúlegt. Price hafði verið kokhraustur eftir sigur sinn í fyrstu umferð mótsins og gaf það þá út að annað hvort hann eða Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari, myndi standa uppi sem sigurvegari. Nú er ljóst að Price mun ekki geta hampað heimsmeistaratitlinum. Sá velski lenti í vandræðum allt frá upphafi viðureignarinnar við Plaisier í kvöld. Price tapaði fyrsta settinu 3-1, öðru einnig 3-1 og svo tók sá hollenski þriðja settið 3-2. „Þetta eru ótrúleg úrslit,“ sagði Mark Webster, sérfræðingur Sky Sports á heimsmeistaramótinu. „Þetta er mikið sjokk fyrir Price,“ bætti hann við og sagði að framundan yrðu erfið jól fyrir Price sem hafði talað digurbarkalega í aðdraganda viðureignar kvöldsins. Plaisier mætir hinum pólska Krzysztof Ratajski í þriðju umferð mótsins og nýtti tækifærið, eftir viðureign sína við Price í kvöld, til þess að óska öllum gleðilegra jóla. Sex viðureignum er lokið á HM í pílukasti í dag. En von bráðar mun heimsmeistarinn sjálfur, Luke Littler, mæta hinum velska David Davies. Hægt er að horfa á beina útsendingu á mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni. Úrslitin á HM í pílukasti í dag: Ryan Joyce 1 - 3 Krzysztof RatajskiJoe Cullen 1 - 3 Mensur SuljovicLuke Woodhouse 3 - 0 Max HoppRob Cross 3 - 1 Ian WhiteMartin Schindler 3 - 0 Keane Barry
Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira