Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2025 17:45 Leonard Gates sýndi sínar bestu hliðar áður en keppni dagsins hófst. Hann var öllu slakari eftir að hún hófst - en komst þó áfram. John Walton/PA Images via Getty Images Bandaríkjamaðurinn Leonard Gates var maður dagsins á HM í pílukasti, í það minnsta hingað til. Hann vann sinn fyrsta sjónvarpsleik í slétt ár og komst áfram eftir veglega danssýningu. Leonard Gates vakti mikla lukku þegar hann mætti til leiks í fyrri keppnishluta dagsins á HM í pílukasti. Gates ber viðurnefnið Soulger og mætti til leiks dansandi fyrir allan peninginn við sálartónlist, setti upp skíðagleraugu og fékk alla stúkuna með sér í lið frá byrjun. Hans beið strembið verkefni gegn reynsluboltanum Mickey Mansell sem er frá Norður-Írlandi og var sá óvinsælli hjá enskum áhangendum í salnum, sem bauluðu reglulega á Mansell. Leonard Gates, take a bow! 😂👏Another INCREDIBLE walk-on at Alexandra Palace! 😍 pic.twitter.com/9QEKzjTlYk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Gates er skautlegur spilari og eru fáir sem eiga eins mikil samskipti við aðdáendur í salnum á meðan keppni stendur. Hann fékk fólk ítrekað á fætur eftir góðar heimsóknir og steig aftur góðan dans eftir að hafa unnið fyrsta settið. Mansell tókst að vinna annað settið til að jafna leikinn 1-1 og þaggaði þá niður í USA öskrum fólks í stúkunni. Hinn almennt nokkuð litlausi Mansell fagnaði meira eftir það sett en sést hefur lengi og var bersýnilegt að hann hafði lítinn húmor fyrir látalátunum í andstæðingi sínum. Don't mess with Mickey! 👀Mickey Mansell gives the Ally Pally crowd a disapproving look as he levels the opening set against Leonard Gates!📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R1 pic.twitter.com/LdadfI8LLb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Leikurinn var almennt heldur gæðalítill. Gates komst 2-1 yfir í settum áður en Mansell jafnaði í 2-2 og knúði fram oddasett. Mistökin voru mörg á báða bóga. Fyrsti leggur í fjórða setti var á meðal þeirra vandræðalegri sem sést hafa á sviðinu í Alexandra Palace. Mansell kláraði legginn með því að skjóta út tvöfaldan einn eftir að þeir félagar höfðu klúðrað hverju útskotinu á fætur öðru. GLORY FOR GATES!Leonard Gates dances his way through to Round Two!'The Soulger' defeats Mickey Mansell in a five-set MARATHON, to the delight of the Alexandra Palace faithful!📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R1 pic.twitter.com/h4YrNPwEG8— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Gates kom aftur á móti til baka og fagnaði sigri, 3-2 í settum talið. Aftur steig hann stríðsdans og setti upp brillurnar. Ljóst er að Bandaríkjamaðurinn naut augnabliksins til hins ítrasta. Enda um að ræða fyrsta sigur hans í sjónvarpaðri keppni síðan á sama stað heimsmeistaramótsins fyrir sléttu ári síðan. Og ljóst er af spilamennsku hans að sigrarnir verða að líkindum ekki mikið fleiri að sinni. Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
Leonard Gates vakti mikla lukku þegar hann mætti til leiks í fyrri keppnishluta dagsins á HM í pílukasti. Gates ber viðurnefnið Soulger og mætti til leiks dansandi fyrir allan peninginn við sálartónlist, setti upp skíðagleraugu og fékk alla stúkuna með sér í lið frá byrjun. Hans beið strembið verkefni gegn reynsluboltanum Mickey Mansell sem er frá Norður-Írlandi og var sá óvinsælli hjá enskum áhangendum í salnum, sem bauluðu reglulega á Mansell. Leonard Gates, take a bow! 😂👏Another INCREDIBLE walk-on at Alexandra Palace! 😍 pic.twitter.com/9QEKzjTlYk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Gates er skautlegur spilari og eru fáir sem eiga eins mikil samskipti við aðdáendur í salnum á meðan keppni stendur. Hann fékk fólk ítrekað á fætur eftir góðar heimsóknir og steig aftur góðan dans eftir að hafa unnið fyrsta settið. Mansell tókst að vinna annað settið til að jafna leikinn 1-1 og þaggaði þá niður í USA öskrum fólks í stúkunni. Hinn almennt nokkuð litlausi Mansell fagnaði meira eftir það sett en sést hefur lengi og var bersýnilegt að hann hafði lítinn húmor fyrir látalátunum í andstæðingi sínum. Don't mess with Mickey! 👀Mickey Mansell gives the Ally Pally crowd a disapproving look as he levels the opening set against Leonard Gates!📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R1 pic.twitter.com/LdadfI8LLb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Leikurinn var almennt heldur gæðalítill. Gates komst 2-1 yfir í settum áður en Mansell jafnaði í 2-2 og knúði fram oddasett. Mistökin voru mörg á báða bóga. Fyrsti leggur í fjórða setti var á meðal þeirra vandræðalegri sem sést hafa á sviðinu í Alexandra Palace. Mansell kláraði legginn með því að skjóta út tvöfaldan einn eftir að þeir félagar höfðu klúðrað hverju útskotinu á fætur öðru. GLORY FOR GATES!Leonard Gates dances his way through to Round Two!'The Soulger' defeats Mickey Mansell in a five-set MARATHON, to the delight of the Alexandra Palace faithful!📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R1 pic.twitter.com/h4YrNPwEG8— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Gates kom aftur á móti til baka og fagnaði sigri, 3-2 í settum talið. Aftur steig hann stríðsdans og setti upp brillurnar. Ljóst er að Bandaríkjamaðurinn naut augnabliksins til hins ítrasta. Enda um að ræða fyrsta sigur hans í sjónvarpaðri keppni síðan á sama stað heimsmeistaramótsins fyrir sléttu ári síðan. Og ljóst er af spilamennsku hans að sigrarnir verða að líkindum ekki mikið fleiri að sinni.
Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira