Innlent

Suðurstrandarvegi lokað eftir á­rekstur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan á Suðurlandi er með málið á sínu borði.
Lögreglan á Suðurlandi er með málið á sínu borði. Vísir/Vilhelm

Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurstrandarveg við Þorlákshöfn eftir að ekið var á kyrrstæðan bíl um tíuleytið í kvöld. Mikið brak og olía er á veginum en svo virðist sem ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki.

Garðar Már Garðarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn. Auk lögreglu séu þar fulltrúar slökkviliðs sem vinni að því að hreinsa upp brakið.

Samkvæmt tilkynningu til lögreglu var ekið á kyrrstæðan bíl. Meiðsli þeirra sem lentu í árekstrinum eru talin minni háttar. Lokað verður fyrir umferð um Suðurstrandarveg á meðan hreinsunarstörf á vettvangi standa yfir. Auk mikils braks er heilmikil olía á veginum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×