Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2025 23:18 Mohamed Salah fagnar stoðsendingu sinni í leiknum á móti Brighton & Hove Albion en með henni komst hann einn í efsta sætið. Getty/Carl Recine Mohamed Salah lauk erfiðri viku með því að koma inn af bekknum fyrir Liverpool í sigrinum gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni i dag þar sem hann skráði sig á spjöld sögunnar í ensku úrvalsdeildinni með stoðsendingu. Salah, sem fór í viðtal í síðustu viku þar sem hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli hjá félaginu vegna slaks gengis, kom inn á fyrir hinn meidda Joe Gomez i fyrri hálfleik og fékk mikið lófaklapp frá áhorfendum á Anfield. Egyptinn lét til sín taka í seinni hálfleik með vel útfærðri hornspyrnu sem Hugo Ekitike skallaði í netið og kom stöðunni í 2-0. Fór fram úr Rooney Þetta þýddi að Salah fór fram úr Wayne Rooney og varð sá leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar samanlagt fyrir eitt félag, eða alls 277. Mo Salah now has more Premier League goal involvements for Liverpool than any other player has for a single team in the league's history, passing Wayne Rooney's record with Man Utd 🌟 pic.twitter.com/a5CgEFye5D— BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2025 Salah var kallaður aftur í leikmannahópinn eftir að hafa verið skilinn eftir utan hóps í sigrinum gegn Inter Milan í Meistaradeildinni á þriðjudag. „Ástæðan fyrir því að hann var ekki í Mílanó var viðtalið hans og allir hafa mismunandi skoðanir – ætti hann að vera einn, tvo, þrjá, fjóra mánuði eða fjögur ár [utan hóps],“ sagði Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi. „Sérhver stjóri tekur mismunandi ákvarðanir um það, en hann var ekki með gegn Mílanó,“ sagði Slot. Ræddi við hann í gær „Ég ræddi við hann í gær. Ég segi aldrei neitt um það sem við ræðum og ég ætla ekki að gera undantekningu núna, en gjörðir tala hærra en orð. Hann var kominn aftur í hópinn og þegar ég þurfti að gera fyrstu skiptinguna mína setti ég hann inn á og hann stóð sig eins og allir stuðningsmenn, þar á meðal ég, vildu sjá hann gera,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Þetta var síðasti leikur Salah fyrir Liverpool áður en hann heldur á Afríkukeppnina. Slot gerði lítið úr þeirri hugmynd að gjörðir framherjans væru kveðja. „Hann var ekki eini leikmaðurinn sem gekk um völlinn,“ sagði Slot. „Mo fer núna á Afríkukeppnina. Við vonum að honum gangi mjög vel og á meðan verðum við að spjara okkur án hans með ekki svo marga leikmenn tiltæka eins og staðan er núna.“ Ég tel að hann sé leikmaður Liverpool Aðspurður hvort hann vildi að Salah kæmi aftur í janúar bætti Slot við: „Já. Ég tel að hann sé leikmaður Liverpool og ég vil nota hann þegar við þurfum á honum að halda. Í dag byrjaði hann ekki, eins og hann hefur gert nokkrum sinnum áður, en í eitt og hálft tímabil þar á undan byrjaði hann nánast hvern einasta leik. Í dag, þegar hann kom inn á, sýndi hann þá frammistöðu sem maður vill sjá frá honum,“ sagði Slot. „Fyrir mér er ekkert mál að leysa. Hann er núna eins og hver annar leikmaður. Þú talar við leikmenn þína ef þú ert ánægður eða óánægður, en fyrir mér er ekkert sem ég þarf að ræða um eftir það sem gerðist gegn Leeds,“ sagði Slot. Mohamed Salah has now been directly involved in more league goals for Liverpool (277) than any other player has for a single side in Premier League history.◎ 302 games◉ 188 goals◉ 89 assistsWayne Rooney’s record has been broken. 👏 pic.twitter.com/3Djle0x0Dm— Squawka (@Squawka) December 13, 2025 Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Salah, sem fór í viðtal í síðustu viku þar sem hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli hjá félaginu vegna slaks gengis, kom inn á fyrir hinn meidda Joe Gomez i fyrri hálfleik og fékk mikið lófaklapp frá áhorfendum á Anfield. Egyptinn lét til sín taka í seinni hálfleik með vel útfærðri hornspyrnu sem Hugo Ekitike skallaði í netið og kom stöðunni í 2-0. Fór fram úr Rooney Þetta þýddi að Salah fór fram úr Wayne Rooney og varð sá leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar samanlagt fyrir eitt félag, eða alls 277. Mo Salah now has more Premier League goal involvements for Liverpool than any other player has for a single team in the league's history, passing Wayne Rooney's record with Man Utd 🌟 pic.twitter.com/a5CgEFye5D— BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2025 Salah var kallaður aftur í leikmannahópinn eftir að hafa verið skilinn eftir utan hóps í sigrinum gegn Inter Milan í Meistaradeildinni á þriðjudag. „Ástæðan fyrir því að hann var ekki í Mílanó var viðtalið hans og allir hafa mismunandi skoðanir – ætti hann að vera einn, tvo, þrjá, fjóra mánuði eða fjögur ár [utan hóps],“ sagði Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi. „Sérhver stjóri tekur mismunandi ákvarðanir um það, en hann var ekki með gegn Mílanó,“ sagði Slot. Ræddi við hann í gær „Ég ræddi við hann í gær. Ég segi aldrei neitt um það sem við ræðum og ég ætla ekki að gera undantekningu núna, en gjörðir tala hærra en orð. Hann var kominn aftur í hópinn og þegar ég þurfti að gera fyrstu skiptinguna mína setti ég hann inn á og hann stóð sig eins og allir stuðningsmenn, þar á meðal ég, vildu sjá hann gera,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Þetta var síðasti leikur Salah fyrir Liverpool áður en hann heldur á Afríkukeppnina. Slot gerði lítið úr þeirri hugmynd að gjörðir framherjans væru kveðja. „Hann var ekki eini leikmaðurinn sem gekk um völlinn,“ sagði Slot. „Mo fer núna á Afríkukeppnina. Við vonum að honum gangi mjög vel og á meðan verðum við að spjara okkur án hans með ekki svo marga leikmenn tiltæka eins og staðan er núna.“ Ég tel að hann sé leikmaður Liverpool Aðspurður hvort hann vildi að Salah kæmi aftur í janúar bætti Slot við: „Já. Ég tel að hann sé leikmaður Liverpool og ég vil nota hann þegar við þurfum á honum að halda. Í dag byrjaði hann ekki, eins og hann hefur gert nokkrum sinnum áður, en í eitt og hálft tímabil þar á undan byrjaði hann nánast hvern einasta leik. Í dag, þegar hann kom inn á, sýndi hann þá frammistöðu sem maður vill sjá frá honum,“ sagði Slot. „Fyrir mér er ekkert mál að leysa. Hann er núna eins og hver annar leikmaður. Þú talar við leikmenn þína ef þú ert ánægður eða óánægður, en fyrir mér er ekkert sem ég þarf að ræða um eftir það sem gerðist gegn Leeds,“ sagði Slot. Mohamed Salah has now been directly involved in more league goals for Liverpool (277) than any other player has for a single side in Premier League history.◎ 302 games◉ 188 goals◉ 89 assistsWayne Rooney’s record has been broken. 👏 pic.twitter.com/3Djle0x0Dm— Squawka (@Squawka) December 13, 2025
Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira