Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. desember 2025 19:36 Antonina vinnur fyrir góðgerðasamtökin FEDERA sem meðal annars aðstoðar þungaðar konur í vanda vegna nýlegra laga um þungunarrof. Vísir/Sigurjon Hundruð kvenna, sem var nauðgað af rússneskum hermönnum, ákváðu frekar að dvelja áfram í stríðshrjáðri Úkraínu en að flýja til Póllands þar sem við lýði er strangasta þungunarrofslöggjöf í álfunni. Þetta segir Antonina Lewandowska pólskur doktorsnemi við Háskólann í Varsjá sem hefur rannsakað áhrif nýlegrar löggjafar. Antonina er stödd á Íslandi til að flytja erindi um doktorsrannsókn sína þar sem hún kortleggur reynslu og upplifun kvenna og heilbrigðisstarfsfólks í skugga nýlegra og strangra laga um þungunarrof. Lögin, sem banna þungunarrof með örfáum undantekningum, tóku gildi í ársbyrjun 2021 en samhliða fóru fram ein fjölmennustu mótmæli í nútímasögu Póllands. Antonina er ómyrk í máli þegar hún lýsir áhrifum lagabreytingarinnar. „Pólland lögleiddi pyntingar – það er bara raunveruleikinn sem við búum við.“ Gagnkvæm tortryggni Antonina vinnur hjá góðgerðasamtökunum FEDERA sem meðal annars veita þunguðum konum í vanda í Póllandi upplýsingar sem og lagalegan og andlegan stuðning. Í gegnum rannsóknarstörf Antoninu hefur hún orðið vör við breytingu að eftir að löggjöfin var hert. Mikið vantraust hafi vaxið meðal kvenna í garð heilbrigðisstarfsfólks. Það hafi komið henni á óvart að finna að heilbrigðisstarfsfólkið sjálft finni einnig fyrir vantrausti gagnvart sjúklingum og óttast um að þeir taki samtal þeirra upp og fleira í þeim dúr. „Við búum við eina af ströngustu þungunarrofslöggjöfunum sem til eru og það er ofboðslega erfitt að fá læknisaðstoð fyrir konur sem eru í þessari erfiðu stöðu og svo þegar stríð braust út hinum megin landamæranna þá vissum við að þetta yrði grafalvarlegt.“ Völdu frekar stríðshrjáð land en réttindaleysið Innrás Rússa í Úkraínu hafi bætt gráu ofan á svart hvað réttindi kvenna varðar. Úkraínskar flóttakonur hafi leitað til FEDERA eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á flóttanum. „Þessar konur segja okkur að þeim hafi tekist að flýja frá austurlandamærum Úkraínu en að rússneskir hermenn hafi nauðgað þeim. Nú séu þær barnshafandi og þær biðja mig um hjálp. Og neyðumst til að segja þeim það sama og við segjum pólskum konum: Þú verður ekki lögsótt ef þú gerir það sjálf [þungunarrofið] en það eru litlir möguleikar á að fá þungunarrof framkvæmt á sjúkrastofnun.“ Úkraínskar flóttakonur hafi látið aðrar konur, sem enn voru í Úkraínu og hugleiddu flótta, vita af ströngu lögunum. „Ég man eftir að hafa heyrt um hóp 200-300 úkraínskra kvenna sem flúðu frá austur-landamærum Úkraínu og þær ákváðu að vera um kyrrt í Kænugarði á meðan loftárásir voru í gangi.“ Margar þeirra hafi ekki vitað fyrir víst hvort þær væru þungaðar. „Svo þær vildu frekar hætta á að vera í landi þar sem stríð geisar en að koma til Póllands og mér finnst það átakanlegt.“ Biður Íslendinga um að hafa augun opin Antonina kveðst hafa djúpstæða virðingu fyrir íslensku lýðræði og „íslensku hugrekki“ líkt og hún komst að orði. Þá samgleðst hún vegna réttinda sem landsmenn njóta en biður Íslendinga þó um að hafa augun opin. „Verið aldrei of værukær. Lifið lífinu og verið hamingjusöm en verið jafnframt á verðbergi og takið eftir því sem er í gangi í kringum ykkur.“ Hún undirstrikaði mikilvægi þess að vera vakandi fyrir pólitískri orðræðu og fyrir því hvort viðhorfsbreyting sé að eiga sér stað í samfélaginu, jafnvel á meðal vina og fjölskyldu. „Því það eru viðvörunarmerkin, þau fyrstu, og áður en maður veit af verða lagabreytingar og maður lifir í helvíti.“ Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. 7. mars 2025 08:22 Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. 16. september 2023 08:01 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Antonina er stödd á Íslandi til að flytja erindi um doktorsrannsókn sína þar sem hún kortleggur reynslu og upplifun kvenna og heilbrigðisstarfsfólks í skugga nýlegra og strangra laga um þungunarrof. Lögin, sem banna þungunarrof með örfáum undantekningum, tóku gildi í ársbyrjun 2021 en samhliða fóru fram ein fjölmennustu mótmæli í nútímasögu Póllands. Antonina er ómyrk í máli þegar hún lýsir áhrifum lagabreytingarinnar. „Pólland lögleiddi pyntingar – það er bara raunveruleikinn sem við búum við.“ Gagnkvæm tortryggni Antonina vinnur hjá góðgerðasamtökunum FEDERA sem meðal annars veita þunguðum konum í vanda í Póllandi upplýsingar sem og lagalegan og andlegan stuðning. Í gegnum rannsóknarstörf Antoninu hefur hún orðið vör við breytingu að eftir að löggjöfin var hert. Mikið vantraust hafi vaxið meðal kvenna í garð heilbrigðisstarfsfólks. Það hafi komið henni á óvart að finna að heilbrigðisstarfsfólkið sjálft finni einnig fyrir vantrausti gagnvart sjúklingum og óttast um að þeir taki samtal þeirra upp og fleira í þeim dúr. „Við búum við eina af ströngustu þungunarrofslöggjöfunum sem til eru og það er ofboðslega erfitt að fá læknisaðstoð fyrir konur sem eru í þessari erfiðu stöðu og svo þegar stríð braust út hinum megin landamæranna þá vissum við að þetta yrði grafalvarlegt.“ Völdu frekar stríðshrjáð land en réttindaleysið Innrás Rússa í Úkraínu hafi bætt gráu ofan á svart hvað réttindi kvenna varðar. Úkraínskar flóttakonur hafi leitað til FEDERA eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á flóttanum. „Þessar konur segja okkur að þeim hafi tekist að flýja frá austurlandamærum Úkraínu en að rússneskir hermenn hafi nauðgað þeim. Nú séu þær barnshafandi og þær biðja mig um hjálp. Og neyðumst til að segja þeim það sama og við segjum pólskum konum: Þú verður ekki lögsótt ef þú gerir það sjálf [þungunarrofið] en það eru litlir möguleikar á að fá þungunarrof framkvæmt á sjúkrastofnun.“ Úkraínskar flóttakonur hafi látið aðrar konur, sem enn voru í Úkraínu og hugleiddu flótta, vita af ströngu lögunum. „Ég man eftir að hafa heyrt um hóp 200-300 úkraínskra kvenna sem flúðu frá austur-landamærum Úkraínu og þær ákváðu að vera um kyrrt í Kænugarði á meðan loftárásir voru í gangi.“ Margar þeirra hafi ekki vitað fyrir víst hvort þær væru þungaðar. „Svo þær vildu frekar hætta á að vera í landi þar sem stríð geisar en að koma til Póllands og mér finnst það átakanlegt.“ Biður Íslendinga um að hafa augun opin Antonina kveðst hafa djúpstæða virðingu fyrir íslensku lýðræði og „íslensku hugrekki“ líkt og hún komst að orði. Þá samgleðst hún vegna réttinda sem landsmenn njóta en biður Íslendinga þó um að hafa augun opin. „Verið aldrei of værukær. Lifið lífinu og verið hamingjusöm en verið jafnframt á verðbergi og takið eftir því sem er í gangi í kringum ykkur.“ Hún undirstrikaði mikilvægi þess að vera vakandi fyrir pólitískri orðræðu og fyrir því hvort viðhorfsbreyting sé að eiga sér stað í samfélaginu, jafnvel á meðal vina og fjölskyldu. „Því það eru viðvörunarmerkin, þau fyrstu, og áður en maður veit af verða lagabreytingar og maður lifir í helvíti.“
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. 7. mars 2025 08:22 Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. 16. september 2023 08:01 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. 7. mars 2025 08:22
Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. 16. september 2023 08:01
Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34