Innlent

Þrír karl­menn hand­teknir í Laugarneshverfi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Mennirnir eru grunaðir um þjófnað í Laugarneshverfi og mögulega víðar.
Mennirnir eru grunaðir um þjófnað í Laugarneshverfi og mögulega víðar. Vísir/Vilhelm

Þrír karlmenn voru handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð í Laugarneshverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Mennirnir eru grunaðir um skipulagðan þjófnað á höfuðborgarsvæðinu og eru grunaðir um að hafa stolið bæði úr verslunum og af fólki. Greint er frá á RÚV.

Þar kemur fram að mennirnir bíði nú yfirheyrslu og segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV, að hann vonist til þess að hægt verði að vísa mönnunum úr landi. Stutt er síðan tveimur mönnum var vísað úr landi fyrir vasaþjófnað en Unnar segir mennina sem voru handteknir í gær hafa beitt þekktum aðferðum vasaþjófa.

Í frétt RÚV segir að lögregla hafi fengið um tug tilkynninga í gær og í dag um þjófnað sem mennirnir eru grunaðir um að bera ábyrgð á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×