Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. desember 2025 15:00 Kristný þurfti að ganga í öll störf við gerð tónlistarmyndbandsins „Það sem jólin snúast um“. Tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Það sem jólin snúast um“ með GDRN, Magnúsi Jóhanni og KK kom út síðasta fimmtudag og er afrakstur skemmtilegs skiptidíls. Myndbandið er stillumynd (e. stop motion film) sem tók langan tíma að gera þar sem leikstjórinn Kristný Eiríksdóttir brá sér einnig í hlutverk handritshöfundar, brúðugerðarmanns, tökumanns og leikmyndahönnuðar. Lagið „Það sem jólin snúast um“ er af jólalagaplötunni Nokkur jólaleg lög eftir GDRN og Magnús Jóhann sem kom út í fyrra. Tónlistarmyndbandið er hins vegar nýkomið út en þar fá áhorfendur fallega, sorglega jólasögu beint í æð líkt og sjá má hér að neðan. Sagan á bak við tónlistarmyndbandið er nokkuð skemmtileg en blaðamaður heyrði hljóðið í Kristnýju til að forvitnast hvernig myndbandið kom til og hvernig ferlið var. Stillumyndagerð, verðlaunamynd og skiptidíll „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stillumyndagerð þar sem flestar af mínum uppáhalds myndum eru annað hvort teiknimyndir eða stillumyndir, til dæmist hefur Coraline alltaf verið í uppáhaldi þó ég hafi fengið martraðir þegar ég fór fyrst á hana í bíó sem barn,“ segir Kristný Eiríksdóttir um innkomu sína inn í stillumyndagerð (e. stop motion). Vínylspilarinn hreyfður. Kristný fór í fornám í Myndlistarskóla Reykjavíkur árið 2021 og heillaðist þar af hinum ýmsu fögum: teikningu, ljósmyndun og skúlptúrgerð. „Það var ekki fyrr en ég átti að finna hugmynd að útskriftarmynd fyrir Kvikmyndaskólann þegar ég fékk smá klikkaða hugmynd í kollinn: „Hvað ef ég myndi bara gera stillumynd?“ Ég hugsaði með mér að það væri í raun ekki betri tíma til að læra þetta og eftir það var ekki aftur snúið. Ég hafði aldrei áður gert neitt þessu líkt, ákvað að henda mér út í djúpu laugina og rak mig oft á,“ segir hún. Lokaverkefni Kristnýjar var stillustuttmyndin Allir hundar deyja einir sem fjallar um stúlkuna Tíu og hundinn Snata. Við gerð myndarinnar vantaði Kristnýju hjálp með tónlistina sem átti að hljóma undir. „Ég hafði samband við Magnús Jóhann því mig vantaði tónlist fyrir útskriftarmyndina mína og vantaði líka einhvern til að hjálpa mér með að útsetja lag sem ég samdi fyrir myndina. Karin Rós Wiium, framleiðandi og kær vinkona, hvatti mig til að hafa samband við hann. Magnúsi leist svo vel á myndina að hann var til í að koma inn í það verkefni í staðinn fyrir að ég myndi gera tónlistarmyndband við lag hans og Guðrúnar sem var bara „win-win“ fyrir alla,“ segir Kristný. Myndin hlaut afar góðar viðtökur, var sýnd á bæði Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík og síðan á kvikmyndahátíðinni PIFF á Ísafirði. Á þeirri seinni hlaut Kristný verðlaun fyrir bestu leikstjórn íslenskra stuttmynda. Allir hundar vilja deyja einir var útskriftarverkefni Kristnýjar úr Kvikmyndaskólanum. Allt í rammanum handgert Stillumyndagerð er yfirleitt nokkuð tímafrek og getur tekið langan tíma að gera hverja senu þó stutt sé. Gerð tónlistarmyndbandsins teygði sig því alla leið aftur að sumri. „Þetta tók smá tíma, hugmyndavinnan fór í gang um sumarið og svo byrjaði hröð framleiðsla í september. Tökurnar sjálfar byrjuðu ekki fyrr en í nóvember en ég myndi segja að þetta tók þrjá mánuði þegar allt er saman lagt. Ein mínúta á mánuð sirka. En ég var í vinnu til hliðar svo þetta var unnið smá slitrótt,“ segir Kristný. Stjörnurnar þrjár: Guðrún Ýr Eyfjörð, Kristný Eiríksdóttir og Magnús Jóhann Ragnarsson. Stillumyndagerð er ekki fyrir óþolinmóða að sögn Kristnýjar. „Þetta er heldur betur tímafrekt og kannski ekki fyrir óþolinmóða. Ég get sagt að þetta var miklu erfiðara en ég hélt og ég tek ofan af öllu ótrúlega flottu listamönnum sem hafa hafa búið til heilu bíómyndinar. En mér finnst þetta vera svo mikið listaverk þessi stillugerð. Þetta sameinar allt frá sögugerð, kvikmyndatöku, skúlptúrgerð, arkitektúr, smíðum, málun. Allt sem þú sérð í rammanum var skapað og handgert af einhverjum,“ segir hún. Hvað tók lengstan tíma? „Leikmyndin tók lengstan tíma og að skipta um leikmyndir milli sena. Það er bæði tímafrekt og styrkleikar mínir liggja ekki þar. Það krefst smíðavinnu og verkfæranotkunar því það er mikilvægt að allt sé pikkfast því ekkert má hreyfast milli mynda. Ég er lánsöm að eiga frábæran pabba sem gat hjálpað mér mjög mikið og er mjög flinkur í leikmyndagerð. Hefði ekki getað gert þetta án hans,“ segir Kristný. Búningar og leirhöfuð úr myndbandinu. Út fyrir þægindarammann á nýju ári Útskriftarmynd Kristnýjar komst á þrjár kvikmyndahátíðir og bíður hún enn svara frá nokkrum hátíðum til viðbótar. Næst á dagskrá er að taka sér smá hvíld frá verkefnum en handan við sjóndeildarhringinn stefnir hún á tónlistarútgáfu á nýju ári. „Ég er rosalega til í að hvíla mig smá eftir þetta verkefni og njóta jólanna. En á sama tíma er ég mjög bjartsýn og spennt fyrir næsta ári,“ segir hún. Leikstjóri og tökumaður að störfum. „Ég er nú reyndar aðeins búin að vera að dýfa tánum í tónlistarheiminn og stefni á að reyna komast aðeins út úr þægindarammanum þar og fara kannski að gefa út einhver lög. Ég stefni allavega á að gefa út lagið sem ég samdi og Magnús útsetti á næsta ári,“ bætir hún við. „Svo er aldrei að vita hvort ég vinni eitthvað annað stilluverkefni á næstu árum. Maður er alltaf opin fyrir verkefnum.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Tónlist Jól Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Lagið „Það sem jólin snúast um“ er af jólalagaplötunni Nokkur jólaleg lög eftir GDRN og Magnús Jóhann sem kom út í fyrra. Tónlistarmyndbandið er hins vegar nýkomið út en þar fá áhorfendur fallega, sorglega jólasögu beint í æð líkt og sjá má hér að neðan. Sagan á bak við tónlistarmyndbandið er nokkuð skemmtileg en blaðamaður heyrði hljóðið í Kristnýju til að forvitnast hvernig myndbandið kom til og hvernig ferlið var. Stillumyndagerð, verðlaunamynd og skiptidíll „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stillumyndagerð þar sem flestar af mínum uppáhalds myndum eru annað hvort teiknimyndir eða stillumyndir, til dæmist hefur Coraline alltaf verið í uppáhaldi þó ég hafi fengið martraðir þegar ég fór fyrst á hana í bíó sem barn,“ segir Kristný Eiríksdóttir um innkomu sína inn í stillumyndagerð (e. stop motion). Vínylspilarinn hreyfður. Kristný fór í fornám í Myndlistarskóla Reykjavíkur árið 2021 og heillaðist þar af hinum ýmsu fögum: teikningu, ljósmyndun og skúlptúrgerð. „Það var ekki fyrr en ég átti að finna hugmynd að útskriftarmynd fyrir Kvikmyndaskólann þegar ég fékk smá klikkaða hugmynd í kollinn: „Hvað ef ég myndi bara gera stillumynd?“ Ég hugsaði með mér að það væri í raun ekki betri tíma til að læra þetta og eftir það var ekki aftur snúið. Ég hafði aldrei áður gert neitt þessu líkt, ákvað að henda mér út í djúpu laugina og rak mig oft á,“ segir hún. Lokaverkefni Kristnýjar var stillustuttmyndin Allir hundar deyja einir sem fjallar um stúlkuna Tíu og hundinn Snata. Við gerð myndarinnar vantaði Kristnýju hjálp með tónlistina sem átti að hljóma undir. „Ég hafði samband við Magnús Jóhann því mig vantaði tónlist fyrir útskriftarmyndina mína og vantaði líka einhvern til að hjálpa mér með að útsetja lag sem ég samdi fyrir myndina. Karin Rós Wiium, framleiðandi og kær vinkona, hvatti mig til að hafa samband við hann. Magnúsi leist svo vel á myndina að hann var til í að koma inn í það verkefni í staðinn fyrir að ég myndi gera tónlistarmyndband við lag hans og Guðrúnar sem var bara „win-win“ fyrir alla,“ segir Kristný. Myndin hlaut afar góðar viðtökur, var sýnd á bæði Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík og síðan á kvikmyndahátíðinni PIFF á Ísafirði. Á þeirri seinni hlaut Kristný verðlaun fyrir bestu leikstjórn íslenskra stuttmynda. Allir hundar vilja deyja einir var útskriftarverkefni Kristnýjar úr Kvikmyndaskólanum. Allt í rammanum handgert Stillumyndagerð er yfirleitt nokkuð tímafrek og getur tekið langan tíma að gera hverja senu þó stutt sé. Gerð tónlistarmyndbandsins teygði sig því alla leið aftur að sumri. „Þetta tók smá tíma, hugmyndavinnan fór í gang um sumarið og svo byrjaði hröð framleiðsla í september. Tökurnar sjálfar byrjuðu ekki fyrr en í nóvember en ég myndi segja að þetta tók þrjá mánuði þegar allt er saman lagt. Ein mínúta á mánuð sirka. En ég var í vinnu til hliðar svo þetta var unnið smá slitrótt,“ segir Kristný. Stjörnurnar þrjár: Guðrún Ýr Eyfjörð, Kristný Eiríksdóttir og Magnús Jóhann Ragnarsson. Stillumyndagerð er ekki fyrir óþolinmóða að sögn Kristnýjar. „Þetta er heldur betur tímafrekt og kannski ekki fyrir óþolinmóða. Ég get sagt að þetta var miklu erfiðara en ég hélt og ég tek ofan af öllu ótrúlega flottu listamönnum sem hafa hafa búið til heilu bíómyndinar. En mér finnst þetta vera svo mikið listaverk þessi stillugerð. Þetta sameinar allt frá sögugerð, kvikmyndatöku, skúlptúrgerð, arkitektúr, smíðum, málun. Allt sem þú sérð í rammanum var skapað og handgert af einhverjum,“ segir hún. Hvað tók lengstan tíma? „Leikmyndin tók lengstan tíma og að skipta um leikmyndir milli sena. Það er bæði tímafrekt og styrkleikar mínir liggja ekki þar. Það krefst smíðavinnu og verkfæranotkunar því það er mikilvægt að allt sé pikkfast því ekkert má hreyfast milli mynda. Ég er lánsöm að eiga frábæran pabba sem gat hjálpað mér mjög mikið og er mjög flinkur í leikmyndagerð. Hefði ekki getað gert þetta án hans,“ segir Kristný. Búningar og leirhöfuð úr myndbandinu. Út fyrir þægindarammann á nýju ári Útskriftarmynd Kristnýjar komst á þrjár kvikmyndahátíðir og bíður hún enn svara frá nokkrum hátíðum til viðbótar. Næst á dagskrá er að taka sér smá hvíld frá verkefnum en handan við sjóndeildarhringinn stefnir hún á tónlistarútgáfu á nýju ári. „Ég er rosalega til í að hvíla mig smá eftir þetta verkefni og njóta jólanna. En á sama tíma er ég mjög bjartsýn og spennt fyrir næsta ári,“ segir hún. Leikstjóri og tökumaður að störfum. „Ég er nú reyndar aðeins búin að vera að dýfa tánum í tónlistarheiminn og stefni á að reyna komast aðeins út úr þægindarammanum þar og fara kannski að gefa út einhver lög. Ég stefni allavega á að gefa út lagið sem ég samdi og Magnús útsetti á næsta ári,“ bætir hún við. „Svo er aldrei að vita hvort ég vinni eitthvað annað stilluverkefni á næstu árum. Maður er alltaf opin fyrir verkefnum.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Tónlist Jól Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira