Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 06:32 Hér á Íslandi er mjög algengt að börn og unglingar séu í beinni útsendingu á netinu. Getty/ Shauna Clinton Með nýrri tækni verður auðveldara að senda beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum barna og unglinga. Þetta er slæm þróun að meti þeirra sem ráða í sænsku íþróttalífi. Sænskum íþróttahreyfingum er nú ráðlagt frá því að senda út frá barnaíþróttum í sínum íþróttagreinum. Sænska frjálsíþróttasambandið hefur þegar tekið ákvörðun um að hætta slíkum útsendingum. Engin ástæða tl að sýna börn „Það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn,“ sagði David Fridell, framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, í samtali Í byrjun september gaf Íþróttasamband Svíþjóðar út nýjar leiðbeiningar um útsendingar frá barnaíþróttum. Þá var það látið eftir hverju sérsambandi að taka sína eigin ákvörðun en þeim voru gefnar tvær skýrar ráðleggingar: Íþróttasamband Svíþjóðar mælir með því að hvert sérsamband sem hefur barna- og unglingastarfsemi útbúi leiðbeiningar eða sambærilegt fyrir streymi, þar sem hluta starfseminnar má meta sem hentuga til streymis eftir íþróttalegar og lagalegar íhuganir og þegar metið hefur verið að það sé framkvæmanlegt. Aðeins þegar það er talið réttlætanlegt Almenn ráðlegging Íþróttasambands Svíþjóðar er sú að sérsambönd og félög ættu almennt að forðast að streyma, og að streymi frá unglingaíþróttum ætti aðeins að eiga sér stað þegar það er talið réttlætanlegt eftir vandlega íhugun. Sportbladet fjallar um breytingarnar í Svíþjóð þegar kemur að útsendingum frá íþróttum barna og unglinga.@Sportbladet Í samtali við Sportbladet gefa landssambönd handbolta og innanhússbandýs, sem og hestaíþrótta og sunds, til kynna að þau séu nú að endurskoða leiðbeiningar sínar í þessum greinilega viðkvæma málaflokki. Kannski verið of hröð „Tækniþróunin hefur verið hröð. Að vissu leyti hefur hún kannski verið of hröð. Bara af því að maður getur gert eitthvað þýðir það ekki sjálfkrafa að maður eigi að gera það. Þetta er eitthvað sem öll íþróttahreyfingin þarf að skoða nánar og þess vegna er mjög áríðandi fyrir okkur að gera greiningu á því hvernig nýjar leiðbeiningar Íþróttasambands Svíþjóðar skuli innleiddar innan hestaíþrótta,“ skrifar sænska hestaíþróttasambandið í svari til Sportbladet. „Okkur finnst að það þurfi að vera sérstakar ástæður til að sýna börn á þennan hátt og það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn í þeim keppnum sem við berum ábyrgð á og sendum út í gegnum okkar vettvang,“ sagði Fridell en hvað um það að geta aflað peninga og fengið kynningu fyrir íþróttina sína með því að sýna frá keppnum barna og unglinga? Vekur vissulega upp tilfinningar „Þróunin sem á sér stað vekur vissulega upp tilfinningar, og fyrir einstaka íþróttaforeldra eða aðstandendur er gríðarlega mikið gildi í því að geta séð barnið sitt þótt þú getir ekki verið á staðnum. En við sem samband getum ekki litið á það sem nauðsyn að veita þá þjónustu,“ sagði Fridell. Svíþjóð Íþróttir barna Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Sjá meira
Sænskum íþróttahreyfingum er nú ráðlagt frá því að senda út frá barnaíþróttum í sínum íþróttagreinum. Sænska frjálsíþróttasambandið hefur þegar tekið ákvörðun um að hætta slíkum útsendingum. Engin ástæða tl að sýna börn „Það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn,“ sagði David Fridell, framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, í samtali Í byrjun september gaf Íþróttasamband Svíþjóðar út nýjar leiðbeiningar um útsendingar frá barnaíþróttum. Þá var það látið eftir hverju sérsambandi að taka sína eigin ákvörðun en þeim voru gefnar tvær skýrar ráðleggingar: Íþróttasamband Svíþjóðar mælir með því að hvert sérsamband sem hefur barna- og unglingastarfsemi útbúi leiðbeiningar eða sambærilegt fyrir streymi, þar sem hluta starfseminnar má meta sem hentuga til streymis eftir íþróttalegar og lagalegar íhuganir og þegar metið hefur verið að það sé framkvæmanlegt. Aðeins þegar það er talið réttlætanlegt Almenn ráðlegging Íþróttasambands Svíþjóðar er sú að sérsambönd og félög ættu almennt að forðast að streyma, og að streymi frá unglingaíþróttum ætti aðeins að eiga sér stað þegar það er talið réttlætanlegt eftir vandlega íhugun. Sportbladet fjallar um breytingarnar í Svíþjóð þegar kemur að útsendingum frá íþróttum barna og unglinga.@Sportbladet Í samtali við Sportbladet gefa landssambönd handbolta og innanhússbandýs, sem og hestaíþrótta og sunds, til kynna að þau séu nú að endurskoða leiðbeiningar sínar í þessum greinilega viðkvæma málaflokki. Kannski verið of hröð „Tækniþróunin hefur verið hröð. Að vissu leyti hefur hún kannski verið of hröð. Bara af því að maður getur gert eitthvað þýðir það ekki sjálfkrafa að maður eigi að gera það. Þetta er eitthvað sem öll íþróttahreyfingin þarf að skoða nánar og þess vegna er mjög áríðandi fyrir okkur að gera greiningu á því hvernig nýjar leiðbeiningar Íþróttasambands Svíþjóðar skuli innleiddar innan hestaíþrótta,“ skrifar sænska hestaíþróttasambandið í svari til Sportbladet. „Okkur finnst að það þurfi að vera sérstakar ástæður til að sýna börn á þennan hátt og það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn í þeim keppnum sem við berum ábyrgð á og sendum út í gegnum okkar vettvang,“ sagði Fridell en hvað um það að geta aflað peninga og fengið kynningu fyrir íþróttina sína með því að sýna frá keppnum barna og unglinga? Vekur vissulega upp tilfinningar „Þróunin sem á sér stað vekur vissulega upp tilfinningar, og fyrir einstaka íþróttaforeldra eða aðstandendur er gríðarlega mikið gildi í því að geta séð barnið sitt þótt þú getir ekki verið á staðnum. En við sem samband getum ekki litið á það sem nauðsyn að veita þá þjónustu,“ sagði Fridell.
Svíþjóð Íþróttir barna Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Sjá meira