Vogunarsjóðirnir sem eru með stærstu skortstöðurnar í bréfum Alvotech
Tveir erlendir vogunarsjóðir eru með hvað stærstu hreinu skortstöðurnar í hlutabréfum Alvotech, sem hafa hríðfallið í verði undanfarnar vikur og mánuði, og er samanlagt umfang þeirra sem nemur meira en einu prósenti af útgefnu hlutafé líftæknilyfjafélagsins.
Tengdar fréttir
Mæla með kaupum og segja bréf Alvotech „á afslætti í samanburði við keppinauta“
Í tveimur nýjum erlendum greiningum er mælt sem fyrr með kaupum í Alvotech en væntingar eru um góða rekstrarniðurstöðu á seinni árshelmingi vegna áfangagreiðslna og sölutekna af nýjum hliðstæðum félagsins á markað. Sænski bankinn SEB gerir ráð fyrir að tekjur og rekstrarhagnaður á árinu verði við efri mörk útgefinnar afkomuspár og segir hlutabréf Alvotech núna á afslætti í samanburði við sambærileg líftæknilyfjafélög.
Lækka talsvert verðmatið en ráðleggja fjárfestum áfram að kaupa í Alvotech
Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa lækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech en ráðleggja fjárfestum samt að bæta við sig bréfum og telja að búið sé að verðleggja að fullu inn í hlutabréfaverð félagsins – og meira til – áskoranir til skamms tíma sem komu til vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðuna.
Lækka verulega verðmat sitt á Alvotech og búast við töfum á öðrum hliðstæðum
Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað.