Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2025 11:59 Þeim hjá FTT er ekki skemmt vegna þeirrar ákvörðunar RUV-fólks að fara alla leið til Hollands í leit að fréttastefi. Frá 40 ára afmælisfögnuði Félags tónskálda- og textahöfunda: Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN), Hallur Ingólfsson, Magnús og Bragi Valdimar. vísir/hulda margrét Bragi Valdimar Skúlason formaður FTT segir að enn hafi engin viðbrögð borist frá Ríkisútvarpinu vegna erindis FTT og TÍ vegna „stóra fréttastefsmálsins“. „Ekki enn. Mannskapurinn er að jafna sig eftir júró,“ segir Bragi Valdimar í samtali við Vísi spurður um hvort einhver viðbrögð hafi komið vegna erindis þeirra. Félag tónskálda og textahöfunda og Tónskáldafélag Íslands sendu í gær, eftir að Vísir hafði vakið athygli á því að nýtt fréttastef RUV væri ættað frá Hollandi, erindi þar sem fram koma veruleg vonbrigði með að leitað hafi verið út fyrir hóp íslenskra tónhöfunda þegar nýtt einkennisstef frétta var samið fyrir Ríkisútvarpið. Áratuga hefð brotin „Þar með er brotin áratuga hefð, þar sem íslensku tónskáldi er falið að semja stef fyrir ríkisútvarp og sjónvarp. Stef sem lifir með þjóðinni og gefur einum fréttatímanum vægi og aukna vigt,“ segir í bréfinu. Eins og Vísir vakti athygli á fyrir tveimur dögum er Ríkisútvarpið á gráu svæði með að leita út fyrir landsteina með annað eins og þetta en í lögum um stofnunina kveður skýrt á um að henni beri að styðja við íslenska menningu. Í erindinu segir að þó erlent fyrirtæki sérhæfi sig í hljóðmynd útvarps- og sjónvarpsstöðva þá geti það ekki verið eru ekki rök fyrir því að sniðganga íslenska höfunda. Fjölmargir framúrskarandi tónlistarmenn á Íslandi sérhæfa sig einmitt í þessu og hafa starfað við góðan orðstír út um allan heim. Hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum „Ríkisútvarp hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum, á í nánu samstarfi við þá á ótal sviðum — og á að sjá sóma sinn í að leita til þeirra þegar samin eru verk fyrir stofnunina.“ Að endingu er skorað á Ríkisútvarpið að „endurskoða þessa misráðnu ákvörðun sem allra fyrst.“ Og undir bréf þetta rita þeir Bragi Valdimar formaður FTT og Páll Ragnar Pálsson formaður TÍ. Í Facebook-hópnum hljóðnördar án landamæra er málið skeggrætt og þar upplýsir hinn reynslumikli tónlistar- og útvarpsmaður Magnús Einarsson að fyrir um tuttugu árum hafi svipað mál komið upp, að stofnunin hafi ætlað að leita einmitt til Hollands vegna stefjagerðar en þá hafi þáverandi útvarpsstjóri, Magnús Örn Antonsson, sett niður fótinn og kveðið skýrt á um að slíkt yrði gert innanlands. Tónlist Tónlistarnám Félagasamtök Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Brosi allan hringinn Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Ekki enn. Mannskapurinn er að jafna sig eftir júró,“ segir Bragi Valdimar í samtali við Vísi spurður um hvort einhver viðbrögð hafi komið vegna erindis þeirra. Félag tónskálda og textahöfunda og Tónskáldafélag Íslands sendu í gær, eftir að Vísir hafði vakið athygli á því að nýtt fréttastef RUV væri ættað frá Hollandi, erindi þar sem fram koma veruleg vonbrigði með að leitað hafi verið út fyrir hóp íslenskra tónhöfunda þegar nýtt einkennisstef frétta var samið fyrir Ríkisútvarpið. Áratuga hefð brotin „Þar með er brotin áratuga hefð, þar sem íslensku tónskáldi er falið að semja stef fyrir ríkisútvarp og sjónvarp. Stef sem lifir með þjóðinni og gefur einum fréttatímanum vægi og aukna vigt,“ segir í bréfinu. Eins og Vísir vakti athygli á fyrir tveimur dögum er Ríkisútvarpið á gráu svæði með að leita út fyrir landsteina með annað eins og þetta en í lögum um stofnunina kveður skýrt á um að henni beri að styðja við íslenska menningu. Í erindinu segir að þó erlent fyrirtæki sérhæfi sig í hljóðmynd útvarps- og sjónvarpsstöðva þá geti það ekki verið eru ekki rök fyrir því að sniðganga íslenska höfunda. Fjölmargir framúrskarandi tónlistarmenn á Íslandi sérhæfa sig einmitt í þessu og hafa starfað við góðan orðstír út um allan heim. Hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum „Ríkisútvarp hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum, á í nánu samstarfi við þá á ótal sviðum — og á að sjá sóma sinn í að leita til þeirra þegar samin eru verk fyrir stofnunina.“ Að endingu er skorað á Ríkisútvarpið að „endurskoða þessa misráðnu ákvörðun sem allra fyrst.“ Og undir bréf þetta rita þeir Bragi Valdimar formaður FTT og Páll Ragnar Pálsson formaður TÍ. Í Facebook-hópnum hljóðnördar án landamæra er málið skeggrætt og þar upplýsir hinn reynslumikli tónlistar- og útvarpsmaður Magnús Einarsson að fyrir um tuttugu árum hafi svipað mál komið upp, að stofnunin hafi ætlað að leita einmitt til Hollands vegna stefjagerðar en þá hafi þáverandi útvarpsstjóri, Magnús Örn Antonsson, sett niður fótinn og kveðið skýrt á um að slíkt yrði gert innanlands.
Tónlist Tónlistarnám Félagasamtök Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Brosi allan hringinn Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira